Eining - 01.08.1954, Side 8
8
EINING
E I N I N G
MánaðarblaS um bindindis- og menningarmál.
Ritstjóri og ábyrgSarmaSur: Pétur Sigrurðsson.
Blaðið er gefið út með nokkrum fjárstyrk frá Stórstúku Islands
og rikinu.
Árgangurinn kostar 20 krónur. 1 lausasölu kostar blaðið 2 krónur.
Afgreiðsla þess er á skrifstofu blaðsins, Klapparstíg 26, Reykjavík.
Sími: 5956.
Markmiðið
Þrátt fyrir allar framfarir, mjög vegsamaðar bókmetmtir og
tceknilega þróun, getum við ekki státað af sannri og heilla-
vcenlegri menningu, fyrr en við höfum tileinkað okkur þá
mannkosti og þœr lífsvenjur, sem hljóta að prýða hvern sann-
menntaðan mann.
Sannmenntaður maður hlýtur auðvitað að vera heilhuga
bindindismaður og ágcet fyrirmynd í þeim efnum, því að út
á hála braut vill enginn sannmenntaður maður leiða unga
og óreynda, né nokkurn mann. En sannmenntaður maður
verður að vera annað og miklu meira, en aðeins bindindis-
maður.
Við megum aldrei missa sjónar af hinu háa markmiði.
Sannmenntaður maður verður að vera sannur í öllu, alls
staðar heill, afneita hvers konar óheilindum. Orðum hans
verður að vera hcegt að treysta. Hann verður að segja satt,
efna ófrávíkjanlega loforð sín. Hann verður að standa í skil-
um í öllum viðskiptum sínum, greiða skuldir sínar greiðlega
og skilvíslega. Hann verður að vera stundvís og skyldurcek-
inn við öll störf sín, grandvar í allri framgöngu, svo að hvergi
sé öðrum til óþceginda. Hann verður áð vera prúður, hátt-
vís og þcegilega kurteis, ekki hávaðamaður né deilugjarn. —
Hann verður að vera sanngjarn i hverju máli, samúðarfullur
og góðviljaður.
Vaxtartakmark hins sannmenntaða manns, sem er sannur
maður í hvívetna, er himinhátt. Því er ekki auðnáð. Til þess
að geta þreytt hið heillavœnlega skeið upp á þá sigurhceð,
verður maðurinn án efa að sitja oft við Mímisbrunn — ekki
aðeins guðlegrar speki, heldur og þess guðs kraftar, sem
magnar og endurnýjar daglega líkams og sálarþrek þess
manns, sem eys úr slíkri heilsulind. Þá er í einu fengið allt,
er prýða má Guðs barnið — hinn sannmenntaða mann. —
Þetta leysir þá um leið flest vandamál mannlegrar sambúðar
og félagslífs manna. Þetta er hin bezta lœkning mannlegra
meina. Það gefur frið, kraft, öryggi og heilsu, og lœknar
líkams og sálar sjúkdóma.
Þetta er auðvelt að kenna, en erfitt að lifa. En í fangbrögð-
um við hið erfiðasta í reynsluskóla lífsins þroskast bezt mann-
dómur okkar og Kristslundernið.
Sótt gegn bölvaldinum mikla
Eftir Árna Óla.
Útvarpserindi 31. maí 1954.
Tvö merkileg fyrirbrigði gerðust hér á landi meðan áfengislaga-
frumvarpið var á döfinni hjá Alþingi í vetur.
Kennari nokkur kvað upp þann úrskurð opinberlega, að áfengi
(alkohol) sé ekki eitur.
„A benegter fakta“, sagði Jótinn.
Vínandinn í því áfengi, sem flutt var til landsins árið sem leið,
hefði getað nægt til þess að drepa þrisvar sinnum fleiri menn
en til eru á landinu, ef hans hefði verið neytt í einu. Þetta segja
læknavísindin og efnafræðin. En að þessu sinni voru þær vísinda-
greinir ekki spurðar ráða. Lausnin var að hafna staðreyndum.
