Eining - 01.05.1956, Page 10
10
EINING
HRAFNHILDUR
Skáldsaga eftir Astríöi Torfadóttur.
Ijjjgg^l RAFNHILDUR komst fljótt til heilsu og tók á ný
"JOl að sér öll innanhússtörf. Hún bar drenginn sinn
IgggmJ niður hvern morgunn og setti vöggu hans fyrir
utan opinn eldhúsgluggann á meðan hún sinnti bú-
verkunum. Oft var hún svo þreytt, að henni fannst sem hún
gæti í hvorugan fótinn stígið, og stundum á kvöldin, er
hún var að bera vögguna upp stigann, óttaðist hún að hún
mundi ekki komast alla leið upp með barnið, en aldrei
kvartaði hún. Hún vissi líka að það mundi vera til lítils,
svo oft hafði hún heyrt talað um innanbæjardundið. Samt
reyndi hún að ganga jafnan þolanlega til fara, en hún fann,
að gleðin, fjörið og fegurðarþráin, sem hún hafði átt í svo
ríkum mæli, er hún var í móðurhúsum, var óðum að fjara
út. Hún gerði allt sem hún gat til þess að hæna Pétur að
heimilinu, en þá sjaldan sem hann var heima, mátti hann
engan tíma missa frá vinnunni. En á Sokka fékk hann sér
oft góðan sprett, bæði á bæina og í kaupstaðinn, og voru
þá vinir hans oft með í förinni. Kveið hún jafnan mjög fyrir
þeim ferðalögum hans, en ávallt reyndi hún að hafa eitt-
hvert góðgæti á borðum handa þeim, er þeir kæmu þangað
heim. Samt staðnæmdist hún aldrei inni hjá þeim. Henni
hraus hugur við að hlusta á samtal þeirra, því að allt, sem
henni hafði verið kennt að halda í heiðri, varð að saurug-
um ljótleik í munni þeirra.
Þannig leið hvert árið af öðru hjá þeim hjónunum á
Hrauni. Vinna og strit allan liðlangan daginn, lítil hvíld
og engin gleði.
Eftir hálft þriðja ár eignuðust þau hjónin annað barn
sitt. Það var meybarn, og litla stúlkan var svo óheppin að
koma í heiminn um hábjargræðistímann og var því lítill
tími til þess að taka á móti henni. Ljósmóðirin var sótt eftir
þrjá daga til annarrar sængurkonu og varð Hrafnhildur eftir
það að vera oftast ein með bæði börnin sín. Nú var ekki að
ræða um neinar mjúkar móðurhendur til hjúkrunar, eins og
þegar Hákon litli fæddist, og svo óheppilega vildi til, að
Bergljót lá einnig rúmföst um þessar mundir.
Hrafnhildur var oft mædd þessa daga, gat litla björg
sér veitt, en þótti þó sárast að geta ekki hirt börnin sín.
Hrein furða var það, hvað Hákon var henni eftirlátur og
hjálpsamur, þetta litla skinn, rétti henni eitt og annað og
skreið sjálfur upp í rúm hennar til fóta, er hann þurfti að
sofna á daginn.
Einn daginn, er Hákon litli svaf, var barið að dyrum
niðri hvað eftir annað, en þegar enginn svaraði, var gengið
hröðum sporum upp stigann. — „Hamingjan hjálpi mér“,
sagði Hrafnhildur við sjálfa sig, ,,ef þetta er nú einhver
ókunnugur gestur, gefst honum víst á að líta þrifnaðinn hér“.
Dyrnar opnuðust, og þar stóð frú Lína, broshýr að
vanda.
„Komdu sæl og blessuð“, sagði hún. „Ertu ein í bæn-
um, maddama góð? Ég er búin að berja sára hnúana á
öllum dyrum, en enginn kom til dyra og tók ég því það ráð
að arka beint hingað upp til þín“.
„Nei, á ég að trúa því, Lína mín, að það sért þú sjálf,
sem þarna stendur? Komdu blessuð og sæl“, og Hrafnhildur
reis upp við olnboga og andlit hennar ljómaði af fögnuði.
„Ertu ein í bænum, manneskja?“ endurtók frú Lína, undr-
andi mjög.
„Já. Um þenna tima ársins eru svo margvíslegar annir í
sveitinni, að um annað er ekki að ræða“.
