Eining - 01.08.1947, Blaðsíða 3
B I N I N G
3
1
Forsætisráðherra Si>ía og hinir þrír, sem heiðursmerkin hlutu:
Karl Blomgren, Jalmar Furuskog og Oscar Olsson.
við himinbrún eru gullnar svalir miklar,
sem byrgja inni mesta pípuorgel á Norð-
urlöndum. Hægt er að opna mörg há-
reist hlið milli salanna og geta því borð-
gestir í gullna salnum notið hinnar
miklu dynjandi orgelmúsikar. Þetta
mikla hús, Stadshuset eða ráðhúsið, ber
allt vott um ríkidæmi og mikinn íburð,
en líka verklega snilld á háu stigi.
Tvisvar vorum við í boði umdæmis-
stúku Stokkhólms á stað, sem heitir
Tollare, alllangt fyrir utan bæinn. Þar
á umdæmisstúkan sumarheimili og þar
er dásamlega fagurt. Annað skiptið fóru
margir að heimsækja tjaldbúðaborg
kvenskátanna, sem var þar nálægt. En
mest af því fór fram hjá okkur ís-
lendingunum og komum við séra Krist-
inn Stefánsson þar aðeins sem snöggv-
ast seint um kvöldið, en gaman þótti
sumum ungu snótunum að fá íslendinga
til að skrifa nöfn sín í gestabækur
sínar. Annað skiptið voru báðar leiðir
til og frá þessum samkomustað farnar
á skemmtisnekkjum, eftir mjóum sund-
um og vogum. Var það mjög falleg
siglingaleið. Jafnan var þröng mikil,
hvar sem þessi mannsöfnuður fór, því
að ekki var um hundruð, heldur oft um
þúsundir að ræða.
Einu sinni var farið í skemmtisnekkj-
um um sundin, undir allar brýr Stokk-
hólmsborgar, en þær eru margar og
sumar mjög veglegar. Var þetta hin
bezta skemmtiför. Sjálf er borgin frá-
bærlega fögur. Þegar komið var úr
þeirri skemmtiför, veitti þingstúka
borgarinnar kaffi í Condolen. Það er
mikið veitingahús, sjö hæðir yfir jörðu.
Eitt kvöldið skoðuðum við Þjóðminja-
safnið — National Museum. Þar var
og einsöngur til skennntunar og ágætir
hljómleikar.
Heill dagur fór í Uppsalaför og mun
ég síðar skýra nánar frá þeirri ferð.
Mikill dýrgripur og frábært minjaskrín
er Uppsala dómkirkja. Þar hlýddum við
messu. Ég hugsaði, þar sem ég sat í
kirkjunni og hlustaði á hina guðdómlegu
orgeltóna og dáðist að sjálfu húsinu:
Vilja nú þeir, sem telja bót í því að
snúa aftur til heiðni, skipta á þessari
kirkju og öllu, sem við hana er tengt,
og 50—70 skrokkum fórnardýra og
manna hangandi í trjánum hjá konungs-
hólunum í Uppsölum, þar sem heiðnir
menn héldu fyrrum fórnar- og blótveizl-
ur sínar. Förin til Uppsala verður minn-
isstæð. Uppsalabær veitti okkur kaffi
í „Ríkissalnum“.
Þegar hástúkuþinginu lauk, tók við
Norræna bindindisþingið, en frá því
verður ekki skýrt að þessu sinni. Síðustu
daga þess tók ég mig upp og flaug til
Oslo, en þaðan fór ég í boði bindindis-
félags norskra bílstjóra til Kristian-
sands og sat með þeim landsfund þeirra.
Það var einnig merkilegt þing og mjög
skemmtilegt. Þótti mér fengur að kynn-
ast hinu merka starfi þessa félagsskap-
ar, sem hefur samband um öll Norður-
lönd, en ég vissi ekki áður að var til.
Frá þessu mun ég einnig segja nánar
síðar. Frá Oslo flaug ég svo heim 24.
júlí. Við vorum rúmar 6 klukkustundir
á leiðinni. Öll þjónusta hjá ameríska
flugfélaginu er fyrsta flokks, nema hvað
móttökustaðurinn á Keflavíkurflugvell-
inum er til háborinnar skammar fyrir
land og lýð. Það skilst bezt, þegar gerð-
ur er samanburður á öðrum stöðum. En
sem sagt, mér fannst mjög þægilegt að
ferðast á vegum félagsins. Það er hugs-
að mjög vel um farþegana. Allt var
þetta mikla og viðburðaríka ferðalag
eins og glæsilegur draumur, líktist meira
ævintýri en veruleika. Allan tímann var
sólskin og stundum óþægilega heitt.
Förin lá um fögur lönd hjá gestrisnum
menningarþjóðum, sém unna friði og
góðuin málefnum og stuðla að sem á-
nægjulegastri sambúð manna og þjóða.
Og gaman var að kynnast mörgum góð-
um dreng, karl og konu, á þessum fjöl-
mennu og merkilegu þingum. Ef heim-
urinn stjórnaðist af slíkum anda, sem
þar ríkti, þyrfti hann ekki að kvíða
neinni atómsprengju, en einhverntíma
sigrar góðvild og menningarþroski
blindni og bölvænleg örlög mannanna.
Stríðin og áfengisbölið eru einna verstu
óvinir mannkynsins, en gegn því hvoru-
tveggja sækja þær sveitir manna, sem
berjast fyrir bræðralagi þroskaðra og
algáðra manna um heim allan.
Pétur Sigurðsson.
Heilsuspillir
Ungur og greindur lögfræðingur
sagði nýlega við mig: „Þegar ég hef
setið við spil nokkuð fram á nótt og
reykt að staðaldri sígarettur, þá líður
mér ver daginn eftir, en þótt ég hefði
orðið drukkinn af áfengi“.
Þessi maður þekkir vel áhrif bæði
áfengis og tóbaks og talaði því sam-
kvæmt töluverðri reynslu-
Þá flytur norskt blað þá fregn, að
prófessor Kutschera Aichberger í Vín-
arborg staðhæfi, að árið 1941 hafi verið
286 sjúklingar undir hans hendi á deild
sjúkrahússins og hver fjórði á aldrin-
um 30—60 hafi verið þar sökum ein-
hvers sjúkdóms af völdum tóbaksreik-
inga.
Menntun og vinna
Það þarf bæði sál og sinni til þess
að aka mykju á tún, sníða og sauma
föt, smíða járn og gera skó, og það þarf
líka sál og sinni til þess að starfrækja
hótel, svo að ekki verði aðeins basl og
erfiði, en þetta skilja ekki skólagutl-
ararnir. — Arne Garborg.
Lifandi upphafsstafir Reglunnar IOGT á stað þar sem fór fram
mikið æskulýðs íþróttamót í sambandi við hástúkuþingið.
i