Eining - 01.08.1954, Blaðsíða 10

Eining - 01.08.1954, Blaðsíða 10
i 10 EINING Námskeið í bindindisfrœðslu Dagana 10.—14. júní s. 1. fór fram námskeið í bindindisfræðslu á vegum Bindindisfélags kennara. Formaður fé- lagsins, Hannes J. Magnússon, skóla- stjóri setti námskeiðið og stjórnaði því, unz hann fór af landi brott, en þá tók við stjórn þess Brynleifur Tobiasson, áfengisvarnaráðunautur. Námskeiðið var í Templarahöllinni, Fríkirkjuvegi 11, Reykjavík. I reglugerð um bindindisfræðslu frá 1936 er svo ákveðið, að bindindis- fræðsla skuli fram fara í öllum skólum, en í reyndinni er hún mjög lítil. Þarf hún að byggjast upp frá rótum. En til þess vantar ýmsar handbækur. Verið er að rita handbók handa kennurum í þessu efni, en þá vantar stutta lesbók með myndum og línuritum, handa börn- um. I sambandi við þetta er nauðsyn- legt að fram fari í Kennaraskólanum leiðbeiningar um tilhögun bindindis- fræðslu. Aðalleiðbeinandi námskeiðsins var Erling Sörli, skrifstofustjóri, frá Oslo. En hann hefur mikla reynslu í að stjórna slíkum námskeiðum í Noregi. Á nám- skeiðinu voru flutt erindi og voru um- ræður um flest þeirra. Þá voru sýndar tvær kvikmyndir, sem notaðar eru við bindindisfræðslu hjá frændþjóðunum á Norðurlöndum. I fyrsta erindi sínu vék ræðumaður að hinni uppeldislegu hlið. Taldi hann hana mikilvægari en þá fjárhagslegu, því að áfengisnautnin brýtur niður sið- ferðisþrek og manndóm. Samkvæmt amerískum rannsóknum eru 40% af ofdrykkjumönnum heilbrigðir, er þeir byrja að drekka. Aðrir meira og minna andlega sjúkir. Venjulega hefst áfengis- nautn fyrir 25 ára aldur. I fangelsi einu í Osló kom það í ljós, að 70% af föng- unum byrjuðu áfengisnautn fyrir 20 ára aldur og 90% þeirra fyrir 25 ára ald- ur. Af þessu má ráða, hve mikilvægt það er, að geta verndað æskulýðinn fyrir áfengisnautn. Fræðslan í skólun- um er því mikilsverð í þessu efni. En þó að hún sé mikilvæg, er þó hitt enn mikilvægara, að skólarnir geti stutt að heilbrigðum skapgerðarþroska æsku- manna, svo að hún sé fær um sjálf að velja heilbrigðar leiðir, en láti ekki aðra leiða sig út í skaðlegar nautnir. Það þarf að glæða viljann til þess góða og efla ábyrgðartilfinninguna. Annað erindi Erlings Sörli fjallaði um áfengisnautn frá siðrænu sjónarmiði — Taldi hann ekki hægt að mæla áfengis- nautn bót frá siðrænu sjónarmiði, því að hún gerði mennina hvorki betri né hamingjusamari. Ofdrykkjan og afleið- ingar hennar eru í fullu ósamræmi við hina kristnu siðfræði. En menn greinir á um hófdrykkjuna. Meðmælendur hennar segja, að það þurfi sterkari skapgerð til að neyta áfengis í hófi en að vera í bindindi. En þetta er vafasöm fullyrðing. Oft þarf sterkari vilja til að neita en að láta leið- ast með öðrum. I öðru lagi halda áhang- endur hófdrykkjunnar því fram, að áfengisnautnin létti lífsbaráttuna. Eitt- hvað getur verið til í þessu á vissu stigi. En þegar neyzlan eykst, kemur dýrið í manninum skýrar í ljós. I þriðja lagi er það talið áfenginu til gildis, að það geri menn glaða og ófeimna á skemmtunum. En þessi skoðun hefur gengið frá kyn- slóð til kynslóðar og því trúa menn þessu. En eitt er víst. Hófdrykkjan er aldrei hættulaus. í gegnum hana liggur leiðin til ofdrykkjunnar. Er hægt að mæla áfengisnautn bót frá siðrænu sjónarmiði? Er það rétt að neyta drykkjar, sem skemmir líkamann og setur skapgerð manna í hættu? Er hægt að mæla því bót að valda öðrum erfiðleikum með áfengisnautn? Frá sjónarmiði þjóðfélagsins verður að svara þessum spurningum neitandi. Áfengisnautnin tefur fyrir eðlilegri þró- un þjóðfélagsins. Þá flutti ræðumaður