Eining - 01.08.1954, Side 14

Eining - 01.08.1954, Side 14
14 EINING mörg hýbýli, væri ekki svo, mundi eg þá hafa sagt yður, að eg færi burt að búa yður stað? Og þegar eg er farinn burt og hef búið yður stað, kem eg aftur og mun taka yður til mín, til þess að þér séuð þar sem eg er“. Þannig mundi hin góða kona og móð- ir vilja kveðja ástvinina sína: „Hjarta yðar skelfist ekki“, eg fer á undan ykk- ur til þess svo að taka á móti ykkur og vera hjá ykkur alla tíma. Það er um ævi mannsins eins og árs- tíðirnar. Vorið bjarta, með líf og fjör, fegurð og blóm, syngur upprisukrafti lífsins lof og dýrð, heitir dagar sumars- ins vitna um unað og fylling lífsins, haustið lætur hátónana óma í hörpu- spili fullþroskans, en skammdegið kveik- ir mörgu og björtu ljósin, bæði í híbýl- um manna og á hinum heiða og dýrð- lega kvöldhimni vetrarins. Það minnir manninn á vanmátt hans, hversu hann þarfnast verndar og varðveizlu hins eilífa, góða Guðs. Ævi mannsins á líka sín sérstöku, dásamlegu tímabil. Þar eru bernskunn- ar blíðu og björtu dagar og æskunnar sólfagra vor. Þar eru sæluríkir sumar- dagar, sem láta vonirnar rætast, blóm- in spretta og færa margvíslega auðlegð lífsins. Og ævikvöldið getur líka verið dýrlegt. Engin fegurð tekur fram lit- brigðaskrúði haustsins. Þá er skógur- inn fallegastur, þegar fullþroskanum er náð, þegar blöðin taka að fölna og klæð- ast litskrúði regnbogans. Þegar kvöld- sólin hellir geislagulli sínu yfir þetta lit- brigðaskrúð fullþroskans, þá miklast okkur svo hin deyjandi fegurð, að við föllum fram og tilbiðjum lífsins herra — hinn mikla myndasmið. Sú fegurð er dýrust, sem dýpstar á rætur, og dýrðlegri ársólu heiðstirndar nætur. Úr duftinu tíminn slær demanta bjarta, og dagarnir skyggna hvert einasta hjarta. Yfir ævikvöldi góðra manna hvílir dýrðarljómi. Þá ríkir kyrrð yfir löndum hugarins, jafnvægi í sálinni, og lífs- reynslan er búin að sætta þá við allt og alla. Allir erum við samferðamenn. Góður og duglegur ferðamaður kann að meta samferðamennina og allt það, er léttir honum förina, bæði farartæki, leiðbein- ingar, gisti- og dvalarstaði, en eitt er það þó, sem er ofar í huga ferðamanns- ins en allt annað. Það er markmiðið f að lokum, heimilið, sem hann elskar og þráir. Heimþráin gefur honum þrek til að standast sem hetja alla storma lífs- ins, vonin kyndir eld áhugans í brjósti hans og vissan um hamingjuna heima gerir hann sigursælan í allri baráttu. Þeir reynast beztir samferðamenn í heimi hér, sem eiga ríka heimþrá, þeir, sem eru annars-heims-hugar. Þeir eru ævinlega kjarkmestir og hollastir í ráð- f um, sem fastast eru tengdir himneska framtíðarheimilinu sínu. Þeir eru beztir þegnar jarðríkis, sem eru beztu borgarar guðsríkisins. Þeir eru ekki villandi svip- ir „stormi og straumi" háðir. Þeir vita, hvert för þeirra stefnir, þeir ferðast ,,mót eilífum unaðarhag", það er bjart í sál- um þeirra, þeir eru ávalt með „gleði- brag“, því að þeir vita, að þeir eiga þegar „eilífa lífið“. Konan, sem hér er kvödd, vissi vel, t hvert för hennar stefndi. Hún vissi, að - - — -- ■ .. Nýjastishólinn Hvernig lízt ykkur á matseðil þann, er fer hér á eftir? Athugið hann og ígrundið svo, hvort þið munduð ekki telja ykkur vel haldin á slíkri fæðu. Það er viku matseðill áhafnarinnar á þýzka herskipinu Kronprinz Wil- helm, er sökti flestum skipum banda- manna í fyrri heimsstyrjöldinni. Mánudagur: Morgunverður: — Ostur, haframjöl, mjólk, hvítt brauð, smjörlíki, kaffi og sykur. Miðdegisverður: — Baunasúpa, niður- soðið grænmeti í sósu, kjötsteik, soðnar kartöflur, hvítt brauð, kaffi, dósamjólk og sykur. Þriðjudagur: Morgunverður: — Pylsur, hvítt brauð, smjörlíki, steiktar kartöflur, kaffi, dósa- mjólk, sykur. Miðdegisverður: — Kartöflusúpa, nið- ursoðið grænmeti í sósu, kjötsteik, soðn- ar kartöflur, hvítt brauð, smjör, kaffi, dósamjólk, sykur. Miðvikudagur: Morgunverður: — Léttsaltað nauta- kjöt, hvítt brauð, smjörlíki, steiktar kartöflur, kaffi, dósamjólk, sykur. Miðdegisverður: — Kraftsúpa, nauta- kjötssteik, soðnar kartöflur, hvítt brauð, smjörlíki, kaffi, dósamjólk, sykur. hvítt brauð, smjörliki, kaffi, dósamjólk, sykur. Miðdegisverður:—- Kraftsúpa, nauta- kjötssteik, soðnar kartöflur, hvítt brauð, smjörlíki, kaffi, dósamjólk, sykur. Föstudagur: Morgunverður: — Soðin hrísgrjón, ostur, hvítt brauð, smjörlíki, steikt nautakjöt, kaffi, dósamjólk, sykur. Miðdegisverður: — Baunasúpa, salt- fiskur og kjötsteik, soðnar kartöflur, niðursoðið grænmeti í sósu, hvítt brauð, smjörlíki, kaffi, sykur, dósamjólk. Laugardagur Morgunverður: — Léttsaltað nauta- kjöt, ostur, steiktar kartöflur, hvítt brauð, smjörlíki, kaffi, sykur, dósamjólk. Miðdegisverður: Kartöflusúpa, steikt nautakjöt, soðnar kartöflur, hvítt brauð, smjörlíki, kaffi, sykur, dósamjólk. Sunnudagur: Morgunverður: Nautakjötkássa, ost- ur, steiktar kartöflur, hvítt brauð, smjör- líki, kaffi, sykur, dósamjólk. Miðdegisverður: — Kraftsúpa, kjöt- steik, niðursoðið grænmeti í sósu, soðn- ar kartöflur, hvítt brauð, smjörlíki. Klukkan fjögur fékk svo áhöfn skipsins daglega kaffi, og með því sætar kökur og keks, dósamjólk og sykur, auðvitað. Kvöldmaturinn var venjulega kjöt- steik eða köld nautakjötssteik, létt- saltað nautakjöt, kjötkássa og kart- öflur, eða þá köld nautakjötssteik og brauð og smjörlíki, kaffi, sykur og dósamjólk. Lízt okkur ekki öllum vel á þenna kóngamat? — Eftir 255 daga útivist (vegna hafnbanns) voru 110 menn, af 500 manna áhöfn skipsins, lagstir í rúmið, og sjáanlegt, að á næstu tveim vikum mundu allir hinir leggj- ast veikir. Skipslæknar áttuðu sig ekki á sjúkdóminum. Skipið leitaði þá til hafnar í Bandaríkjunum, sem þá voru enn ekki komin í stríðið. Maður er nefndur Alfred W. Mc- Cann. Hann vann um skeið í ýmsum matvöruverksmiðjum og komst að raun um skemmdirnar á matvörunni, tók hann svo að nema heilsufræði, átti í 260 málaferlum við matvöru- salana og vann öll málin, og skrifaði svo bók, sem er 400 blaðsíður og heitir, The Science of Eating. Eftir allmikið fálm, féll það í hlut hans að taka að sér sjúku skipshöfn- ina. Yfirlæknir skipsins, dr. Perrenon, bað hann að skrifa matseðil handa skipshöfninni, og sú fæða kom hinum sjúku mönnum aftur til fullrar heilsu. Eitt af því, er sjúklingarnir fengu, var seyði af kartöfluhýði, svo var þar ríkulega af nýju grænmeti, heilhveiti og annarri lífgefandi fæðu, sem ekki verður talin hér að svo stöddu, en flestir bera nú skyn á. Þrátt fyrir það, að matseðill bryt- ans á skipinu virtist vera kóngamat- ur, héldu hermennirnir ekki heilsu. Þeir höfðu valið hið ljúffengasta af matvöru skipanna, er þeir sökktu unnvörpum, en varpað í sjóinn því, sem gat varðveitt heilsu þeirra. Förum við enn að eitthvað svipað? Fimmtudagur: Morgunverður: Reykt flesk, ostur, --- ~ ' ~ - _ ♦ S

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.