Eining - 01.08.1954, Síða 11

Eining - 01.08.1954, Síða 11
V EINING 11 Frá fyrsta bindindisfrceSslu námskeiði á íslandi. Fremri röð frá vinstri: Helga Þorgilsdóttir, yfirkennari, Ingimar Jóhannesson, fulltrúi fræðslu- málastjóra; Erling Sörli, skrifstofustjóri í Osló; Brynleifur Tobiasson, áfengisvarnaráðunautur; Helgi Tryggvason, kennari, Rvík, Eiríkur Sigurðsson, ykirkennari, Akureyri. — Aftari röð frá v.: Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri, Tungu, Skutulsfirði, Sigurgeir Albertsson, trésmíðam., Rvík, Pálmi Jósefsson, skólastjóri, Rvík, Sigurður Gunnarsson, skólastjóri, Húsavík, Frímann Jónasson, skólastjóri, Kópavogi; Kári Arnórsson, kennari, Hafnarfirði, Jón Gunnlaugsson, stjr.fulltrúi; Oscar Clausen, formaður áfengisvarnanefndar Reykjavíkur, Guðvin Gunnlaugsson kennari Svalbarðseyri. áhrifamikil á þessum árum, hvort sem hún er góð eða vond. Þá er það hin fjárhagslega hlið. Að vísu fer mikið af fé, sem greitt er fyrir áfengi í ríkissjóðinn. En oft má þetta fé ekki missast frá afkomu heimilanna. Og margir eru útgjaldaliðirnir í þjóðfélag- inu, sem stafa frá áfengisnautninni. Norskur hagfræðingur hefur reiknað út að margir áfengisneytendur noti 15 % af tekjum sínum fyrir áfenga drykki. Hann hefur einnig samið töflu yfir út- gjöld eins heimilis í Noregi og lítur hún þannig út: Matvörur................... 27,9% * Föt og skór.............. 18,2% Útgöld vegna heimilis .... 11,1% Húsaleiga, ljós og hiti .... 9,3% Drykkjarvörur og tóbak . . 8,5% Ferðalög.................... 6,0% Persónuleg þægindi.......... 4,8% Menningarleg útgjöld (Leikhús, kvikm., bækur) 3,9% Ýmislegt................... 10,3% I þessari töflu er það sérstaklega at- hyglisvert, að liðurinn til andlegrar upp- byggingar, 3,9%, er meira en helm- ingi lægri en sá, sem gengur fyrir nautnameðul, 8,5%. Ekki er það hag- stætt menningarlegri uppbyggingu. — Hvernig skyldi svipuð tafla líta út hér á landi? Þessi sami hagfræðingur hefur gert tilraun til að reikna út tekjur og gjöld norska ríkisins vegna áfengisnautnar árið 1952. Það ár var selt áfengi í Noregi fyrir 643 milljónir króna. — Af þessari upphæð fékk ríkið 384 milljón- ir, en 259 milljónir gengu í ýmis konar kostnað. Það ár var alls varið 15 millj. króna til að draga úr skaðsemi áfengis- nautnar og hagfræðingurinn reiknar með að minnsta kosti 259 millj. króna í vinnutap og rýrnun framleiðslu. — Er þá eftir vaxtatap af þessu fé og þeir starfskraftar, sem unnið hafa að áfengis- framleiðslunni og teknir hafa verið frá öðrum framleiðslustörfum. Þá eru það áhrifin á heimilin. — I mörgum tilfellum veldur hver brenni- vínsflaska, sem keypt er, minni mjólk og aðrar hollar fæðutegundir handa heimilinu. En lélegra fæði handa börn- um veldur verra heilsufari. Vinnutap beint vegna áfengisnautnar og aukinna sjúkradaga er mjög mik.ið. Hagfræð- ingur hefur reiknað út, að vinnutap vegna áfengisnautnar nemi 2 milljónum vinnudaga á ári í Noregi. Áfengið or- sakar líka lögbrot og fangavist. Auk þess