Eining - 01.05.1956, Side 1

Eining - 01.05.1956, Side 1
Dásamlegustu sögurnar Ein slík saga er sögð í janúarhefti Readér’s Digest 1956. Hún er of löng til að birtast í Einingu í nákvæmri þýð- ingu, og verður því hér aðeins lítil end- ursögn. Saga þessi hefst á lágum tón, en endar á háum, svo háum, að hann hef- ur heyrst víðar en um eina mikla heims- álfu. Upphafið er lítill drengur, sem fæðist í sárri fátækt austur í Ukrainíu. Foreldrarnir senda hann sex ára til Vín- arborgar til uppeldis hjá skyldmennum þeirra. Báðir fósturforeldrarnir deyja, er drengurinn var 12 ára. Dag einn kom hann þar sem verið var að æfa drengjakór. Hann kannað- ist við lagið, sem sungið var, og tók undir. Stjórnandinn gaf honum bend- ingu og sagði: ,,Þú hefur slíka rödd, drengur minn, er greiða mun götu þína. Og nú greiðir hún þér strax götuna inn í þenna kór minn“. Þetta voru fyrstu dyrnar, sem opn- uðust unga sveininum út úr baslinu. Hann hét, þessi drengur, og heitir enn sem frægur og fulltíða maður, Igor Gorin. Á unglingsárunum átti sveinninn sér- stakan draum, mikinn og glæsilegan. Það var að komast til Ameríku. I kvik- myndum hafði hann séð þar víðáttu- mikið, frjósamt og fagurt land, byggt af glaðlyndu og frjálsmannlegu fólki. Hann las í bókasöfnum allt, er hann gat náð í um Ameríku, einnig um frægasta forseta Bandaríkjanna, Lincoln, sem var fátækur drengur, en varð forseti þjóðarinnar. Þetta sannaði unga Gorin, að fátækir drengir gætu komizt vel áfram í Ameríku. Þegar ungir menn sjá sýnir, hleypur þeim kapp í kinn. Gorin tók að sér að flytja mjólk til fólks og vann við það 12 stundir í sólarhring. Hann fékk sér tilsögn í einu og öðru, hvar sem hann gat náð í eitthvað slíkt. Hann hálf svelti sig og vakti á nóttum til þess að geta lesið bækur. Þetta gat auðvitað ekki lánast snurðu- laust. Skömmu eftir 17. fæðingardag hans, hneig hann niður úti á götu, með- vitundarlaus. Þegar hann kom aftur til sjálfs sín, var hann í sjúkrahúsi. Lækn- amir sögðu sjúkdóm hans vera tær- ingu á háu stigi. Hann væri einnig út- slitinn og vanfóðraður. Gorin komst fljótt að því, að her- bergið sem hann lá í var einmitt bið- salur dauðans í sjúkrahúsinu. Þar voru þeir lagðir, sem áttu stutt eftir til graf- ar. ,,Ég hafði unnið af kappi og átt svo glæsilegar hugsjónir“, segir Gorin, ,,og nú var úti um allt“. Þrátt fyrir allt, kom það fyrir, á milli þess, er hann fékk hóstakviður, að hafði hann dauðadóm læknanna að engu og söng nokkrar setningar. Þegar horfurnar voru einna verstar, kom inn til hans dag einn hjúkrunarkona, blá- eygð og blíðlynd og fögur eins og gyðja. Yfir rúmi hans las hún: ,,Igor Gorin, tónlistar nemandi ‘ ‘. „Fyrrverandi tónlistamemandi“, sagði hann til leiðréttingar. ,,Fyrrver- andi allt, systir“. „Hvaða vitleysa“, sagði hún. ,,Ein- hver hefur gert skissu. I þessu herbergi átt þú ekki að vera. Þér er ekki ætlað að deyja“. Hún lagði hendina blíðlega á enni hans og sagði: „Hjartað rann- sakar stundum, það sem engin mæling- artæki ná til. Ég heyrði ofurlítið af söng þínum í morgun. Guð hefur gætt þig dásamlegum hæfileika, Igor Gorin. Hann er ekki einkaeign þín fram yfir það, sem þér er ætlað að gæta hans og fegra hann. Þú verður að miðla heim- inum af þeirri gáfu þinni“. Gorin lokaði augunum þreytulega: „Þetta væri kraftaverk“. „Kraftaverkin eru Guðs verk“, svar- aði hún, „en þau gerast hraðar, ef við samstörfum honum. Ég ætla að biðja fyrir þér“. Þessi líknarengill hans — hjúkrun- arkonan, lét ekki sitja við bænina eina. Hún kom honum á betri stað og örvaði daglega lífslöngun hans, og þegar lækn- arnir leyfðu honum að flytja af sjúkra- húsinu, lagði hún peninga í lófa hans, til þess að hann gæti komizt út í sveit. Hann komst að á sveitabýli og bætti þar við sig 20 pundum á sex vikum. Hann fór svo aftur til Vínarborgar og sýndi sig læknunum, sem urðu ekki lítið undrandi á bata hans. Hann tók nú að vinna sér inn aura með því að syngja fyrir fólk við gift- ingar og önnur tækifæri. Tekjur sínar notaði hann til að hlusta á fræga söngv- ara og kynnti sér eftir föngum háttu þeirra, ér snjallastir voru. Dag einn heyrði hinn frægi söng- kennari, Victor Fuchs, Gorin syngja, og undraðist stórum hina dásamlegu rödd unga mannsins. Hann kom unga mann- inum að við tónlistarskóla Vínarborgar. Þar gleypti Gorin í sig um fimm ára skeið allt, er hann gat numið af tón- listarfræði, en Fuchs æfði rödd hans. Árið 1932 var Gorin reiðubúinn til þess að hefja fyrsta starfsþátt sinn á leiksviðinu. Hann söng tvö tímabil við óperuna í Teplitz-Schönau í Tjekkó- slóvakíu. Ástandið tók nú að gerast alvarlegt í Evrópu. Nazistasveitir streymdu um götur Vínarborgar. Ótti og öryggisleysi greip um sig, og hvarvetna var örvænt- ing. Árið 1934 lét Gorin draum sinn rætast og lagði leið sína til Ameríku. Á leiðinni yfir hafið lífgaði hann allt upp um borð með söng sínum. Og hann talaði kjark í þá, er voru að flytja vest- ur, áhyggjufullir út af því, hvaða við- tökur þeir myndu fá. „Hvernig veizt þú“, spurðu sumir, „að við munum fá góðar viðtökur þar vestra?“ Gorin svar- aði: „Hafið þið ekki heyrt um frúna við höfnina?" og hann hafði yfir áletrunina

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.