Eining - 01.08.1954, Síða 12

Eining - 01.08.1954, Síða 12
12 EINING MERKLR FÉLAGSSKAPLR Eftir Esra lœkni Pétursson. Hin ágæta íslenzka þjóð neytir minnst áfengis allra þeirra þjóða, sem siðmennt- aðar eru taldar. I þessu er fólginn styrk- ur hennar. Hér á landi er áfengisneyzl- an árlega hálfur annar lítri af 100% vínanda, á hvert mannsbarn. (Þetta samsvarar um það bil 5—6 brennivíns- flöskum). A Norðurlöndum og Bret- landi er áfengisneyzlan 3 til 5 Vz lítri af 100% vínanda. I Bandaríkjunum er hún 8V2 og í vínlandinu góða, Frakk- landi, er hún 37 (á hvern fullvaxta mann). Alkoholistar eru fleiri þar en í nokkru öðru landi, eða 22 af þúsundi. Hér á landi eru þeir 6 af þúsundi, ef miða má við tölu Áfengisvarnarnefndar Akr •ness árið 1950. Sennilega er það nokkuð hátt reiknað, en það eru hinar einu tölur, sem til eru um þessi mál hér á landi. Samkvæmt tölum nefndarinnar virðast 83 af hundraði vera bindindis- samir, ef reiknað er með öllum íbúum kaupstaðarins. 15 af hundraði bragða aðeins vín, en mjög lítið. Þeir, sem drekka töluvert, eru rúmlega 1 og of- drykkjumenn eru sem fyrr segir 0,6 af hundraði. Þó að stúkustarfsemi standi með miklum blóma á Akranesi, má samt gera ráð fyrir, að meira sé drukkið þar í kaupstaðnum en út um sveitir lands- ins, en hins vegar ef til vill aðeins minna en í Reykjavík. Það getur aldrei skeik- að miklu, þó að tölurnar séu lagðar til grundvallar fyrir allt landið, á meðan aðrar tölur eru ekki fáanlegar. Með miklum líkum má því gera ráð fyrir, að það séu aðeins 17% af þjóð- inni, sem neytir nokkurn tíma víns, og þar af í hæsta lagi 2% allverulega. Þetta er mjög góð útkoma, og til sóma fyrir land og þjóð, og mætti vera öðrum þjcðum til fyrirmyndar. Hverjum ber nú heiðurinn? Þau öfl, sem unnið hafa gegn áfengisnautn eru aðallega ferns konar. í fyrsta lagi góð- templarar, í öðru lagi einstakir menn, í þriðja lagi nokkrir fámennir trúflokkar, arastéttarinnar. — Kennaraþing var haldið 8.—11. júní. Menntamálaráð- herra bauð þinginu í ráðherrabústaðinn til síðdegis kaffidrykkju. Enn fremur hafði Reykjavíkurbær boð inni fyrir þá, og í báðum þeim boðum voru gestirnir lausir við ágang af freku framboði áfengra drykkja. Þar var ekkert áfengi á borðum, og var það vissulega til fyrir- myndar, og kunni meirihluti kennar- anna, er þarna voru staddir, áreiðan- lega að meta það. og í fjórða lagi örfáir læknar, og það þó aðeins á síðustu árum, að tveimur undanteknum, þeim Vilmundi landlækni og dr. Helga Tómassyni, sem báðir hafa starfað lengi að þessum málum. Sést af þessu, að þó að templarar hafi barizt manna mest og öflugast gegn áfenginu, hafa þeir þó ekki verið einir um hituna. Vafalítið má samt þakka stúkunum mest þenna glæsilega árang- ur Islendinga í áfengismálum. Fyrsta svöðusárið, sem templarar veittu Bacc- husi konungi, var bannið árið 1915, og lá við borð að það yrði hans bana- mein hér á landi. En þótt þeir kynnu Bsra Pétursson. að sigra, þá kunnu þeir ekki að vernda friðinn. Vegna þess, að þeir voru ekki nógu harðvítugir og staðfastir, tókst þeim 17 prósentum, sem neyta áfengis að fá bannið afnumið aftur árið 1935, með því að beita blekkingum og áróðri. Eftir afnám bannsins rönkuðu templ- arar samt við sér og tókst að halda í horfinu með því að beita sér fyrir því, að