Eining - 01.05.1956, Blaðsíða 12

Eining - 01.05.1956, Blaðsíða 12
12 EINING Stúkur stofnaðar Á ísafirði var stofnuð ungmennastúka (ekki barnastúka) 20. apríl síðastl. Stofn- endur voru 53. Æðstitemplar stúkunnar er Guðni Jónsson, kennari, en umboðsmaður stórtemplars er þar Guðjón Kristinsson, skólastjóri. Stúkan heitir Vordís og er nr. 5. Ef til vill eru ísfirðingar nú að stíga fyrstu sporin til að endurreisa forna frægð í bindindisstarfinu. Vel sé þeim. Þá var stofnuð ný stúka á Stokkseyri 20. maí síðastl. Hún heitir Björg og er nr. 274. Gissur Pálsson, gæzlumaður unglingastarfs stórstúkunnar, stofnaði þessa nýju stúku. Stofnendur voru 28. Æðstitemplar er Garðar Víborg, en umboðsmaður stórtemplars Guðjón Jónsson, lióndi. í apríl var stofnað félag áfengisvarna- nefnda í austurhluta Suður-Þingeyjarsýslu. Hið máttuga fordæmi Varaforseti Indlands, dr. Radhakrislinan, hefur verið alger bindindismaður alla sína ævi. Þegar hann var prófessor og fyrirles- ari, tók liann oft þátt í mannfundum, þar sem áfengum drykkjum var haldið að hon- um, en kvikaði aldrei frá lífsreglu sinni. Einnig hefur hann oft verið á inannfundum á alþjóðavettvangi, þar sem áfengið hefur einnig sótt fast á, en aldrei hefur hann brugðizt. Malialma Gandhi hefur verið hin máttuga fyrirmynd lians, en Gandhi sagði, að fengi hann völdin í Indlandi, yrði fyrsta verk hans að loka öllum áfengissölum í landinu. Indland gleymir ekki Gandhi, og þar er stefnt markvisst að áfengisbanni i öllu landinu. Dr. Sarvepalli Radhakrisbnan, er mjög þekktur á sviði menntamála, stjórnmála og alþjóðasamtaka. Hann er einn mesti heim- spekingur Indlands. Hann hefur verið pró- fessor við ýmsa helztu háskóla þar í landi. Fyrirlestra hefur hann flutt í Kína, í 14 háskólum í Bandaríkjunum, cinnig við Mancliester Gollege og Oxford-háskólann. Hann liefur verið sendiherra, í ýmsum há- uin embættum og í stjórnarnefndum al- þjóðasamtaka. Alls staðar liefur hann gefið hið rétta fordæmi sem alger bindindismaður, og aldrei talið það ókleift. Slíkir menn eru sterkir skapgerðarmenn. Þessi frásögn er samkvæint samtali er dr. W. A. Scharffenberg átti við varaforseta Indlands. * Synir Þórs og Oðins — ævintýraprinsar Éannig nefndi Calvin Coolidge, J>á- verandi forseti Bandaríkjanna, land- nema Islands, er hann flutti mikla ræðu á 100 ára afmælishátíð Norðmanna í Ameríku. Ræðan er prentuð í Lögbergi 18. júní 1925. Ritstjóri Einingar hefur geymt ræðuna fram á þenna dag. Orð forsetans voru þessi: ,,Á meðal hinna allra merkustu kapí- tula rökkurtímabilsins er saga íslands. Um margar aldir varðveitti þetta litla norræna lýðveldi ljós hinnar fornu menningar, einmitt þegar ljós heims- menningarinnar virtist að því komið að siokkna. Lengi hafa verið okkur kunn- ar hinar göfugu íslenzku bókmenntir, sem framleiddar voru á hinum hálfrökk- urs öldum, en við vitum of lítið um hlutverk það, sem íslendingar unnu sem forvígismenn norrænnar menningar, með því, að brúa hið dimma djúp, sem liggur milli hins forna og nýja tímabils sögunnar. Þessir synir Þórs og Óðins, og hinna miklu og frjálsu Norðurlanda, eru í huga okkar sem eðalbornir ævintýra- menn. Spor þeirra liggja frá Noregi til Islands, frá Islandi til Grænlands, frá Grænlandi til meginlandssins, vestur yfir Norður-Atlantshafið sóttu þeir“. Þessi er vitnisburður forsetans, og mega forfeður okkar vel við una. Frjáls áfengissala og leynibrugg Þegar ástandið var sem allra verst í Bandaríkjunuin á bannárunum, voru gerð upptæk 22,000 til 25,000 ólögleg brugg- unartæki árlega. Allt skyldi þetta hverfa, sögðu andbanningar, ef bannlögin yrðu afnumin. Hver hefur þá orðið raunin? Varaformaður hruggunarsambands Banda- ríkjanna (National Distillers Products Corporation) segir að nú séu gerð upp- tæk 20,000 leynibruggunartæki árlega og vantar þá ekki mikið á hið versta á bann- árunum. Nú er þó frjáls áfengissala í land- inu, nema þar sem eru héraðabönn. Þessi sami maður, R. E. Jayce, varaformaður samtaka áfengisframleiðenda, telur að framleiðsla leynibruggaranna sé nú 60,000- 000 galióna á ári, það nálgast 240,000,000 lítra, og er talið vera einn þriðji hinnar löglegu áfengissölu. Verður þá hin frjálsa sala umfram allt hið leynilega, eins og það var allra verst á bannárunum, og verður ástandið því mörgum, mörgum sinnuin verra, en hið hezta á bannárun- um. Allir síðustu níu árgangar Einingar fást með góðum kjörum á afgreiðslu blaðsins SUÐURBRAUT 4, Kópavogi. BIFREIÐAEICENDURI iingöngu - BENZÍN MEÐ lr|||lr yður Imll m»t ml kimm og •tarhmrm itmmxíml. NOTIO SHELL-BENZfN MEO I.C.A. H.F. SHELL Á ÍSLANDI Búnaðarbanki Islands Stofnaður með lögum 14. júní 1929. Bankinn er sjálfstæð stofnun undir sérstakri stjórn og er eign ríkisins. — Trygging fyrir innstæðufé er ábyrgð ríkissjóðs auk eigna bankans sjálfs. Bankinn annast öll innlend bankaviðskipti, tekur fé á vöxtu í sparisjóði, lilaupareikningi og viðtökuskírteinum. Greiðir hæstu innlánsvexti. Aðalaðsetur í Reykjavík: Austurstrœti 9. Útibú á Akureyri.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.