fjölda umferðaslysa. — Þegar öll kurl koma til grafar er ekki hagur held- ur mikið þjóðfélagslegt tap á áfengis- framleiðslunni. Hagfræðilegar töflur sýna, að áfengis- nautn veldur óhamingjusömum heimil- um, að í þeim fjölskyldum fæðast fleiri börn utan hjónabands og hjónaskiln- aðir eru algengari en annars staðar. — Þá eru afbrot alltaf samfara áfengis- nautn og meiri hluta þeirra af þeim ástæðum. Þessi erindi voru flutt á námskeiðinu: Erling Sörli: Áfengismálið frá siðrænu- og uppeldislegu sjónarmiði, tvö er- indi. — Áfengið og þjóðfélagið, tvö erindi. — Bindindisfræðsla í skólum, fjögur er- indi. Kristján Þorvarðsson, læknir: Um eðii og áhrif áfengis. Alfreð Gíslason, læknir: Krónisk of- drykkja og afleiðing hennar. Níels Dungal, prófessor: Tóbaksnautn og skaðsemi hennar. Brynleifur Tobiasson: Áfengislöggjöfin íslenzka og bindindisstarfsemin á Is- landi. Jón Oddgeir Jónsson: Samband áfengis- nautnar og umferðarslysa. Esra Pétursson, læknir: Áfengi og slysa- hætta. Alls komu 30 þátttakendur á nám- skeiðið, en ekki tóku þeir allir þátt í öllu námskeiðinu. I sambandi við námskeiðið fór fram aðalfundur Bindindisfélags kennara. Var þar einkum rætt um bindindisfræðsluna í skólunum. Þá var gerð sú lagabreyt- ing, að nemendum Kennaraskólans var heimilað að gerast aukafélagar. I stjórn voru kosnir: Hannes J. Magnússon, formaður. Helgi Tryggvason, varaformaður. Jóhannes Óli Sæmundsson, ritari. Kristinn Gíslason, gjaldkeri. Eiríkur Sigurðsson, vararitari. Þeir Brynleifur Tobiasson og Þórður Kristjánsson báðust eindregið undan endurkosningu. Eiríkur Sigurðsson ritari. Til viðbótar framanskráðu hefur blað- ið fengið eftirfarandi línur hjá áfengis- varnarráðunaut, Brynleifi Tobíassyni: I lok námskeiðisins hélt stjórn BÍK og nokkrir þátttakendur Erling Sörli kaffisamsæti, og þökkuðu menn hinum góða gesti komuna og starfið, sem hann hafði leyst af hendi hér þessa daga. — Það var merkilegt brautryðjendastarf. Sörli þakkaði fyrir og kvaðst hverfa héð- an með góðar minningar frá samstarf- inu hér, þó að fámennt hefði stundum verið í salnum. Einn ræðumanna benti á það, að upp frá þessu myndi verða námskeið árlega hér á landi í bindindis- fræðum. Hér væri hafið gott og merki- legt starf. Námskeiðið sóttu kennarar úr öllum fjórðungum landsins, nema úr Austfirðingaf j órðungi. Mikill áhugi kom fram á námskeið- inu um vaxandi bindindisfræðslu í skól- unum. Skýrði Brynleifur Tobiasson frá því, að væntanlega myndi koma út handbók fyrir kennara um bindindis- fræðslu einhverntíma næsta vetur. Þá gat hann þess, að kvikmyndir væri nú í eigu fræðslumálastjórnarinnar, þær er vel fallnar væri til sýningar skólafólki til vakningar og fræðslu um bindindi, og yrði nú keypt enn ein mynd í viðbót, sú er Erling Sörli sýndi á námskeiðinu. — Mikilsverð er fræðsla um skaðsemi og spillingu þá, er áfengisnautnin hefur í för með sér, en mest áhrif á ungling- ana til bindindis er fagurt fordæmi kenn-

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.