Íslenskt skákblað - 01.10.1925, Blaðsíða 3

Íslenskt skákblað - 01.10.1925, Blaðsíða 3
TSLENSKT S K Á K B L A f> . ÚTGKKANm: SKÁKSAMBAND ÍSDANDS. akuhevhi. I. árg. Akuregri 1. október 1925. 2. hefti. I) Ií . i: M A N U 13 L. LAS Ii E R . SKÁKll EIMSMEISTAKI 1Ö00--1021. Nafn Dr. Enianuel Laskers gnæfir liátt yfir nöfn allra stórmeist- ara skáklistarinnar, sem lifað liafa síðan 1890, og jafnvel þótt lengra sje litið aftur í tímarm^og nefndir menn svo sem Labourdonnais, Andersen, Morpliy, Steinitz. Með Villielin Steinitz lilaut skáklistin mestan þroska sinn um og eftir 1866, er hann-koni fram með nýja stefnu í skák og breytti henni úr »kombinatsions«-skák í »positions«-skák. Með jaessari nýju stefnu festi Steinitz líka orðstír sinn og var talinn ósigrandi. Dr. Lasker steig þó feti framar en Steinitz í þessa átt. Er hann og talinn að luörgu leyti hinn eiginlegi fröinuður þessarar stefnu eða skákaðferðar, sem nú er næstum því einvörðungu notuð um allan heim af meisturum skáklistarinnar. Pó eru síðar komnir fram þeir menn, sem rekja skákina enn meir út í ystu æsar vísindanna og það svo, að Dr. Lasker sjálfum þykir þar of langt gengið. Á elliárum Steinitz höfðu risið upp all margir ungir skákmeist- arar og mjög efnilegir, sem gerðu honum erfitt fyrir að halda skák- heimsmeistaratign sinni. Fremstir þessara skákmeistara voru þeir Dr. Tarrasch og Dr. Lasker. Ákveðið var, að Dr. Tarrasch skyldi keppa við Steinitz um tign heimsmeistarans í skák, í Havanna, en þetta einvígi varð því miður aldrei háð. Er það þó álit nianna, að Dr. Tarrasch mundi liafa sigrað í þeim hildarleik, þegar athuguð eru töfl þeirra beggja, er þeir teflclu á skák|nngunum í Hasting 1895, Núrnberg 1896 og Wien 1898, þar sem Tarrasch vann + 3 -s- 0 = 1.— En Dr. Lasker háði einvígið við Sfeinitz fyrst í Bandaríkjunum 1894 og sigraði með + 10 : 5 = 4. Og aftur í Moskwa 1896, eflir áskorun, og sigraði þar með+10 : 2 = 5. Var hann með þessum sigrum við- urkendur heimsmeistari í skák. Emanuel Lasker er fæddur 24. desember 1868 í Berlinchen í Neuinark í Prússlandi. Hann var snemma settur til menfa og stund- aði stærðfræðinám við háskólann í Heidelberg. Að námi loknu tók hann þar doktorsgráðuna (summa cum laude). — Lasker var orðinn

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.