Eining - 01.08.1954, Side 2

Eining - 01.08.1954, Side 2
2 Eg sá í gær á unglingaregluþinginu, hver fengur var fyrir æskufólkið, að komast í snertingu við hinn hjartahlýja ágætismann dr. Richard Beck. Eg sá það í svip unglinganna, að minningin um það verður langlíf í hugum sumra þeirra. Eg minntist á það, að ég teldi bág- indi æskunnar nú eiga orsakir sínar í of miklu hóglífi, of auðsóttum verðmætum, of miklum peningaráðum. I því sam- bandi vil eg minnast á atvik, sem fyrir kom í gærkveldi. Svo sem ykkur er kunnugt, bræður og systur, eru þessi ungmenni, sem með mér eru, á skóla- ferðalagi sínu jafnframt því sem þau sækja þing Reglunnar. Vegna þessa læt ég ekkert tækifæri ónotað, sem verða megi þeim til fróðleiks og skemmt- unar. I gærkveldi fór ég með unglingana hér inn fyrir bæinn, til þess að sýna þeim hin einu jarðgöng, sem til eru á Islandi. Eg fór þetta svo síðla kvölds- ins, af því að mig langaði til að þau fengju jafnframt að sjá dýrð miðnætur- sólarinnar, sem einmitt er sýnileg á þess- ari leið um lágnættið, ef bjart er. En við vorum nú svo óheppin að ský huldu okkur sólarsýn um lágnættið. En börn- in fengu samt í ferðinni reynslu, sem eg tel nokkurs virði. Er við héldum heim á leið aftur, sáum við fyrir neðan veginn einn hinn hrörlegasta mannabústað. Bif- reiðarstjórinn nam staðar og sagði: „Krakkar, langar ykkur ekki til þess að heimsækja hann Berg gamla. Eg sé, að hann er þarna úti“. (Þess skal getið, að Bergur gamli er einsetukarl, sem býr þarna í þessum hrörlega kofa. Ekki eru húsakynni hans svona hrörleg né að- stæður svo þröngar, af því að skort hafi boð um betri húsakost og aðbúð, en gamli maðurinn vill nú hafa þetta svona. Hann á fáeinar kindur og hefur eitthvað af görðum og á þessu lifir hann að mestu leyti, stoltur í sínu ,,óðali“, og vill enga hjálp þiggja, en góðviljað fólk annazt um að hann sé þrifinn, þegar þess er nauðsyn. Unglingarnir tóku þessum orðum bifreiðastjórans með fögnuði og þustu út úr bifreiðinni. Bifreiðarstjórinn kall- aði til gamla mannsins: „Bergur, mega börnin ekki heimsækja þig?“ Gamli maðurinn veifaði glaðlega og galt jáyrði við spurningu bifreiðarstjórans. Unglingarnir þutu niður brekkuna og voru brátt komin að kofa gamla manns- ins, sem tók þeim opnum örmum. — Hann bauð þeim inn í ,,óðalið“ sitt, hinn lágreista og fátæklega kofa, með stolti og ánægjubrosi þess manns, sem á allt, sem hugurinn girnist. Heimsókn- in var stutt, með gleði og brosi var kvaðzt, og gamli maðurinn bauð ungl- ingana velkomna aftur sem fyrst. Og við héldum af stað aftur. Unglingarnir sögðu nú sitt á hvað um hin fátæklegu húsakynni og því um líkt. Sum töluðu um, hvað unnt væri að gera til að gleðja Æskulýðsþáftlur Einu sinni var ungur maður, er stund- aSi nám viS <zðri skóla. Hann bjó einn sér í herbergi sínu.. Hann átti kærustu. Hún var ung, falleg og góð stúlka, eins og margar ungar stúlkur eru. fJnga manninum sóttist námið seint og hann fékk ekki góðan vitnisburð. — Þetta hryggði kœrustu hans, og hún hugleiddi ráð til að hjálpa honum. Svo var það dag einn, að hún gekk að heimsœkja hinn unga vin sinn. Er hún kom inn í herbergið, tók hún eftir því fyrst af öllu, að á þiljunum hengu leiðinglegar og nœstum ósiðlegar mynd- ir. Hún undraðist þetta. Gat það verið, að hugur vinar hennar vceri bundinn einhverju slíku? Hugsaði hann um eitt- hvað þess háttar? Og hví hafði hann valið sér svo leiðinlegar myndir? Þcer voru ekki hollir félagar. Það þóttist hún skilja. Unga stúlkan var eins hyggin