„Hvað ertu að segja, kona? Annirnar svo miklar út á við,
að enginn geti verið í bænum á meðan húsmóðirin liggur á
sæng. Heldurðu að þú getir talið nokkrum manni trú um
þetta? Ekki mér, Hilda mín. Það mætti nú líka fyrr vera
annir. Þú verður að taka rögg á þig og sýna, að þú ert hús-
móðir á þínu heimili, og taka þvert fyrir að báðar stúlk-
urnar fari út í einu. Hvernig myndir þú fara að, ef eitthvað
kæmi fyrir annað hvort barnanna, eins hjálparvana og þú
nú ert? En ég kom nú reyndar ekki til þess að ybbast við
þig, Hilda mín, bætti hún við brosandi, heldur til þess að
fá að sjá nýja ungann þinn“.
Hún beygði sig niður að vöggunni. „Mikið ljómandi er
telpan falleg“, sagði hún. „Ég óska þér innilega til ham-
ingju“.
„Já, hún er snotur, litla skinnið, en bezt er þó, hve hún
er róleg og fyrirhafnarlaus“, sagði Hrafnhildur.
Hákon litli reis upp í þessu og neri augun og starblíndi á
aðkomukonuna. Frú Lína gekk til hans og strauk honum
um kollinn. „Þekkir þú mig ekki lengur, Hákon minn?“
spurði hún. „Jú, hann þekkir þig, blessaður strákurinn“,
svaraði móðir hans fyrir hann. „En mér þykir mikið, að
þú skulir þekkja hann, vesalinginn, eins og hann er svart-
ur í framan. Ég hef ekki getað þrifið hann síðustu dagana“,
sagði Hrafnhildur, fremur angurvær.
„Hvernig ættir þú að geta sinnt honum á meðan þú
ert ekki sjálfbjarga? Hver hugsar um þig á morgnana?“
„Æ, ég veit það ekki. Ég baslast mest við það sjálf, en
ég hef ekki árætt að greiða mér síðan ljósmóðirin fór, svo að
ég hugsa, að hárið mitt sé svo flókið að það náizt aldrei
niður úr því framar“.
„Við skulum nú sjá“, sagði frú Lína. „Hér er greiða,
og þarna stendur vatn í fati, sé ég. Ég er nú ansi dugleg
hjúkrunarkona, þegar ég vanda mig, eða svo finnst mér
sjálfri“, sagði hún brosandi um leið og hún gekk að rúmi
Hrafnhildar og tók til að hagræða í kringum hana.
„Áttu ekki hrein föt?“
,,J(ú, jú“, svaraði Hrafnhildurj.
„Þá bý ég um þig og hef á þér alfataskipti“.
Er frú Lína hafði lokið þessu, sótti hún spegil og fékk
Hrafnhildi að hún gæti séð sig, og sagði: „Sérðu nú, hvort
ég er ekki fullfær í hjúkrunarstarfinu“.
„Jú, jú, Lína mín, það má nú segja að þú sért fær í
flestu. Guð minn góður, hvað mér líður nú vel. Innilegustu
þakkir“.
Frú Lína tók nú Hákon litla á kné sér. „Jæja, litli vinur“,
sagði hún, „nú ætla ég að sjá, hvort mér tekst ekki að gera
þig að hvítum manni. Sérðu, hér hef ég inndæla rauða peysu,
sem ég ætla að gefa þér, ef þú verður góður drengur á meðan
ég er að þvo þér, en ef þú orgar, gæti svo farið að þú fengir
hana ekki. Passaðu þig nú vel“.
„Rauða fallega peysu“, hrópaði Hákon litli upp yfir sig
og hló hátt. „Fallega peysu“.
„Jæja, dengsi minn, komdu nú í peysuna. Þú varst
góður drengur. Hlauptu svo til mömmu og spurðu hana,
hvort þú sért ekki sætur. Og hér er sælgæti, sem þú átt að
gefa öllum að bragða, en fyrst skaltu gefa mömmu þinni
og fá þér ögn sjálfum“.
Frú Lína settist við gluggann og horfði út. „Ó, jæja,
þarna kemur þá maður þinn“, sagði hún hálf önug.
„Hann hefur sjálfstgt séð til ferða þinna. Honum þykir
alltaf svo vænt um, er gest ber að garði, og ef til vill hefur
hann þekkt þig. Hann metur þig alltaf svo mikils“.
„Veistu þá, hvers vegna, Hilda mín?“
„Líklega af því að þú ert þess verð“.
„Ó, nei. Það er einungis vegna þess, að ég segi honum
jafnan afdráttarlaust meiningu mína. Hefði ég verið konan
hans, skyldi hann sannarlega hafa fengið það óþvegið fyrir
að skilja mig þannig eina eftir í bænum eins og þig“.
„Heldurðu, Lína, að það hefði orðið happadrýgra fyrir
heimilisfriðinn?"