áfengisútsölurnar yrðu hafðar sem fæstar, og barar og áfengisauglýsingar væru bannaðar. Nú síðast hafa þeir beitt sár nokkuð fyrir héraðabönnum og fengið afnumin öll vínveitingaleyfi. Allt eru þetta raunhæfar aðgerðir og hinir einu, sem að nokkru verulegu haldi koma. Eftir því sem hömlurnar eru meiri þeim mun betra verður ástand- ið. Eftir því sem frelsið er meira, eins og í Frakklandi, þar sem sérhverjum landeiganda er leyfilegt að brugga, versnar ástandið. í vínfrelsislandinu, Bandaríkjunum, telja hinir löglegu áfengisframleiðendur sjálfir, að meira sé bruggað af ólöglegu áfengi en lög- legu. Þó að þetta magn sé lagt saman við hið löglega áfengi, komast Banda- ríkjamenn ekki í nema 17 lítra á mann, miðað við 37 í Frakklandi, þar sem að heita má að öll bruggun sé algerlega frjáls. Jafnvel þó að gert væri ráð fyrir að hér á landi væri smyglað inn og bruggað jafnmikið af ólöglegu áfengi eins og flutt er inn af löglegu áfengi, komast Islendingar samt ekki nema í 3 lítra á mann. Fæstir munu álíta að svo mikið sé smyglað og bruggað hér á landi, þó að sennilega sé það töluvert meira magn en á bannárunum, enda mun hægara um vik í hinu prýðilega skjóli hins löglega áfengis. Allar eiturlyfjanautnir eru þjóðfélags- leg en ekki læknisfræðileg vandamál. Það er alls staðar snúizt eins gegn þeim öllum; með banni og ströngu eftirliti með því, að slíkum lögum sé vel fram- fylgt, að viðlögðum þungum sektum og refsingum, eins og vera ber. Áfengi er, lyffræðilega séð, sterkt sellu- og tauga- eitur, og áfengisnautn er eiturlyfjanautn. Það er ekki einu sinni stigmunur á alko- holisma, cocainisma, morfínisma eða svefnlyfanautn. (Til samanburðar fyrir þá, sem ennþá muna eftir stofnun Fé- lags Raunsærra áfengisneytenda í Reykjavík (skammstafað FRÁ, samkv. Speglinum), er fróðlegt að geta þess, að nýlega hefur verið stofnað Félag Raunsærra Ópíumreykjenda í Singa- poore (skammstafað FRÓ), sem hefur það markmið að reyna að fá bann við ópíumsölu afnumið í nafni „mannúðar og miskunnsemi". Lögreglan þar er farin að gera svo þráfaldlegar árásir á hin ólöglegu ópíumgreni, að reykinga- mennirnir geta ekki hafzt þar við í friði lengur. Það er skoðun margra merkustu vís- indamanna og lækna (Karl M. Bow- mann og fleiri) að alkoholistar séu upp- runalega hvorki með fleiri geð- né lík- amsveilur, né heldur sjúkdóma en al- mennt gengur og gerist. Þeir eru hrein- lega ofdrykkjumenn en ekki áfengis- sjúklingar. Hins vegar verða allir of- drykkjumenn haldnir ýmsum geðveil- um, þegar eiturlyfjanautnin er komin á hátt stig, sbr. Harvey, og allir vita, að þeir eru geðveikir á meðan þeir eru ofur- ölvi. Geðveiki hverfur samt þegar af þeim rennur, og geðveilurnar geta einn- ig horfið smátt og smátt, ef þeir hætta að drekka. Að ósi skal á stemma. Þetta hafa góð- templarar alltaf vitað og barizt fyrir með hinum þjóðfélagslegu aðgerðum sínum. En auk þessa mikilisverða árangurs þeirra, hafa þeir komið miklu góðu til leiðar með margþættri félagsstarfsemi sinni, ásamt hjálp, aðstoð og björgun fjölda einstakra ofdrykkjumanna og fjölskyldna þeirra. Dæmin eru alþjóð kunn. Það á að banna áfengi alveg eins og ópíum, morfín og svefnlyfjanautn. — Þetta hafa góðtemplarar alltaf vitað og barizt fyrir.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.