Íslenskt skákblað - 01.10.1925, Blaðsíða 6

Íslenskt skákblað - 01.10.1925, Blaðsíða 6
28 ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ Forseti Sambandsins, Ari bankaritari Guðmundsson, var mættur og auk hans 6 kjörnir fullfrúar frá 4 fjelögum. Voru þeir þessir: Kristján læknir Arinbjarnarson (Skákfjel. Blönduóss) Sauðkræklinga) Hörgdæla) Akureyrar) ) ) Sig. Á. Björnsson, hreppstj, Veðramóti ( ------ Skafti Guðniundss., búfr., Saurbæjargerði (---- Ingvar Guðjónsson, útgerðarm., Ak. ( —— Halldór Arnórsson, ljósmyndari, Ak. (---------- Sig. Ein. Hlíðar, dýralæknir, Ak. (----- Ennfremur sat fundinn Jón Sigurðsson, litari, Akureyri. Forseti setli fundinn og bauð menn velkomna á þennan fyrsta aðalfund Skáksambandsins. Var hann því næst kosinn fundarstjóri, en ritari Jón Sigurðsson. Að því búnu voru lagðir fram og lesnir upp endurskoðaðir I. Reikningar Sambandsins. Utn þá urðu litlar umræður og þeir samþyktir í einu hljóði. Sanikv. reikningunum var fjárhagur- inn eftir atvikum góður. Kr. 112,20 voru til í sjóði hjá gjaldkera. II. Lög Sambandsins. Forseti las upp frumvarp til Sambandslaga og hafði framsögu í því máli. Urðu miklar og fjörugar um- ræður um ýmsar greinir frumvarpsins; einkum urðu umræð- urnar all-heitar um 8. greinina. Svo að menn geti sem best áttað sig á þessu atriði, tel jeg rjett, að taka hjer upp þessa umgetnu 8. gr. Hún hljóðar þannig: »Ef eitthvert fjelag getur ekki komið því við, að senda fulltrúa á aðalfund, má það fela fulltrúa annars fjelags að fara með umboð sitt og atkvæði.« Við samningu greinarinnar var verið að leitast við að af- stýra því, að rjettur fátækari fjelaganna yrði með öllu fyrir borð borinn á aðalfundi, þegar þess er gætt, að um óravegu getur verið að fara til þess að ná aðalfundi, því að ætlast er til þess, að þeir sjeu haldnir hjer og þar til skiftis um land alt. Mælir því öll sanngirni með slíku lagaákvæði sem þe<ssu. En nú hafði heyrst, að Taflfjelag Reykjavíkur setti afnám þessarar greinar sem skilyrði fyrir inngöngu sinni í Skáksambandið, og af þeirri ástæðu lagði forseti til, að aðalfundur feldi greinina úr frumvarpinu. Endirinn varð þó sá, að greinin var samþykt með atkvæð- um 5 fulltrúanna gegn einu. Er ekki þar með sagt, að fundurinn vildi ekkert leggja í söl- urnar til þess, að Taflfjel. Rvíkur gengi í Sambandið, en hvor(-

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.