Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.01.1933, Page 10

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.01.1933, Page 10
10 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands að slátrun sé lokið. Búist er þá við, að enn sé nokk- url fé ókomið, svo að líklegt megi telja, að slátrun verði lík og í liitteðfyrra, sem er mesta slátrun, sem verið liefir hjá félaginu að undanskildu árinu i fyrra, og er æskilegt, að enn komi nokkurt fé, ef um er að ræða kjöt, scm hægt er að nota til daglegrar sölu í bæinn, svo sem sæmilega gott lamhakjöt, svo komist verði hjá þvi að fara strax að selja það kjöt, sem nýlega er húið að kosta upp á að frysta. Mun félagið þoka upp verði á öllu góðu kjöti svo fljótt sem hægt er, alt upp í það verð, sem væntanlega verður á frosna kjöt- inu, og jafnframt slaka á flokkun, eins og gert hefir verið um undanfarin ár. Er sú verðhækkun jafnrétt- mæt cins og það, að vcrð er hærra á sumrin en haustin. Gærur og garnir. Gærur eru nú farnar að seljast nokkuð, en verð þeirra er ákaflega lágt, fyrstu sölur lægri en í fvrra, en hefir heldur batnað siðan, svo að ekki er vonlaust, að það verði að meðaltali svipað og siðastl. ár. Garnir hafa aftur á móti mjög óviða verið hirtar í liaust, vcgna þess að jafnvel cr vonlaust um, að nokkurt verð fáist fyrir þær. Yinnufyrirkomulagið þetta haust. Fyrirkomulag það, scm verið hefir á vinnunni við slátrunina i haust, hefir reynst ágætlega, og af því leitt töluverðan sparnað frá þvi, ef unnið hefði verið í tíma- vinnu. Má að mcstu þakka það, að mögulegt var að koma þessu við, mönnum þeim, cr fyrir vcrkinu stóðu.

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.