Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.01.1933, Síða 12

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.01.1933, Síða 12
12 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands Svipað þessu varð verðhlutfallið um mörg fyrri ár, eins og kunnugt er, þótt síður kæmi þá að sök, meðan minna var um sláturfénáð hjá félaginu og það einráðara á inn- lenda markaðinum. En með þeirri feikna slátrun, sem var lijá félaginu haustið 1931, bættum skilyrðum til að koma kjöti utan af landi til Reykjavíkur samfara milc- illi kepni um Rvikurmarkaðinn, vegna söluörðugleika og lélegs verðlags erlendis, var cðlilegt, að svo færi sem fór, það ár. Síðan á árinu 1930 liefir félagið altaf legið með feikna- birgðir af ýmsum vörum. Má þar einkum tilnefna nauta- kjöt og niðursuðuvörur. Á sama tíma hefir verðlag alt- af verið fallandi og afleiðingin orðið sú, að þegar sölu- möguleikar hafa opnast fyrir vörur þessar, hefir í mörg- um tilfellum ekki fengist fyrir þær nærri innkaupsverð livað þá kostnaður, svo sem vextir af þeim miklu skuld- bindingum, sem á félaginu hafa hvílt vegna birgð- anna o. fl. Byrjunin var vorið 1930, þegar félagið keypti nauta- og kálfakjöt fyrir nál. 200 þús. krónur fyrir alt upp i kr. 2,40 pr. kgr. Strax eftir Alþingishátíð féll verð á nautakjöti stórkostlega, og hefir síðan altaf verið fall- andi. Urðu hirgðir íélagsins því að seljast með sílækk- andi verði, alt niður í minna en helming innkaupsverðs. Tap félagisns, verðfall og kostnaður, á þessum vörum var þvi gífurlegt. Eftir að skriður fór að komast á sölu á niðursuðu- vörum, reyndust birgðir félagsins af þeim árlega of lill- ar, all fram á haust 1930. Það liaust íor það saman, að mikið barst að af kjöti, sein ekki var hæft til annars en niðursuðu sem og það, að félagið var þá vongott um öra áframhaldandi sölu. Var þvi soðið niður með lang- mesta móti það haust. En þegar vænta mátti, að mark- aðurinn fyrir þær vörur opnaðist, var kreppan komin á í verstöðvum úti um land, kaupgeta lömuð, en framboð

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.