Eining - 01.08.1954, Qupperneq 13

Eining - 01.08.1954, Qupperneq 13
EINING 13 Það er heldur ekki eðlilegt, að þeir vilji lengur leyfa þeim 2—17 prósent- um af þjóðinni, sem áfengra eiturlyfja neyta, að koma fram minnihlutavilja sínum í áfengismálum til eilífðar í lýð- frjálsu landi. Stúkurnar hafa einnig átt öflugan þátt í því að skapa almenningsálitið, og gera það svo fráhverft áfengisnautn sem raun ber vitni, ásamt þeim einstökum mönn- um öðrum, sem starfað hafa í sömu átt. Þrír af merkustu og æðstu mönnum þjóðarinnar á síðustu árum, þeir séra Sigurgeir Sigurðsson heitinn biskup, Vil- mundur Jónsson landlæknir og dr. Helgi Tómasson yfirlæknir, hafa með fordæmi sínu og starfi í þessum málefnum unn- ið þjóðinni ómetanlegt gagn. Aðrir læknar, einkum þeir Alfreð Gíslason og Kristján Þorvarðsson, hafa á síðari ár- um einnig unnið mikið starf á þessu sviði. Ymsir trúflokkar hér á landi hafa látið nokkuð til sín taka í því að gera einstaka menn fráhverfa áfengisnautn, oft með góðum árangri. Þrátt fyrir allar trúarvakningar, lækn- ingatilraunir og félög ofdrykkjumanna, sýna skýrslur það samt, að það er að- eins helmingur ofdrykkjumanna, sem tekst að forða frá áfengisnautn, þegar bezt lætur, með öllum þessum aðferð- um. Yfir óhófsdrykkjumenn þá, sem valda að mestu leyti öllu því tjóni, slysum og glæpum, sem drýgðir eru af áfengis- völdum, ná hins vegar engin áfengis- varnarlög né lækningatilraunir. Þeir eru taldir hófdrykkjumenn og telja sig það sjálfir, þó að þeir kunni að drekka sig fulla svona rétt endrum og eins. Þegar öll kurl koma til grafar, þá er það félagsskapur góðtemplara, sem unn- ið hefur mesta, raunhæfasta og árang- ursríkasta starfið í áfengismálum hér á landi fram að þessu. Þá ber að styrkja og styðja í hvívetna eftir sem áður, og aldrei meira né betur en nú. (Grein þessi birtist í Tímanum seint á árinu 1953). Norski söng-,,kvintettinn“ Monn keys, sem hlotið hefur miklar vinsældir á Norðurlöndum og víðar, söng hér fimm sinnum í Austurbæjarbíói um helgina 23. maí s. 1. á vegum hljóðfæra- verzlunarinnar Drangeyjar. Var aðsókn mjög mikil og undirtekir hinar beztu. Tveir þessara norsku gesta, stjórn- andinn Egill Monn Iversen og píanóleik- arinn Per Asplin, eru báðir þekktir Góð- templarar í Noregi og víðar, þótt ungir séu, aðeins rúmlega tvítugir að aldri. Hafa þeir ekki farið dult með þessa af- stöðu sína til skemmtanalífsins og áfengisvandamálsins, sem því fylgir allt of tilfinnanlega, heldur látið þess jafnan getið í blaðaviðtölum og skemmt- anaauglýsingum, að þeir séu templarar. Egil Monn Iversen er frá Osló, en Per Asplin frá Tönsberg, og báðir eru þeir synir þekktra forystumanna meðal norskra góðtemplara. Nokkrir af forystumönnum Reglunn- ar hér í Reykjavík áttu tal við þá Iver- sen og Asplin, áður en þeir hurfu aftur heim til Noregs að þessu sinni og spurðu þá meðal annars um skemmtanalíf unga fólksins í Noregi. En unglingarnir vilja skemmta sér þar og dansa eins og hér hjá okkur. Þeir eiga einnig þar í vök að verjast á skemmtistöðunum, vegna drykkjutízkunnar, sem setur, einnig þar, ómenningarbrag sinn á skemmtanalífið. En sannarlega er það ánægjulegt, að jafnágætir fulltrúar norskrar æsku skuli vera úr okkar hópi. Mættu flestir ís- lenzkir listamenn á þeirra sviði taka sér þá til fyrirmyndar. Egil Monn Iversen er einnig stjórn- andi danshljómsveitar í Oslo og hefur komið til orða, að hann komi með hljóm- sveit sína hingað til Reykjavíkur í haust og leiki opinberlega. Fékk hann og þeir félagar með sér mörg íslenzk dægurlög á nótum, sem þeir ætla að kynna sér og leika væntanlega á skemmtistöðum í Skandinavíu, — og að sjálfsögðu hér í haust, ef þeir koma. T. S. HIJSIVIÓIIIR KVÖDD Við kunnum hverfleik lífsins illa. — ,,Dvel hjá oss guðssól, hverf ei með hraða“, biðjum við, þegar Ijómi kvöld- sólarinnar er að slokna. En þótt við unum illa hverfleikanum, þá sættum við okkur líka illa við tilbreytingaleysið. — Við getum ekki unað einstæðingsskapn- um, en eigum þó oft fremur erfitt með að lynda við aðra og gera sambúðina unaðslega. Við erum alla ævina eins og keipóttu börnin. Við eigum erfitt með að sætta okkur við það, að ástvinur tekur sig upp og flytur frá okkur, þótt við trúum því, að hann flytji inn í betri tilveru. Góðan gest kveðjum við jafnan með viðkvæmum tilfinningum, og við eigum bágt með að skilja við þá, er standa hjarta okkar næst. Mikið er að þakka góðum gesti, sem kemur færandi hendi með kærkomnar gjafir, því að slíkar gjafir birta hvort tveggja í senn, vináttu og ástúð, og fórnfýsi. Enginn gestur gistir heimili jarðar- búa, sem færir eins varanlegar og in- dælar gjafir sem góð kona og móðir. Á heimilinu er hvert hennar spor stigið í anda þjónustufúsleikans og kærleik- ans. Hún er sannkölluð smámynd af Guði. Ollum á heimilinu þjónar hún. Börnin og eiginmanninn umlykur hún örmum kærleikans. Allt hið fagra og góða, sem blómgast í fjölskyldulífinu, bæði kærleikslíf ástvinanna og líf barna hennar fær sitt gróðurmagn frá hjarta- rótum lífs hennar. Það reynist því jafn- an þungbært að kveðja slíkan gest. En lifandi og látin er hún og verður veg- samleg á heimilinu sínu. Mannlífið á sínar mismunandi hliðar, sumar dökkar og aðrar bjartar. Frá vissu sjónarmiði er lífið dásamlegt. — Þegar við fæðumst í þenna heim, erum við vafðir örmum ástvina, nærfærnum örmum hjúkrandi móður og sterkum örmum hins umhyggjusama föður. — Þegar við flytjum héðan og fæðumst inn í heim dýrðarinnar, þá bíða okkar þar ástvinir og hinir eilífu armar alföður- gæzkunnar, er taka við okkur í hinar ,,eilífu tjaldbúðir“. Meistarinn kvaddi beztu vinina sína með þessum orðum: „Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig. í húsi föður míns eru

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.