Eining - 01.08.1954, Qupperneq 6
6
EINING
Vinarkveðja ftil séra
Jóhanns Briem og
fjölskYÍdu hans
Mér og mínum er það mikið hryggðar-
efni, að hinn ástsæli sóknarprestur okk-
ar, séra Jóhann Briem, skuli nú, eftir
fjörutíu og tveggja ára prestsþjónustu-
starf í Melstaðarprestakalli, vera að
kveðja söfnuði sína og hverfa burt úr
héraðinu. Og þá vakna minningarnar,
minningarnar um margar ljúfar yndis-
stundir, er hann var kvaddur að Bark-
arstöðum til þess að framkvæma hin
ýmsu embættisverk, sem prestsþjónust-
unni tilheyra, að jarðsyngja látna ást-
vini okkar, gifta okkur hjónin, skíra
öll börn okkar, ferma þau, og skíra
barnabörnin fjögur.
Við minnumst með þakklátum huga
prúðmennisins elskuverða við allar þess-
ar helgu athafnir, Ijúfmannlega samtals-
ins og hinnar siðfáguðu framgöngu
prestsins í hvívetna. I siðfágaðri og kær-
leiksríkri framgöngu var hann jafnan
fögur fyrirmynd sóknarbarna sinna og
annarra, enda alger og sannur bindindis-
maður alla tíð, bæði á vín og tóbak.
Með kenningu sinni og framkomu
allri hefur hann kennt mér að meta
sannleiksgildi þessara orða skáldsins:
An kærleiks sólin sjálf er köld
og sérhver blómgrund föl,
og himinn líkt og líkhústjöld
og lífið eintóm kvöl.
Hann hefur kent mér, að undirstaða
hins sanna siðgæðis er kærleikurinn til
alls sem lifir. Það er ekki ætlun mín að
rekja starfsferil séra Jóhanns Briem,
enda væri það mér algerlega ofvaxið,
en eg get ekki stillt mig um að geta
þess, að þessi ástsæli prestur tengdist
svo traustum vináttu- og tryggðabönd-
um sóknarbörnum sínum og héraði, að
aldrei lét hann freistast til að sækja um
annað starf eða annað prestakall, þó
að mörg tækifæri til slíks hafi að sjálf-
sögðu boðizt á þeim fjörutíu og tveim
árum, sem hann þjónaði Melstaðar-
prestakalli.
Þetta eru aðeins nokkur fátækleg
þakkarorð frá okkur hjónunum fyrir
framúrskarandi ástúðlega viðkynningu,
óeigingirni og vinsemd í smáu og stóru.
Fyrir hönd barna okkar, þökkum við
honum og hans ágætu konu hjartan-
lega, því að þeim hafa þau ætíð verið
sem beztu foreldrar, enda sakna þau
þeirra nú sárt við burtför þeirra úr hér-
aðinu.
Nú kveðjum við þessi mætu ágætis-
hjón með innilegri kærleikskveðju og
ástarþökk fyrir allar ljúfar samveru-
stundir og fögru minningar frá þeim
fjörutíu og tveim árum, sem við vorum
svo gæfusöm að fá að njóta með þeim.
Það er okkar innilegasta ósk og von,
að sú birta, sem hvílt hefur yfir hinum
langa starfsdegi séra Jóhanns Briem,
megi ávallt fylgja þeim hjónum í öllu
lífi og starfi þeirra á ókomnum árum.
Heill og gæfa fylgi þeim til leiðarloka.
Barkarstöðum, 23. maí 1954.
Benedikt Björnsson.
Stofnað hæli áfengis-
sjúklinga
Strax eftir síðustu áramót skipaði heil-
brigðismálaráðherra, Ingólfur Jónsson,
fimm menn í nefnd til undirbúnings stofn-
unar drykkjumannahælis. Þeir voru þessir:
Gísli Jónsson, alþingismaður; Björn Magn-
ússon, prófessor (stórtemplar); dr. Helgi
Tómasson, Oddur læknir Ólafsson og Sigur-
jón Sigurðsson, lögreglustjóri.
Af stöðum þeim, er nefndin athugaði,
taldi hún hælið bezt komið í Gunnarsholti
á Rangárvöllum. Eru vinnuskilyrði þar
góð. Hælið tók til starfa um miðjan júlí
s. 1. Forstöðumaður þess er Sæmundur
Jónsson frá Austvaðsholti á Landi. Læknir
hælisins er Esra Pétursson.
Sá er einn ókostur við hælið, að það er
allt of langt frá Reykjavík.
Eina lausnin
Sérstök nefnd, er starfar á vegum sam-
einuðu þjóðanna, til þess að vinna gegn
eiturlyfjasmygli og eiturlyfjanotkun, telur
einu lausnina algert framleiðslu-, innflutn-
ings- og útflutningsbann á eiturlyfjum, svo
sem heroin (híróín) og öðrum slíkum.
