Íslenskt skákblað - 01.10.1925, Blaðsíða 8

Íslenskt skákblað - 01.10.1925, Blaðsíða 8
30 ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ að greiða til Sambandsins árstillag, er nemi minst 1 kr. fyrir hvern fjelagsmann. 4. gr. — Skilyrði fyrir upptöku í Sambandið eru: að liafa eigi lög eða reglur, er fara í ba'ga við Sambandslögin; að telja eigi færri en 10 fjelagsmenn; að fjelagið greiði 50 kr. í upptökugjald; þó aldrei meira en kr. 1,00 fyrir hvern fjelagsmann. 5. gr. — Sambandsstjórnina skipa 3 menn: forseti, ritari og gjaldkeri, er kosnir sjeu af fulltrúum þeirra fjelaga, er í Sambandinu eru, á aðalfundi þess, til eins árs í senn, og jafnmargir varamenn. 6. gr. — Stjórn Sambandsins annast allar framkvæmdir þess, þar á meðal: 1. Skákþing íslendinga. 2. Leysir úr fyrirspurnum og ágreiningi um skákmál, en skjóta má úrskurðum hennar til aðalfundar. 3. Úfvegar fjelögunum nauðsynleg áhöld, þegar þess er óskað. 4. Skipar skákstjóra fyrir hvert skákmót eða skákþing, sjeu verð- laun veitt. 7. gr, — Hvert fjelag innan Sambandsins hefir rjett til að senda á aðalfund einn fulllrúa fyrir hverja 20 fjelaga, eða brot úr þeirri tölu, sje brotið V* eða meira. 8. gr. — Ef eitthvert fjelag getur ekki komið því við, að senda fuiltrúa á aðalfund, má það fela fulltrúa annars fjelags að fara með umboð sitt og atkvæði. 9. gr. — Aðalfund skal ætíð halda í sambandi við Skákþing íslendinga, og skal þar meðal annars samþykkja fulltrúa, leggja fram endurskoðaða reikninga Sambandsins til úrslita, kjósa stjórn (sbr. 5. gr.), kjósa 2 endurskoðendur og taka ákvarðanir, er lúta að út- breiðslu skáklistarinnar; ennfremur ákveða, hvar halda skuli næsta aðalfund, eða fela Sambandsstjórninni það, ef sjerstaklega stendur á. Atkvæðisrjett hafa aðeins fulltrúar. 10. gr. — Afl atkvæða ræður úrslitum. 11. gr. — Lögum þessum má ekki breyta nema á aðalfundi, og verða 2/s fulltrúa að samþykkja, svo að gilt sje, og breytingar- tillagan tilkynt fjelögunum minsta kosti 2 mánuðum fyrir aðalfund. 12. gr. — Leggist Skáksambandið niður, skal fjölmennasta tafl- fjelag landsins, innan Sambandsins, taka við eignum þess til varð- veislu, þar til annað skáksamband kynni að verða stofnað, og skal þá einnig annast Skákþing íslendinga á því iímabili. 13. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi.

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.