tvö erindi um áfengið og þjóðfélagið. Taldi hann heim- ilið fyrirmynd þjóðfélagsins. En þjóð- félagið á að stuðla að hamingju allra. Margt er það, sem stuðlar að áfengis- nautn. Fjárhagslegir erfiðleikar, óham- ingjusöm hjónabönd, léleg húsakynni o. fl. Skaðsemi áfengisnautnar blasir víða við börnum og mörg þeirra verða að líða margvíslega hennar vegna. Þau eiga kröfu á því, að fá að vita satt og rétt í þessu efni. Sú fræðsla á að fara fram í skólunum. Margir piltar eru fullir mótþróa gegn viðteknum reglum á vissu aldursskeiði. Það er orsök þess að margir lenda þá í slæmum félagsskap og fá þar óheppilega fræðslu um áfengið. Fyrirmyndin er 4 4 Þá er að minnast á viðhorf ríkissjóðs. Upp á það má heimfæra þessa ágætu þjóðsögu: — Bóndi bjó með konu sinni fyrir norðan. Hann var fátækur mjög. A bænum var tík, er gaut mórauðum hvolpi. Bóndi ól hann upp og hafði fyrir smalahund. Hvolpinum var gefið stekkjar- lamb, og var það gimbur. Móri varð svo fésæll, að ekkert missti hann, en fé það, er honum var eignað, tímgaðist vel, svo að tvö höfuð sem menn segja, voru á kindum hans, og gekk þetta til þess, að Móri hafði eignazt allt féð, og búið var orðið hans eign, og köiluðu menn hann því ríka Móra, að nú var komin auðleg í stað örbirgðar á heimilinu. Svo mikið kvað að þessu dálæti á Móra, að þegar mönnum var matur borinn eða annar greiði gerður eða nokkuð úti látið og hjónunum var þakkað fyrir, mæltu þau, að ekki skyldi þakka sér, heldur honum ríka Móra. Einhverju sinni var biskup á vísitasíuferð sinni og kom á þennan bæ. Var honum og mönnum hans gerð veizla og borinn matur í trogum, kútar voru í flösku stað og askar fyrir staup. Að endaðri veizlunni þakkar biskup þeim hjónum greiðann, en þau mæltu að vanda, að ekki skyldi þakka sér, heldur ríka Móra, sem ætti allt búið. Biskup spyr hvort það sé maður, en þau segja að það sé rakki sinn. Biskup kvað eigi mætti minna vera en hann fengi að sjá þann, er veitt hefði, og þakka eigi. Þau kváðu það vel komið. Er þá gengið út á haug, og liggur þar þá kvikindi eitt heyrnar- og sjónlaust, óræsti mikið, í einum flókabendli og afgamall. — Þá er biskup hefur litið á hundinn um stund, mælti hann til sveins síns: „Sér þú þrælinn?“. Sveinninn rak þá stígvélin í haus Móra, svo að heilinn lá úti. En eftir það, að Móri var dauður, brá svo við, að allt gekk af þeim hjónum og loks dóu þau úr eymd og volæði.-------- Sagan endurtekur sig. Þjóðin hefur nú um skeið haft sinn ríka Móra og beðið alla að þakka honum veittar velgerðir. Og margir eru hræddir um að eins fari nú eins og forðum, að sé Móra lógað, þá muni þjóðin veslast upp úr eymd og volæði. Það er ákaflega spámannlegt sjónarmið. Mörg fleiri sjónarmið koma hér einnig til greina. Reykjavíkur- bær gæti t. d. gefið allófagra lýsingu á því hvert afráð hann hefur goldið vegna eldis ríka Móra. Áfengislögin nýju, sem seinasta Alþingi samþykkti, eru ekki líkleg til þess að reynast betur né verða langlífari en lögin frá 1935. Þess vegna er kominn tími til þess um leið og hin nýju lög koma til framkvæmda, að fara að undirbúa næstu löggjöf um þetta efni. Það verður að gerast á þann hátt, að safnað sé upplýsingum um þau hervirki, sem áfengið gerir í landinu, og eins ber að at- huga hitt, hvaða gagn þjóðin hefur af áfengisneyzlu. Það verður að sjást svart á hvítu hvernig við stöndum. Og þá verður að taka tillit til allra þeirra sjónarmiða, er hér var drepið á og margra fleiri. ,,A benegter fakta“. Einstaka manni er trúandi til að gera það, en ekki Alþingi sjálfu.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.