Eining - 01.08.1947, Blaðsíða 5
t
5
E I N I N G
*
Þingfulltrúar hjá Sjómanna- og gestaheimili Siglufjaröar.
Framkvæmdanefnd Stórstúkunnar
var öll endurkosin. Þinginu var slitið um
kl. 19 25. júní.
Þriðjudaginn 24. júní kl. 2 bauð bæj-
arstjórn Siglufjarðar þingheimi að
skoða bæinn og til kaffidrykkju að því
loknu. Var gengið um bæinn og skoðuð
helztu mannvirki, m. a. hin nýja síldar-
verksmiðja ríkisins, sem kvað vera full-
komnasta verksmiðja á Norðurlöndum í
þessari grein. Verksmiðja bæjarins,
Rauðka, var einnig skoðuð. Fannst öll-
um mikið til um þessi mannvirki. Auð-
séð, að Siglufjörður er vaxandi bær.
Kaffidrykkjan fór fram að Hótel Hvann
eyri. Bæjarstjóri, hr. Gunnar Vagnsson,
bauð gesti velkomna, en sr. Óskar Þor-
láksson flutti fróðlegt og skemmtilegt
erindi um Siglufjörð. Karlakórinn „Vís-
ir“ kom og söng nokkur lög, við ágætar
undirtektir og hrifningu gesta. Söng-
stjóri, hr. Þormóður Eyjólfsson, flutti
ávarp. Stórtemplar þakkaði bæði söng-
mönnum og bæjarstjórn Siglufjai’ðar,
fyrir hönd gesta. Þótti öllum þetta mjög
ánægjuleg stund.
Templarar á Siglufirði buðu þing-
heimi og ýmsum öðrum til kveðjusam-
sætis kl. 20 á miðvikudagskvöld. Var
fyrst setzt að máltíð að Hótel Hvann-
eyri. Voru þar margar ræður fluttar
og mikið sungið. Allir voru í hátíðar-
skapi. Jóhann Þorvaldsson kennari, for-
maður móttökunefndar Siglfirðinga,
stjórnaði hófinu með skörungsskap. Kl.
rúmlega 11 var staðið upp frá borðum
og haldið til Sjómannaheimilisins. Þang-
að kom kirkjukór bæjarins og söng
nokkur lög. Var það ágæt skemmtun.
Söngkraftar Siglfirðinga eru miklir og
góðir. Pétur Björnsson, kaupm., hélt
kveðjuræðu og færði stórtemplar og stór-
ritara myndir af Siglufirði, að gjöf, til
minningar um komuna. Síðan var dans
stiginn fram eftir nóttu með miklu f jöri
og gleði.
Morguninn eftir var svo haldið áleiðis
heim og Siglfirðingar kvaddir með sökn-
uði, því að dvölin hjá þeim hafði reynzt
þannig, að segja mátti að hver dagur
væri öðrum dýrðlegri. Hjálpaðist þar
að yndislegt veður, rausn fólksins og vin-
semd, bæði templara og annarra. Það
eitt skyggði á hjá Siglfirðingum, að
gestir voru ekki miklu fleiri. Svo hefði
og mátt vera, en ýmsir örðugleikar eru
vitanlega á því að sækja þing svo langa
leið, eins og samgöngum er nú háttað.
Gert var ráð fyrir, þegar, þingstaður
var ákveðinn, að Siglufjarðarskarð yrði
fært bílum. En svo var ekki, vegna snjó-
þyngsla vetrarins. Varð því ferðin norð-
ur bæði tafsamari og dýrari en ella. En
þess mun engan iðra, sem norður fór,
því að það var ekki eingöngu skemmti-
legt, heldur lærdómsríkt fyrir templara
að koma til Siglfirðinga. Þar er nú einna
þróttmest starfsemi Reglunnar á landi
hér. Þar er stærsta barnastúka lands-
ins, með tæpl. 500 fél. Frú Þóra Jóns-
dóttir stjórnar henni með mikilli prýði.
Stúkan Framsókn telur nær 300 félaga.
