Íslenskt skákblað - 01.10.1925, Blaðsíða 10

Íslenskt skákblað - 01.10.1925, Blaðsíða 10
32 ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ borg. Að nokkrum stórmeisturum undanskildum (Rubenstein, Spiel- mann, Oríinfeld, Vidmar) voru þar allir merkustu og frægustu skák- meistarar nútímans saman komnir. Tefldu þar hver tvær skákir saman. í öðru lagi var eftirvænting manna um úrs itin á þessu þingi mjög mikil, þar seni þar leiddu hesta sína saman skákheimsineist- arinn Capablanca, fyrverandi heimsmeisfari Dr. Lasker og Aljechine, sá er búist er við að muni keppa viö Capablanca um heims- meistaratignina. Og í þriðja lagi var þar háð barátta urn úrlausn þeirrar spurn- ingar hvor framar stæði: hinn eldri skóli, sem leggur aðaláhersluna á eðlilega framþróun skáklistarinnar og hagar leikjum eftir gefinni taflstöðu, eða hin nýja stefna, sem er hugsæ og byggist á því, að skákmaðurinn knýr fram taflstöðu, sem svarar til innri hugsjónar lians um úrslit skákarinnar.*) Þótt meistarar af hinum eldri skóla tækju á þessu skákþingi I. og II. verðlaun, er ekki þar með sagt, að stefna þeirra sje hin betri. Nýi skólinn hefir sýnt það og sannað, að liann á fullan tilverurjett. En meðal svo »sterkra« keppenda hins gamla skóla á þessu þingi, virðist sem hin nýja stefna eigi erfitt fyrir, og hefir framfylgjendum hennar (3, 5, 7, 8) gengið ver seinni umferðin en hin fyrri (sjá töfluna). Mesta undrun og sjerstaka aðdáun vakti hinn glæsilegi sigur Dr. Laskers. Eins og á er drepið á öðrum stað í þessu blaði, liefir liann aðeins tekið þátt í einu skákþingi (í MáhrisclvOslrau 1923; vann I. verðlaun) síðan hann misti heimsmeistaratignina 1921. Er þol hans og þróttur dásamlegur, þegar tekið er tillit til þess, að hann er kominn hátt á sextugsaldur. Má heimsmeistaranum Capablanca vera það nokkur huggun, að hann einn hafi unnið skák af Dr. Lasker á þessu þingi. — Þótt all-mikill sje munur- inn á Aljechin og hinum tveimur fyrnefndu, sýndi hann þó það, að hann á rjettinn öðrum frekar til þess að keppa um lieims- meistaratignina. Fjórði maðurinn, Marshall, hefir aftur vakið all-mikla eftirtekt á sjer með frammistöðu sinni á þessu þingi. Bjuggust flestir við því, að þeir Reti, Bogoljubow og Tartakower mundu verða hlutskarpari en hann. — Maroczy sýndi þarna, eins og oftar, hetjudug. Hann er maður liált á sextugsaldri. — Þótt Yates, Edv. Lasker og Ja- *) Pað sein hjer er iiefnt eldri skóli, er stefna Steinitz í skák og síðar Dr. Laskers o. fl. Nýju stefnunni fylgja nú að mestu fram Aljechin, Reli o. fl.

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.