Hitt fyrirbrigðið gerðist á sjálfu Alþingi íslendinga í efri deild,
þar sem samþykkt var, að það gæti ekki talizt áfengur drykkur,
sem í væri 4,4% af vínanda. Hér er lausnin hin sama, að hafna
staðreyndum upp í opið geðið á íslenzku þjóðinni, sem þó er talin
hafa sæmilega dómgreind. Blés sá vindur úr þeirri átt, er sízt
skyldi.
Mönnum miðar ekki áfram með því að hafna staðreyndum, held-
ur með því að læra af reynslunni. Öll þekking mannkyns byggist
á reynslu horfinna kynslóða og eigin reynslu.
Alþingi hefur nú 67 ára reynslu í baráttu sinni við áfengið.
Fyrstu afskipti þess af áfengismálunum voru 1887, er það bann-
aði staupasölu í búðum, ákvað hvað vínkaupmenn mætti selja
minnstan skammt af áfengi, og batt veitingaleyfi við samþykki
meiri hluta atkvæðabærra manna á hverjum stað.
Þegar þessi lög voru sett, mun áfengisneyzla á hvert manns-
barn í landinu hafa numið eitthvað 4 lítrum, eða jafnvel meira.
En þá var hvergi þéttbýli í landinu, en í þéttbýli er jafnan meira
drukkið hlutfallslega heldur en í strjálbýli. í Reykjavík voru þá
um 3000 íbúar.
Árið 1895 fyrirskipaði Alþingi að í opinberum skólum skyldi
fara fram fræðsla um skaðsemi áfengis.
Árið 1899 heimilaði Alþingi héraðabönn. Jafnframt var ákveðið
að sérstakt gjald skyldi koma fyrir vínveitingaleyfi og ekki mætti
reka vínverzlun nema með samþykki hreppsnefnda eða bæjar-
stjórna.
Um aldamótin komu svo lög, sem bönnuðu framleiðslu allra
áfengra drykkja í landinu, þar á meðal öls.
Árið 1907 samþykkti Alþingi lög, er bönnuðu vínverzlun í skip-
um í höfnum hér á landi.
Ilér er í fám orðum sögð 20 ára saga af baráttu Alþingis við
áfengisbölið. Allt sem þingið hafði gert á þessum 20 árum miðaði
að því, að takmarka framboð áfengis og gera mönnum örðugra
en áður að ná í það. Árangurinn var auðsær og mjög áberandi.
Drykkjuskapur landsmanna hafði minkað nær um helming. Um
aldamótin varð hrein og bein bylting í áfengisverzlaninni. Ái'ið
1899 voru vínverzlanir í 54 verzlunarstöðum á landinu, en árið
1905 var vín ekki selt nema í 12 verzlunarstöðum. Á sama tíma
hafði vínveitingastöðum fækkað niður í 5 eða 6.
Árið 1915 komu svo bannlögin sem lokamark þessarar stefnu,
og um setningu þeirra hafði Alþingi að baki sér 3/4 kosninga-
bæn-a manna í landinu.
Árið 1922 kúguðu Spánverjar íslenzku þjóðina til að afnema
bannlögin til hálfs. Af reynslunni höfðu menn lært, að það var
óverjandi að fá vínverzlunina einstökum mönnum í hendur. Þeim
var ekki trúandi til þess að fara með hana. Þess vegna ákvað
Alþingi að ríkið skyldi sjálft taka verzlunina í sínar hendur,
blátt áfram til þess að geta haft hemil á framboði áfengis. Þar
var enn fylgt þeirri stefnu, sem Alþingi hafði fylgt allt frá 1887,
að gera mönnum sem örðugast fyrir að ná í áfengi.
En samt hófst þá ný drykkjuskaparalda í landinu.
Haustið 1916, þegar bannið hafði staðið rúmt ár, lýsti borgar-