Eining - 01.08.1947, Blaðsíða 4
4 E I N I N G
Barnastúkan Vorperlan. Sigdór V. Brekkan, gæzlum., annar í fremstu röð frá vinstri, en Jóhann Jónsson, fjarst til hægri.
Ljósm.: Björn Björnsson.
Barnastúkan Vorperla í leskaupstaú 25 ára
Eins og mynd sú, er hér fylgir, sýnir,
er barnastúkan Vorperla á Norðfirði
fallegur hópur. Hún hefur jafnan verið
fjölmenn og notið góðrar forustu. Hún
varð 25 ára 11. júní s. 1. Einingu er það
ánægja að óska henni til hamingju og
þakka gott starf, og birta um leið mynd
af þessum sjálega hópi.
Sigdór V. Brekkan kennari er aðal-
gæzlumaður stúkunnar og hefur verið
það frá upphafi hennar. En með honum
var við það starf Valdimar Snævarr
skólastjóri fram til ársins 1936, en nú
er aðstoðarmaður hans Jóhann Jóns-
son kennari.
Fyrsti æðstitemplar stúkunnar var
Árni V. Snævarr verkfræðingur, en nú-
verandi æðstitemplar hennar er Sigur-
borg Sigurjónsdóttir, sonardóttir Ing-
vars Pálmasonar alþm.
Stúkan hefur ávallt lifað og starfað
með miklum blóma. Gæzlumenn hennar
hafa verið góðir leiðsögumenn og þeirra
starf verður sennilega aldrei fullmetið
eða réttilega þakkað. En ekki dylst mér,
að þar hefur verið unnið mikið og gott
starf af hinni mestu ósérplægni, starf
sem hefur borið góðan. árangur. Ég
hef setið alloft fundi í þessari barna-
stúku og jafnan litist rnjög vel á hana.
Um 25 ára skeið hefur Sigdór V.
Brekkan borið hag og velferð stúkunnar
fyrir brjósti og sinnt starfinu af hinu
mesta þolgæði og fórnarlund. Slíkt starf
ber að meta og þakka hið bezta.
Pétur Sigurðsson.
Stórstúkuþingið
1947
Stórstúkuþingið var háð í Siglufirði
22.—25. júní s. 1., en unglingaregluþing-
ið hinn 21. júní. Það varð að ráði að
sunnlenzkir þingfulltrúar yrðu samferða
norður, og var farið hinn 20. júní með
áætlunarferðinni að Varmahlíð í Skaga-
firði. Þaðan í öðrum bílum til Haga-
nesvíkur, með viðkomu á Sauðárkróki.
Frá Haganesvík var farið á stórum vél-
bát til Siglufjarðar og þangað var kom-
ið að aflíðandi miðnætti, eftir langa en
allskemmtilega ferð, í ágætu veðri.
Mörgum mun minnisstæðast að sjá mið-
nætursólina svífa á öldum hafsins við
leiðarlok.
Siglfirzkir templarar sendu fulltrúa
til Haganesvíkur á móti ferðafólkinu og
biðu svo í tugatali á bryggjunni og buðu
ferðamönnunum, 67 alls, til snæðings að
Hótel Hvanneyri. Síðan var flestum full-
trúum boðin vist á heimilum Siglfirð-
inga, en öðrum séð fyrir ókeypis nátt-
stað í barnaskóla bæjarins. Voru þar
uppbúin rúm og í alla staði hinn bezti
aðbúnaður. 16 manns gistu þar og borð-
uðu á hóteli bæjarins. Allir aðrir dvöldu
á ,,privat“ heimilum þann tíma, sem
þingið stóð yfir. Má það telja sérstaka
rausn og sýnir mikinn félagsþroska.
Nokkrir Siglfirðingar, sem eru utan
Góðtemplarareglunnar, buðu aðstoð sína
í þessum efnum og var það auðvitað
vel þegið, m. a. tók bæjarstjórinn dval-
argesti á heimili sitt.
Laugardaginn 21. júní var unglinga-
regluþingið háð í Sjómannaheimili
Sigluf jarðar. Eru þar mjög vistleg húsa-
kynni og var fundarsalurinn fagurlega
skreyttui' fánum og blómum.
Stórstúkuþingið hófst sunnudaginn
22. júní kl. 2, með hátíðaguðsþjónustu
í kirkjunni. Þingfulltrúar gengu í skrúð-
göngu frá Sjómannaheimilinu til kirkju.
Börn úr barnastúkunni „Eyrarrós“
stóðu heiðursvörð við kirkjudyr, meðan
fulltrúar gengu í kirkju. Kór kirkjunnar
var skreyttur fögrum blómum. Prestur-
in, sr. Óskar Þorláksson, flutti áhrifa-
mikla prédikun og söngur kirkjukórsins
var prýðilegur. Er ekki ofsögum sagt af
því, aö messugjörðin öll var bæði fögur
og hrífandi, enda nijög fjölsótt.
Þegar skrúðganga þingfulltrúa kom
til baka úr kirkjunni, stóðu börnin heið-
ursvörð við Sjómannaheimilið, þar sem
þingið var haldið, og lítil stúlka færði
stórtemplar fagran blómvönd. Kl. 4 var
þingsetning og síðan voru stöðugir fund- 4
ir næstu 3 daga, svo sem venja er til.
Um 40 félagar tóku stórstúkustig. Er
það fjölmennasti hópur, sem um getur
i sögu Reglunnar síðustu árin, að tekið
hafi stig í einu. Voru þeir flestir frá
Siglufirði. 63 fulltrúar sátu þingið.
Voru flestir af Suðurlandi, og þó færri
en venjulega, sem eðlilegt er. Aðeins 1
fulltrúi mætti af Vestfjörðum, vegna
óhagstæðra skipaferða og enginn af
Austfjörðum, enda lítil Reglustarfsemi
þar nú, því miður.
Heiðursgestur þingsins var Hjálmar
Gíslason frá Winnipeg, stórkanslari
Stórstúku Manitobafylkis í Kanada.