Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.01.1933, Page 13

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.01.1933, Page 13
Félagsrit Sláturfélags Snðwlands 13 ótakmarkað á allskonar sáródýru kjöti. Raunin varð því sú, að í stað þess að nú þurfti að selja meira en áð- ur, seldist miklu minna það sumar, og urðu þvi miklar birgðir eftir til næsta árs. Svo kom haustið 1931, er feiknin öll bárust að af kjöti, sem engin leið var að koma í bærilegt verð, eins og það kom fyrir. Enn var þvi árætt að bæta töluverðu við niðursuðubirgðirnar, heldur en láta kjötið verða verð- laust, i þeirri von, að eitthvað rættist úr um sölu síðar, enda var það eina ráðið til að geyma kjötið óskemt. En hér fór á sömu leið. Kreppan var öllu harðari síð- astl. sumar en hið næsta á nndan, og salan varð enn minni en þá, og þó liafði verðið verið lækkað mikið síð- astl. vetur. Lélega kjötið, sem verið var að reyna að hjarga frá verðhruni, verður félaginu þannig til áfram- haldandi tjóns, en framleiðendurnir hafa fengið sitt bæri- lega verð fyrir það. Þrátt fyrir alt það kjöt, sem verkað var til útflutnings haustið 1931, soðið niður og sett í pylsugerð, var þó svo mikið frosið kjöt eftir óselt liér innanlands, að lán var, að ekki hlaust tjón af. Það, sem bjargaði var, að aðrir, sem selja hér frosið kjöt, voru búnir að selja upp nokkru áður en nýtt kjöt gat farið að koma á markaðinn, og gat félagið selt þeim það mikið, að alt frosið dilkakjöt var uppselt um mánaðamót júli—ágúst. Þó áttu aðrir þá eftir frosið kjöt af fullorðnu fé, og var það siðar «elt fyrir mjög lágt verð. Sumarið 1931 entist frosna dilkakjötið aftur á móti alt fram á haust, og var því litlu hægt að slátra það sumar. Bæði þessi sumur var saltkjöt á hoðstólum fyrir afar- lágt verð, ærkjöt alt niður í 25 krónur tunnan. Afleið- ing af þessu óslitna framboði af allskonar kjöti hefir orðið sú, að minna hefir selst af niðursuðu og enda einn- ig pylsum og farsi, sem kýrkjötið er helst notað í. Það er óneitanlega örðugt framundan núna, því að

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.