Eining - 01.08.1954, Side 3

Eining - 01.08.1954, Side 3
EINING 3 ♦ STÓRSTÚKUÞINGIÐ landi og að Hvanneyri og flutti erindi í þeim öllum. Þá starfaði hann í nágrenni Reykjavíkur, suður með sjó, og einnig allmikið í Reykjavík, tók virkan og ágætan þátt í kvöldvökum stúknanna í Reykajvík og þingstúkunnar, og öðru útbreiðslustarfi, flutti erindi á stúku- fundum, hvarvetna af röggsemd og áhuga. Laugavatnsskólann heimsótti Hagalín einnig. Það féll í hlut Isfirðinga að taka á móti 45. þingi Stórstúku Islands. — Þingið var háð dagana 10. til 14. júní s. 1. Fulltrúarnir tóku sér flestir far að sunnan með m.s. Heklu. Þar fór vel um mannskapinn og veður var dásam- lega fagurt og hagstætt. Skipið kom laust fyrir miðnætti til Patreksfjarðar. Kauptúnið þar býður jafnan af sér góð- an þokka. Það er þrifalegt og vingjarn- legt. — En þegar til Bíldudals kom síðari hluta nætur, hafði nýrisin morgun- sólin klætt fjöll og dali, engjar og tún og allt byggðarból í ,,gull og glans“. Eg stóðst ekki mátið, klæddist og gekk á land til þess að veita dýrðinni lotningu mína. Hvílík heilsulind, slíkar stundir! Kyrrð, dýrð, unaður! Og fallegir voru firðirnir báðir, Dýra- fjörður og Önundarfjörður, þenna yndis- fagra sólskinsdag. Til ísafjarðar kom skipið um nónbil og hófst stórstúku- þingið skömmu síðar. Af ýmsum ástæð- um var þing þetta fámennara en oft áður. Fulltrúar voru 52, en auk þess nokkrir gestir. Þar á meðal einn mjög kærkominn, dr. Richard Beck, prófessor, er flutti við þingsetningu kveðju frá Vesturheimi, en málflutningur hans er alltaf slíkur, að hann er runninn frá hlýju hjarta mannvinar, sem ann af heilhug öllum sönnum menningarmál- um, og ná orð hans því til hjartna áheyr- endanna. Isfirðingar höfðu fagnað komu hans, og er hér birt á öðrum stað í blað- inu kvæði, er honum var flutt þar í sam- sæti. Þinginu stjórnaði stórtemplar, Björn Magnússon, prófessor. I sambandi við þingið fór fram að kvöldi þess fyrsta dags guðsþjónusta í kirkju Isafjarðar- kaupstaðar. Prestur staðarins, séra Sig- urður Kristjánsson, þjónaði fyrir altari, en ræðuna flutti séra Jón Ólafsson, prestur í Holti í Önundarfirði, og sagðist honum vel. Á fyrstu fundum þingsins voru rædd- ar skýrslur embættismanna stórstúk- unnar, en þær eru allyfirgripsmiklar, rúmar 100 blaðsíður í venjulegu broti þingtíðindanna. Þar af er skýrsla stór- templars 37 blaðsíður. Er þar gerð grein fyrir ýmsum þáttum Reglustarfsins, líkt og undanfarið, en jafnan eru þar ein- hver nýmæli. Áfengismálin hafa verið ofarlega á baugi hjá þjóðinni undan- farið ár, mjög umdeild áfengislöggjöf, ný af nálinni, og mjög umdeild héraða- bönn. Starfsemi bindindismanna er ávalt töluvert umfangsmikil, en árangurinn verður auðvitað samkvæmt því, er við má búast í mannheimi, þar sem öll menning er umsvifalaust limlest, en valdagræðgi og ágirnd situr í hásæti og matar krókinn á því að vefja um fing- ur sér gjálífum, nautnasjúkum og skammsýnum lýð. Hugsjón kristinna manna og bindindismanna hefur jafn- an átt að sækja gegn ægilegu ofurvaldi, sem fyrr og síðar hefur leitt blóð og böl yfir ógæfusama jörð. Norræna bindindisþingið s. 1. sumar var mikill og merkur viðburður í bind- indissögu landsins. 70 ára afmæli Regl- unnar á íslandi var einnig töluverður viðburður. * * * Guðmundur G. Hagalín rithöfundur var í þjónustu stórstúkunnar fimm mán- uði s. 1. vetur og ferðaðist þá um Suður- lands umdæmið. Allítarleg skýrsla hans er einn þátturinn í skýrslu stórtemplars. Hagalín fór austur um Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafells- sýslu og heimsótti þar marga staði, suma oftar en einu sinni, heimsótti stúk- ur þær sem þar eru starfandi og hressti upp á þær eftir föngum, flutti erindi og átti tal við menn víðs vegar. Einnig fór hann til Stykkishólms, Ólafsvíkur, í Borgarnes, og víðar í þessum sýslum, heimsótti skólana í Reykholti, Varma- * * * Skýrsla löggæzlumanns stórstúkunn- ar, Haraldar S. Norðdahl, fjallar mjög um áfengislöggjöfina nýju, en um vín- veitingaleyfi, áfengissölu og áfengislaga- brot segir í skýrslunni þetta: „Vínveitingaleyfi í Reykjavík síðustu fjögur ár: 1950 rúml. 1100 og Hótel Borg. 1951 — 903 — — — 1952 — 853 — — — 1953 ríkisstjórnin og gestir hennar. Áfengissalan eykst. Áfengissalan óx á síðasta ári allveru- lega á flestum víntegundum. Má ætla, að sæmilegur efnahagur manna eigi hér í nokkurn þátt. Veizlur eru margar og ekki allar þurrar. Enn fremur er það sagt, að dýrara áfengi hafi verið keypt síðastliðið ár en undanfarið. Að verði hefur aukningin numið á 13. milljón króna. I öllum útsölum verzlunarinnar hefur salan aukizt, nema í Vestmannaeyjum, þar hefur hún minnkað um tæpa hálfa millj. kr. Veldur nokkru um að verzl- uninni var lokað 10. sept. á s. 1. ári og samgöngur við Reykjavík eru tíðar og fljótar. Það er líka eftirtektavert, að salan á Seyðisfirði skuli aukast um lU milljón króna. Langmest var aukningin

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.