Hún hefur stofnað og starfrækt Sjó-
mannaheimili Sigluf j arðar, og hún gefur
út blaðið ,,Reginn“ eina blaðið, sem gefið
er út eingöngu á vegum Reglunnar. Ég
hygg, að siglfirzkir templarar hafi ó-
venjulega mörgum og góðum félögum á
að skipa. Það er til þjóðheilla að svo öfl-
ug bindindisstarfsemi skuli vera, ein-
mitt á þessum stað, enda viðurkennt af
Siglfirðingum, utan Reglunnar, m. a.
með því að hjálpa templurum á Siglu-
firði að taka svo rausnarlega á móti
fulltrúum Stórstúkunnar sem nú hefur
lýst verið.
Fimmtudaginn 26. júní héldu þing-
fulltrúar heimleiðis með vélskipi til Dal-
víkur og þaðan í bílum til Akureyrar.
Templarar frá Akureyri komu á móti
ferðamönnum og buðu til kaffidrykkju
að Hótel Norðurland.
Daginn eftir var svo haldið til Reykja-
víkur með áætlunarbílum. Var þá þess-
ari ágætu ferð lokið, sem lengi mun í
minnum höfð. Munu allir hafa hugsað
hlýtt til Siglfirðinga og blessað þá að
leiðarlokum.
Ingimar Jóhannesson.
Helztu samþykktir Stórstúkuþingsins
voru þessar:
Aðflutningsbann. Stórstúkuþingið
samþykkir að halda áfram þeim undir-
búningi, sem framkvæmdanefndin hefur
hafið á s. 1. ári, að fjársöfnun innan og
utan Reglunnar til stuðnings við þjóðar-
atkvæðagreiðslu um aðflutningsbann á
áfengi. — 1 framhaldi af því felur Stór-
stúkuþingið frkvn. að standa fyrir og
hefja fjársöfnun um land allt, og koma
á samvinnu meðal velunnara málsins
innan hinna ýmsu félagasambanda, sem
og að skipuleggja fjársöfnunina að öðru
leyti.
Áfengismál á Alþingi. Þingið mót-
mælti harðlega þeirri meðferð er þings-
ályktunartillaga um framkvæmd hér-
aðabanna hlaut á síðasta Alþingi, og
krafðist þess að málið fái fullnaðaraf-
greiðslu á Alþingi, er það kemur næst
saman.
Þá mótmælti það harðlega framkomnu
frv. á síðasta Alþingi um að leyfa veit-
ingahúsum að hafa áfengisveitingar og
skoraði á Alþingi að fella slíkt frv. ef
það kæmi fram aftur.
Á hinn bóginn taldi það sig fylgj-
andi þál. till. um afnám áfengisveitinga
í opinberum veizlum og skoraði á næsta
Alþingi að samþ. þá tillögu.
Leynisala bílstjóra. Stórstúkuþingið
lítur svo á, að leynivínsala margra bif-
reiðarstjóra sé orðin þjóðarböl.
Drykkjuskapur unglinga. Stórstúku-
þingið lítur svo á, að ákvæðum í II.
kafla 13. gr. áfengislaganna, sem eiga
að fyrirbyggja drykkjuskap unglinga, sé
slælega framfylgt, og krefst þess að lög-
regla og almenningur fylgi eftir fyrir-
mælum laganna og komi fram ábyrgð
á hendur þeim, sem brjóta þau.
Lokun útsölustaöa. Stórstúkuþingið
endurtekui' þá kröfu sína að áfengisút-
sölum á landinu, t. d. í Siglufirði, Akur-
eyri, ísafirði og Vestmannaeyjum, verði
lokað fyrirvaralaust á vertíðinni.
Samvinna í bindindismálum. Stór-
stúkuþingið lýsir ánægju sinni á við-
leitni hinna ýmsu kvenfélaga og ann-
arra félagasambanda í landinu, sem
bundizt hafa samtökum til að vinna á
móti áfengisbölinu í ræðu og riti, og
heitir á þau að auka og efla þessi sam-
tök.
Bindindisfræðsla Stórstúkuþingið
beinir þeim tilmælum til fræðslumála-
stjóra, að betra eftirlit verði haft með
fræðslu um bindindismál í öllum barna-
skólum landsins og að hann hlutist til
um að barnastúkur á hverjum stað fái
inni í skólanum, sé þess þörf og því verði
við komið.
i