Þrátt fyrir alla upplýsingu og menningu
þjóða, er eiturlyf janotkunin hið mesta
vandamál og eyðileggur mikinn fjölda
manna. Heilbrigðismálastofnun sameinuðu
þjóðanna sér réttilega, að engin fræðsla
dugar eingöngu, þegar annars vegar er
gróðavegur og nautnasýki. Gegn peninga-
græðginni dugar sjaldan fræðsla og góðar
bænir, hvort sem um er að ræða áfengis-
sölu eða önnur eiturlyf. Þar verður hinn
sterki armur laganna að koma til og nær
þó sjaldan fyrir rætur meinsins til fulls.
En fullkomin löggjöf, sterk löggæzla og
sem bezt menningarlegt uppeldi þjóða,
kemur að beztu haldi. Allt annað er blekk-
ing.
Þjóðkirkja
„Stjórn Bandaríkjanna má ekki ráðast í
það, að stjórna kirkjunni og starfrækja
hana“. — Abraham Lincoln.
Lúter þrumar yfir páfa-
stólnum
Hvað mundi Lúter hafa sagt um ein-
ræðisherra 20. aldarinnar. Um einveldi mið-
aldanna — páfastólinn — kvað hann rammt
að orði. í siðbótarritum hans (Luthers re-
formatoriske skrifter), blaðsíðum 178 og
179, eru skráð þessi orð hans:
„Fyrst og fremst þyrfti að reka burt
af Þýzkalandi útsendara páfans með þeirra
aflát, sem þeir selja mönnum dýru verði,
sem er þó ekkert annað en óþokkabrögð, að
taka fé fyrir að lýsa réttmætt illa fengið fé,
leysa menn frá loforðum sínum, eiðum og
samningum, er menn hafa gert hver við
annan, eyðileggja þannig lög og trúmennsku
og kenna mönnum að aðhaftst slíkt. Segja
þeir að páfinn hafi vald til slíkra aðgerða,
og þessu hvíslar hinn illi andi að þeim. —
Þessa djöfullegu kenningu selja þeir okkur
fyrir peninga, kenna okkur að syndga og
leiða okkur þannig til helvítis.
Þótt ekki væru nein önnur vélráð, þá
væri þetta nóg til að sanna að páfinn er
hinn rétti andkristur. Heyrir þú það, páfi,
ekki þú allra heilagasti, heldur þú, sem
ert svo syndugur, að Guð himnanna mun
hið allra bráðasta kollvarpa stóli þínum
og steypa honum niður í undirdjúpin til
helvítis. Hver hefur gefið þér vald til þess
að hefja þig yfir Guð, til þess að brjóta
og leysa það, sem hann hefur boðið, og til
að kenna kristnum mönnum, og þá einkum
þýzku þjóðinni, sem að eðlisfari er göfug-
lynd og hefur hlotið viðurkenningu og
hrós í sögunni fyrir trúmennsku og festu,
kenna mönnum að vera eiðrofar, svikarar,
ótrúir, ósannir og níðingar. Guð hefur
boðið, að menn skuli halda eiða sína, og
það einnig við óvini sína, og þú leyfir þér
að afnema slíkt boðorð. Þú heldur því fram
í þínum afvegaleiðandi og andkristilegu
úrskurðarræðum, að yfir þessu boði Guðs
hafir þú vald, og hinn illi Satan lýgur í
gegnum háls þinn og penna með óheyrðri
frekju, svo að þú afbakar og umsnýrð ritn-
ingunum eftir eigin geðþótta. Æ, Kristur,
drottinn minn, lít niður til vor og lát hinn
efsta dag dynja yfir og eyðileggja hreiður
djöfulsins í Rómaborg. Þar situr sá mað-
ur, sem Páll postuli talar um: „sem upp-
hefur sig yfir Guð og sezt í musteri Guðs,
og lætur eins og hann væri Guð. Sá maður
syndarinnar, glötunarsonurinn“. — Hvað
er páfavaldið annað en það að fremja og
kenna synd og spillingu, og leiða sálir til
fordæmingar í nafni og með yfirskyni
guðhræðslunnar . . . Hvernig ætti mér að
vera unnt að telja upp allt það volæði, sem
páfarnir hafa skapað með þessari djöfullegu
frekju . . . Eg vona, að dagur dómsins sé
í nánd. Verra getur það ekki orðið en róm-
verska herradæmið. Boð Guðs fótumtreður
það, og yfir boðorð Guðs setur það sin eigin
boð. Sé þetta ekki andkristurinn, þá verð-
ur einhver annar að kunna á því betri
skil“.