Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1942, Qupperneq 12

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1942, Qupperneq 12
36 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands kemur allt fé, sem slátrað er hjá Sf. Sl., fram í fjártölunni, þar sem aðrar afurðir kindarinnar eru að jafnaði lagðar irm (gæra, mör og slátur) og lækkar þetta því meðalþyngd. Stærsta atriðið er þó ótalið, en það er, að 6—8 félagsdeild- ir, sem hafa rýrt sumarland og þrönga haga, færa meðal- þyngdina drjúgum niður. Þyngd mörs, sem inn liefir verið lagður 1907—41, er 0.52 kg. á hverja kind. f sambandi við það má geta þess, að allt tímabilið 1907— 41 hafa bændur tekið allmikið af mör úr fé sínu lil eigin nota, sér í lagi á fyrri árum félags- ins, og hin síðari ár, þegar slátrað er til útflutnings á ensk- an markað, fylgir nýrnamör kjötinu. Auk þess hefir litið af mör úr fé, slátruðu utan Rvíkur, verið lagt inn hjá Sf. Sl. Verð sláturs á hverja innlagða kind 1907—41 er kr. 1.08. Að það er ekki hærra, kemur til af því, að slátur úr fé, slátruðu utan Rvíkur, hafa ekki verið inn lögð fyrrum, svo að nokkuru nemi fyrr en 1941, einnig hafa bændur not- fært sér nokkuð af slátrinu úr fé sinu, sem slátrað hefir verið í Rvík. Meðalþyngd hverrar gæru er frá byrjun 2.66 kg. á hverja kind, eða miðað við kjötþunga 1:4.88, enda hefir gæru- þungi hin siðari ór verið reiknaður út eftir kjötþunga með hlutfallstölunni 1:5. Þegar litið er á þetta 35 ára timabil, er þess að minnast, að fyrstu starfsár félagsins var viðskiptakreppa og einnig á árunum eftir 1930, enn fremur tvö styrjaldartímabil, sem keyrði allt verðlag upp á við, en smærri verðsveiflur eða stöðugt verðlag á milli stökkanna. Meðalverð hverrar sauðkindar hefir verið: Niðurlagsverð á hausti 1907—41 ...... kr. 20.06% Gæruuppbætur 1931—40 ................ — 0.70%0 1907—41 ............................. kr. 20.77y2

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.