og hún var góð, og hún minntist ekkert á þetta við kcerastann sinn, en var alúðleg við hann sem áður. Svo fór hún og keypti yndislega Kristsmynd í fallegri umgjörð og fcerði unga manninum hana nokkru síðar. Auðvitað setti hann myndina á vegg- þenna gamla einbúa. En mest var nú, heyrðist mér, undrun æskunnar yfir því, hve glaður og sæll hann Bergur gamli var í allri sinni fátækt og einfald- leik. — Þá skyldi eg fyrst, að þessi heimsókn hafði verið stórgróði fyrir unglingana. Mér kom í hug sagan um austur- lenzka höfðingjann, sem átti aðeins eina úrbót meina sinna, sem sé þá, að fara í skyrtu af manni, sem væri algerlega ánægður. — Æsku, sem búin er að glata hæfileikanum þeim, að gleðjast af litlu, hæfileikanum þeim, að finna, að leggur og skel eru auðæfi, og sóley og fífill í varpa gefa sælu og unað. Æsku, sem er að sökkva í bágindi vegna of- gnótta á ýmsum sviðum, henni er hollt að koma í kofann hans Bergs við veginn og læra þar. Meginþorra íslenzku þjóð- arinnar væri sönn þörf að koma í kof- ann hans Bergs við veginn og læra þar hina dýrmætu speki nægjuseminnar. Bræður og systur. Guð gefi okkur náð og mátt til þess, að geta orðið sann- ir bræður og systur og bjargvættir, ís- lenzkrar æsku, sem er í bráðum voða af bágindum velgengninnar. Guð gefi reglu vorri sigur. EINING inn hjá sér. Myndin var fcdleg, hún var gjöf frá kcerustunni, og einnig vissi ungi maðurinn, að Kristur var sannasti og bezti mannvinurinn. En nú gerðist nokkuð sérstakt. Ungi maðurinn kunni ekki við myndirnar á þiljunum hjá sér. Þar var komið mikið ósamrœmi. Kristmyndin átti ekki heima hjá hinum. Átti hann að taka hana burt? Nei, hann tók hinar myndirnar burt. — Þegar kcerastan hans kom ncest, voru allar leiðinlegu og Ijótu myndirnar horfnar. Hvað haldið þið, ungu vinir, að ungi maðurinn hafi séð í Ijótu og leiðinlegu myndunum? Ekkert uppörfandi né fallegt. Nei, þcer voru ekki hollir félagar. Hvað haldið þið að hann hafi séð í Kristsmyndinni? Þar gat hann ekki séð annað en mannást, hreinleika og hina fegurstu fyrirmynd. — Þar var hetjan, þar var mannkostamaðurinn, vinurinn, leiðtog- inn, og þar var sigurvegarinn. Myndir af mestu mönnum heimsins eru góðir félagar, en bezt er að eiga myndir þeirra grópaðar í huga og hjarta. Ef hin hreina og fagra Kristsmynd — myndin af lífi hans er greipt í hjörtu okkar, þá víkja þaðan á brott allar Ijót- ar myndir, allar Ijótar hugsanir. En það eru einmitt Ijótar hugsanir, hcettu- legir félagar og skaðlegar fyrirmyndir, sem leiða óreynda œskumenn út á braut- ir ógczfu og þjáninga. Ungur sveinn eða svanni getur ekki valið sér betri sálufélaga en meistarann sjálfan. Hann er umburðarlyndur og vczgur í dómum. Hann veit, að mann- anna börn eru veik. Hann kastar ekki steinum að hinum seka. Hann réttir honum vinarhönd, styður hann og leið- ir á veg hamingjunnar. Kristur er ekki nöldursamur. Nei. Hann segir, að yfir okkur vaki ástríkur faðir í himnunum, sem vilji veita okkur „vonarríka fram- tíð“. Hann bendir okkur á blóm vallar- ins og fugla himinsins, og hvetur okkur til að lifa áhyggjulausu lífi í guðstrausti, og njóta tilverunnar eins og blómin og frjálsu fuglarnir, og gleðjast við allar hinar hollu og góðu gjafir lífsins, eins og blómin fagna sólargeislunum. Kristur kallar ekki hátt, eins og hinir mörgu, sem lofa öllu fögru, hann birtir ekki ginnandi auglýsingar, en hann svík- ur engan. Vinátta hans er örugg og for- dæmi hans er vegur lífsins. t ♦ f f

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.