Eining - 01.08.1954, Qupperneq 15
V
EINING 15
Hrapandi steinar
Einhvern tíma las eg eftirfarandi
sögukorn:
Ungur maður stóð uppi á sólroðnum
alpafjallstindi og studdist fram á fjall-
göngustaf sinn.
Það var í fyrsta sinn, sem hann hafði
komizt svo hátt upp, og nú naut hann,
með tindrandi augum, hinnar undursam-
legu fegurðar og volduga mikilleika og
tignar, sem fjallavíðáttan bjó yfir.
Húsin niðri í þröngum dalnum sýnd-
ust eins og mauraþúfur og þorpin eins
og barnaleikföng.
Stoltir fjalljötnarnir gnæfðu þarna, í
sínum árþúsunda óumbreytanleik, yfir
maurakyninu, sem úði og grúfði við
rætur þeirra. Öm á flugi sveimaði yfir
mjalldrifnum kollum þeirra og bláleit-
um jökulbreiðum.
Ungmennið var gagntekið ofsalegum
fögnuði og athafnaþrótti við þessa dá-
samlega fögru sýn.
Hann grípur stein einn, sem liggur
við fætur hans. Enginn er á ferli þama
fyrir neðan; og hann getur naumast oltið
langt, því að ekki er annað sjáanlegt en
að stallarnir fyrir neðan muni stöðva
) ferð hans.
Ungmennið varpar steininum frá sér
og hann þýtur niður fyrir brúnina. En
hvað skeður þá? Steinninn lendir í grjót-
malarbreiðu á flugferð sinni, og er unga
manninum verður litið fram af brún-
inni, hrekkur hann aftur á bak skelfingu
lostinn. Ægileg ferð er komin á grjót-
breiðuna fyrir neðan. Fleiri steinar fylgja
á eftir fyrsta steininum, sem valt niður
^ og dunur og skruðningshljóð berast upp
til unga mannsins, er skriðan fellur og
steinarnir hoppa og skoppa hver af öðr-
um niður hengiflugið. Fyrsti steinninn
er orðinn að óstöðvandi grjótskriðu og
vei hverjum þeim manni, sem kann að
vera á ferð þar fyrir neðan.
Ungi maðurinn uppi á fjallstindinum
starir með óttablandinni eftirvæntingu
niður í óvissuna. Ekki getur hann stöðv-
hún ferðaðist ,,mót eilífum unaðarhag“
og átti ,,þegar eilífa lífið“. Astvinirnir
þakka innilega allar ástgjafir hennar,
góðu fyrirmyndina, fagra vitnisburðinn
um Guð og dásemdir lífsins, um björtu
eilífðarvonina, sem lýsir lengst fram á
\ veginn, fyrrir alla umönnun og ástúð,
fyrir alla kærleiksríka þjónustu. Nú er
hún flutt að heiman og heim. Bjart er
um nafn hennar og bjart mun vera í
hinum nýju bústöðum hennar. Blessuð
veri minning hennar. P. S.
að æðisgengið grjótflugið, enda þótt
hann hafi komið því af stað. Hann getur
heldur ekki komið í veg fyrir, að menn,
sem kunna að verða fyrir því, verði að
láta lífið. Hann getur ekki annað en
sent andvarp upp til hans, sem mátt
hefur til að tefja og stöðva einnig grjót-
hrun. Skriðan fellur með þrumugný nið-
ur í þögult djúpið.
En fyrir Guðs mildi verður ekkert tjón
af þessu annað en nokkur brotin greni-
tré. Ungi maðurinn dregur andann hægt
og djúpt og þerrar svitann af sólbrúnu
andlitinu. Hann lítur þakklátum augum
til himins, til hans, sem stýrði grjót-
skriðunni niður í djúpið, svo að ekkert
teljandi tjón hlaust af.
*
Þetta grjótflug í háfjöllum hefur
minnt mig á annað. Það er undra margt
líkt með mannlífinu og því, sem við ber
í ríki náttúrunnar. Það er eins og lík-
ingar.
Orðin, sem hrjóta af vörum þínum,
eru eins og veltandi steinar. Ef til vill
eru það góð orð og nytsöm, sem hrífa
aðra menn til göfugra dáða, til trúar,
vonar og kærleika. Heill sé þér ef tal
þitt, orðin frá vörum þínum, bera ekki í
sér eðli og afl dauðans, heldur eru í
þjónustu sannleikans. En við vitum að
einatt eru töluð orð, eins og hvassbrýnt
grjót og geta hrifið aðra með sér á flugi
sínu, svo að þeir hrapa niður í djúpið.
Oft á tíðum virðist satan sjálfur nota
talfæri mannanna til að hreyta frá sér
reiðiyrðum, saurugum svívirðingarorð-
um, sem bera vitni um illt og óhreint
hugarfar og eitra og saurga hugarfar
þeirra, er á hlýða.
