Eining - 01.08.1947, Blaðsíða 11

Eining - 01.08.1947, Blaðsíða 11
E I N I N G il t Nýjasti skólinn Við mennirnir státum af því að vera hugsandi verur og dýrunum fremri í þeim efnum. Enginn veit þó glöggt um huga dýranna. En hitt er víst, að við svíkjumst oft um að hugsa og stjórnumst fremur af vana en hugsun. Fjöldi manna talar í hugsunarleysi samkvæmt einhverjum vana, illum eða góðum. Hveinig myndi hljóma í eyrum manna orðaskipun á þessa leið: Indælar kvalir, ánægjuleg sorg, elskulegur óþokki. Þessi orðaskipun væri þó eins rétt og hið daglega tal okkar íslend- inga nú um stundir: Voðalega gott, agalega sætt, agalega skemmtilegt, andskoti myndarlegt o. frv. Ef drenginn langar til að fara með pabba sínum, þá langar honum ekki til að fara með honum, heldur langar hann til að fara með honum. Ef maðurinn hefur farið niður í kjallarann, þá er hann ekki ofan í kjallaranum, heldur niðri í honum. Maðurinn fer niöur í kjallarann og er niðri í honum. Hvað segið þið um þessa setningu: „Fleiri tonn af bráðnu hrauni renna nú niður hlíðar fjallsins?“ Are VaerEand Hinn mjög umtalaði sænski mann- eldisfræðingur, rithöfundur og ræðu- maður, Are Waerland, hefur nú ferðast víðsvegar um fsland og flutt fyrirlestra. Munu þeir hafa vakið mikla athygli. ^ Náttúrulækningafélag fslands bauð rit- stjóra Einingar að vera viðstaddur, er Waerland var fagnað í Matstofu félags- ins í Reykjavík og einnig, er hann var kvaddur á sama stað, kvöldið 29. júlí s. 1., og leystur út með gjöfum. Hr. Are Waerland er einn af hinum umdeildu mönnum nútímans. Sumir telja hann afvegaleiðandi og því hættu- legan, aðrir trúa á hann í fullkominni 1 blindni, en fjölmargir telja hann merk- an manneldisfræðing, sem flytji góðan og gagnlegan boðskap þeim, sem með kunna að fara. Mér geðjast vel að manninum, hann hefur mjög merkilega sögu að segja af sinni eigin lífsreynslu, hann er fyrir- mynd í hreysti og dugnaði, er garpur og afkastamaður mikill. Erindi sín hef- ♦ ur hann flutt hér á landi á íslenzku, eftir aðeins stutt ísl. nám, og má það afrek heita. Ég gat ekki hlustað á nema fyrsta erindi hans í Reykjavík, en það var vel flutt og aðsóknin eins mikil og þó um hljómleika hefði verið að ræða. Það eru komin 33 ár síðan ég fyrst kynntist stefnu svipaðri þeirri, er Are Waerland fylgir, það er að segja stefnu j jurtætanna. Mér hefur alltaf þótt hún merkileg, og stundum hef ég fylgt henni að mestu eða öllu leyti um árabil. Hún er því engin nýjung fyrir mig, nema hvað Are Waerland leggur mikla áherzlu á hrámetið, fremur en soðið grænmeti. Hollast mun mönnum í hvívetna að fylgja hinu forna vísdómsorði, að rann- saka allt og halda því sem gott er. Náttúrulækningafélag íslands gerði Are Waerland að heiðursfélaga sínum og færði honum að gjöf orðabók Sig- fúsar Blöndals, en Sigurjón Pétursson á Álafossi færði honum ísl. fána og fána- stöng. 