Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1942, Síða 6

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1942, Síða 6
30 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands I árslok 1941 eru sjóðeignir félagsins þar með orðnar samtals kr. 1.318.780.31. Vörur seldi félagið á lárinu fyrir rúmlega 6 miljónir króna. Eru gærur frá því liausti ekki meðtaldar, þar sem þær lágu óseldar um áramót. Sala Ullai'verksmiðjunnar Framtíðin er heldur ekki meðtalin. Til nýrra framkvæmda á árinu má telja það, að byggt var sláturhús á Hellu, keypt sláturhúsið á Rauðalælc og byggður skúr við húseignir félagsins í Reykjavík. Starfandi voru allar sömu starfsdeildir og áður. Niður- suða á kjöti og pylsugerð var með mesta móti. Sömu söluhúðir voru starfandi, og seldu þær vörur fyrir samtals kr. 2.065.365.38. Ekkert kjöt fná félaginu var flutt út á árinu. Ullarverksmiðjan Framtíðin starfaði á sama liátt og áður, — en seldi nú prjónavörur, band, lopa og kembingu fyrir rúinlega 126 þús. kr. hærri upphæð en næsta ár á undan. Félagsmenn í árslok eru taldir 2.139. Guðjón Jónsson kvaddi sér liljóðs og minntist á þá miklu erfiðleika, sem bændur hefðu átt við að stríða um sölu sláturfjár, áður en Sláturfélagið var stofnað, og hvern- ig það liefði stöðugt bætt aðstöðu bænda á félagssvæðinu, cg væri það fyrst og fremst að þakka hinni ágætu stjórn félagsins undir forystu Ágústs í Birtingaholti og hinna tveggja prýðilegu forstjóra, sem félaginu hafa veitt for- stöðu frá stofnun þess. Frekari umræður urðu ekki um starfsskýrsluna. 2. Reikningar félagsins: Forstjóri lagði fram reikningana, en þar eð þeir voru svo ítarlega skýrðir frá hans hendi á deildafulltrúafund- inum, voru þeir samþykktir umræðulaust með öllum greiddum atkvæðum. 3. Kosnir 2 menn í stjórn félagsins í stað Péturs Otte-

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.