Það er grjótskriða spillingarinnar á
flugferð, sem engum manni er fært að
stöðva.
Verði þér slík orð á munni, vinur, þá
vit, að þér verður ógerlegt að afturkalla
þau eða áhrif þeirra. Þau fljúga sína leið
og hljóta sína sögu.
Heinrich Heine hefði vafalaust viljað
gefa mikið til þess, að geta afturkallað
mörg þau orð, sem hann lét frá sér fara
í bókum sínum. Hann gat að vísu snúið
sér til Drottins í iðrun og yfirbót, en
orðin hans voru og eru rennandi grjót-
skriða, sem tekur múg manna með sér
á ferð sinni, og hvert? I glötunardjúpið.
Hvers konar orðum varpar þú út í
mannlífið? íhugaðu nú einu sinni áhrif-
in, sem þau kunna að hafa og minnstu
orða frelsarans: ,,Vei þeim, sem
hneykslar einn af þessum smælingj-
U
um .
Líkingin af grjóthruninu hefur einnig
aðra og dýpri merkingu. Er ekki nægi-
legt af mönnum meðal vor, sem eru
sjálfir að velta, bruna og falla? Einu
sinni gengu þeir hina beinu og ruddu
braut, á æskudögum fjörs og gleði. Svo
skunduðu þeir áfram með glampandi
augum og roðarósir á vöngum og kepptu
eftir ginnandi auðæfum lífsins og glysi.
Þá kom örlagastundin í lífi þeirra, er
þeir viku af braut sinni í fyrstu, og að
því er þeir þá hugðu, í síðasta sinn, inn
á þá braut, þar sem þeir tóku að velta
niður á við. Aldrei hafði þá órað fyrir
því, að syndafýsnin og fallhraðinn, sem
dregur niður í djúpið, væri svo ríkt í
manneðlinu sem raun ber vitni. Og þeg-
ar þeir voru komnir á skrið, hröpuðu
þeir áfram og féllu æ dýpra og dýpra
og drógu aðra með sér í fallinu. Það
voru einkum þeir veiku og smáu, sem
með þeim féllu. Og fáir réttu þeim hjálp-
arhönd eða stöðvuðu þá né reyndu að
reisa þá við, þessa hrapandi steina.
Er hugsanlegt, að þú sért einn þess-
ara ógæfusömu, sem verða að játa, að
dag frá degi sígi stöðugt á ógæfuhlið-
ina?
Er hugsanlegt að þú dragir aðra með
þér niður í djúpið dimma, einhverja,
sem áður voru hreinir og saklausir?
Kæri vinur! Horfðstu í augu við þetta.
Lít ekki undan en sýndu að þú hafir
kjark til þess að vera einlægur og
blekkja ekki sjálfan þig. Ert þú ef til
vill einn þessara hrapandi steina? Draga
ástríðurnar eða það, sem þú ef til vill
kallar ,,tilhneigingar“, þig niður í glöt-
un?
En hvernig svo sem ástatt er, þá er
dýrmæti sannleikurinn þessi: Hafir þú
glatað trúnni á bjargráð og álítir hrap
þitt lúta alvöldu eðlislögmáli, get eg
bent þér á, að veltandi steinar verða að
lúta því eðlislögmáli að hrapa alla leið
niður, en svo er ekki um hinn hrapandi
mann. Honum er gefið að geta lotið öðru
lögmáli, lögmáli „lífsins anda“ og frels-
unarinnar, sem megnar að brjóta hlekki
holdsfýsna og eðlislögmálsins. Almátt-
ug hönd tekur þar í taumana, stöðvar
fallið og snýr hverjum þeim, er þráir
björgun og nýja lífsstefnu, burt frá synd,
smán og vondum fýsnum.
Viðurkenndu þessa framréttu hönd
lausnarmannsins — Jesú Krists, sem
með heilögu lífi sínu og dauða hefur
staðfest það lögmál frelsisins, er megnar
að sigra eðlislögmál eyðileggingarinn-
ar. Allt veltur á því, hvort þú átt vizku,
dirfð og viljaþrek til þess að taka í hönd
frelsara þíns, til þess að breyta um lífs-
stefnu og snúa inn á þá braut, er liggur
upp á við. Það yrði þér öruggt og bless-
unarríkt bjargráð, og þá mundu öll
vandamál lífs þíns leysast til fulls Þá
yrðir þú ekki hrapandi steinn, heldur
bjargfastur klettur, sem aðrir, er hætt
væri við íalli, gætu stutt sig við.
Hjálpi Guð þér til þess, vinur og
bróðir. Ernst Schreiner — Sj.
i