1 þessu kveðjusamsæti sæmdi Are Waerland Björn L. Jónsson heiðurs- merki úr gulli, frá hinu norræna sam- bandi heilsuverndarfélaganna, — Al- nordisk folkehelsa. Hr Waerland flutti ræðu í samsætinu og lauk miklu lofs- orði á viðtökurnar á Islandi. Hann taldi Islendinga, ef litið væri á alla aðstöðu, hafa unnið að vissu leyti hið mesta menningarafrek allra Norðurlanda. P. S. Margt ber á góma Þegar menn hittast, berst talið að mörgu, því að hugur manna er fljótur í förum, en oftast snýst talið fyrst og fremst um ýmis dagskrármál. Stundum eru það eldhúsræður þingmanna eða þriggja til fjögurra mánaða þrauk Al- þingis við stjórnarmyndun, gjaldeyris- vandamál, húsnæðisleysi og húsaleiga, atvinnumál, kaup og verðlag og svo fram eftir þessum götum. Kaupsýslumaður var gestur minn kvöld eitt. Sagðist hann hafa haft iðn- lærðan mann í vinnu hjá sér 9 klukku- stundir. Þetta ,var eftirvinna og kostaði á sjöunda hundrað krónur. Hjón ein greiddu fyrir skömmu átta hundruð kr. mánaðarleigu fyrir eitt herbergi og að- gang að eldhúsi, náðarsamlegast. Svo er stundum furðulegt að heyra menn ræða eftirvinnu, framtöl, skatta og skattalöggjöf. Engan skyldi undra, þótt menn vendust því smátt og smátt að segja ósatt, svíkja og gabba hver aðra, því að viðskiptalíf manna er að mörgu leyti innstillt þannig, að óheið- arleikinn ræktar sig sjálfsáinn. Snemma er líka lagður grundvöllur- inn að kjánahættinum og sóuninni. Mað- ur nokkur sagði mér, að þau hjónin hefðu látið drenginn sinn hafa með sér í skólann brauð og mjólk. En svo kom þar, að drengui'inn vildi ekki taka þetta með sér, en bað um peninga til kaupa á gosdrykk og sætum kökum. Við at- hugun kom það í ljós, að drengurinn var sá eini af börnunum í hans bekk, sem hafði mat með sér að heiman. Hin fengu öll peninga til þess að kaupa gos- drykki og sætar kökur. Menn girnast mjög peninga, en ekki höndla allir þá jafn grandvarlega. Eft- irlitsmaður í póstþjónustunni sagði mér sjálfur, að hann hefði verið að bjarga blaðastranga, sem illa var gengið frá og umbúðirnar teknar að losna utan af. Hann tók því það ráð að vef ja strangann betur saman og búa um, en þá verður hann var við einn grænan — 500 kr. seðil — sem fleygt hafði verið kæru- leysislega innan í þennan lítilfjörlega böggul. En auk þess var heimilistilvísun böggulsins skökk. Sá, sem átti að fá böggulinn, átti það hinum heiðarlega póstmanni að þakka, að böggullinn komst til skila. Einn gestur minn fullvissaði mig um, að einn bíll hefði verið stöðugt í förum um sumarmánuðina til þess að flytja norður áfengi handa mönnunum, sem unnu við byggingu síldarverksmiðjunn- ar á Skagaströnd. Það var nægileg at- vinna fyrir þann bílstjóra. Um síðustu áramót ætlaði svo einhver náungi, var sagt, að kveikja í þessari mjög umtöluðu verksmiðju. Og þá voru nú fréttirnar ekki neitt glæsilegar, sem bárust frá Sauðárkróki um þau áramótin. Áramót- in eru oft notuð til þess að auglýsa hvað í mannskepnunum býr. Þá hólkar skríll- inn beizlinu fram af sér. En allt eru þetta ávextir þeirrar menningar, sem ekki lætur „guðsótta" né „fornar dyggð- ir“ varpa skugga á upplýsingu og frjáls- ræði þessarar framfaraaldar. P. S. Landbimaðarsýningin Landbúnaðarsýningin í Reykjavík á yfirstandandi sumri var merkisviðburð- ur. Svo stóð á, að ég var að leggja af stað í utanför, er sýningin var opnuð, en þó gafst mér færi á að skoða hana einu sinni, sem auðvitað var of lítið, en það var mjög ánægjulegt að litast um á þessari sýningu. Hún fór langt fram úr því, sem ég hafði gert mér vonir um. Hún var til sóma landi og lýð, og ekki sízt þeim, sem höfðu af henni allan veg og vanda. P. S.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.