Eining - 01.05.1956, Blaðsíða 11
EINING
11
Skinnasftaðalrirk j a
í Axarfirði
heitir rit, sem gefið hefur verið út í 300
tölusettum eintökum, og er það aldar-
minning kirkjunnar. „Sunnudaginn 8.
ágúst 1954 var hundrað ára afmælis
Skinnastaðarkirkju minnzt með hátíð-
legri guðsþjónustu í kirkjunni“, segir í
inngangsorðum ritsins, ,,stór tjaldbúð
var reist fram af kirkjudyrum og var
þar komið fyrir hátalara. Staðurinn var
allur fánum skreyttur“.
Ræður fluttu: prestur staðarins, séra
Páll Þorleifsson; prófasturinn, séra
Friðrik A. Friðriksson í Húsavík; Þórar-
inn Eldjárn, hreppstjóri á Tjörn í Svarf-
aðardal og séra Benjamín Kristjánsson.
Við guðsþjónustuna voru gefin sam-
an tvenn brúðhjón og skírð fjögur börn.
Góðar gjafir voru kirkjunni færðar. —
Prestshjónin á staðnum gáfu Biblíu,
kvenfélag sóknarinnar lofaði vönduð-
um hráolíuofni, en Þórarinn Eldjárn
afhenti kirkjunni forkunnar fagran
skírnarfont, sem gefinn var af afkom-
endum séra Hjörleifs Guttormssonar og
Guðlaugar Björnsdóttur, konu hans, en
séra Hjörleifur var sá, er stóð fyrir bygg-
ingu kirkjunnar fyrir 100 árum. Dóttir
séra Hjörleifs, Petrína Soffía, var móð-
ir mannsins, er afhenti kirkjunni þessa
myndarlegu gjöf, Þórarins Eldjárns.
,,Að lokinni athöfn“, segir í formála
ritsins, ,,bauð sóknamefnd til kaffi-
drykkju í skólahúsinu að Lundi, og var
veitt af mikilli rausn. Talið var, að við-
staddir hefðu verið yfir 300 manns“.
Minningarrit þetta er yfirlætislaust,
en vandað að öllum frágangi og mynd-
skreytt. Það er aðeins 36 blaðsíður, en
hefur sína markverðu sögu að segja
og flytur gott orð. I ræðu sinni kemst
séra Páll Þorleifsson svo að orði:
,,En kirkjur byggði fólkið samt, og
þau hús voru að smekk, stíl og skrauti,
það sem fegurst gerðist á landi hér á
hverjum tíma, eftir því sem efni stóðu
til. Og þessi hús voru byggð undir for-
ystu prests og safnaðar af högustu
höndum hvers héraðs. Hver telgd fjöl
var vígð af svitadropum manna, sem
settu netnað sinn í að allt væri sem
bezt og traustast unnið. I umgjörð fag-
urgrænna túna risu þau og settu svip
einfaldrar tignar á stað og sveit, sönn
í stíl og gerð. Og að baki þeim mátti
hlera andardrátt sjálfrar þjóðarinnar,
sem þrátt fyrir kröpp kjör og aldalanga
kúgun vildi sýna það í verki, að hún
unni háum hugsjónum og vildi í auð-
mýkt krjúpa að fótskör guðlegrar for-
sjónar ekki síður en aðrar þjóðir. Turn-
inn var lágreistari en tíðkaðist meðal
erlendra þjóða, en hljómur klukknanna
hinn sami. Trúarljóðin voru sungin af
óæfðari flokkum, en andríki þeirra sizt
minna. Og hvergi um víða veröld hefur
hið heillaga orð hljómað á jafnfagurri
tungu sem meðal þessarar þjóðar“.
Á öðrum stað í ræðunni eru orð
prestsins þessi:
,,Um þessa kirkju, eins og aðrar,
hafa brotsjóar einhverrar eitruðustu
lífsstefnu, er þekkzt hefur á þessari jörð,
svarrað og soðið, þ. e. efnishyggjunnar.
Á sama tíma sem frelsari mannkynsins
hefur opnað öllum faðm fyrirgefningar-
innar, hefur hún með öllum þeim djöf-
ullega krafti, sem hún bjó yfir, reynt af
fremsta megni að loka dyrum himna-
ríkis fyrir eins mörgum og hún hefur
getað. En þrátt fyrir voðanótt þessa
langstæða gjörningaveðurs hefur kirkj-
an, þessi eins og aðrar, reynt að standa
og verjast verstu áföllunum. Hún hef-
ur alltaf reynt að hafa ljós logandi á
altari, til þess að vísa villuráfandi fólki
heim, þangað sem allir stormar staðna
og friður fyllir loftið“.
I ræðu séra Benjamíns Kristjánsson-
ar er prestatal kirkjunnar, stuttur kafli
um hvern þeirra. Þeir eru: séra Hjör-
leifur Guttormsson; séra Benedikt
Kristjánsson; séra Stefán Sigfússon;
séra Þorleifur Jónsson; séra Halldór
Bjarnason; séra Sveinn Víkingur og
Páll Þorleifsson.
Fullyrða má, að ekki hafi verið um
neina afturför að ræða hvað klerka
kirkjunnar áhrærir, og sjálf hefur hún
verið dubbuð upp af nýju og ber nú
hærra en áður.
Gjafir ocj greiðsla
til blaðsins.
Hermann Þórarinsson, hreppstjóri, Blöndu-
ósi, 100 kr.; Guðjón Guðmundsson, hrepp-
sljóri, Eyri, Árneshr. Strandasýslu, 100 kr.;
Sveinbjörn Jónsson, skólastjóri, Snorrastöð-
um, Kolbeinsstaðahr., Hnappadalssýlu 100
kr.; Guðjón Guðlaugsson, Efstasundi 30,
Reykjavík, 50 kr.; N. N. 100 krónur. -—
Beztu þakkir.
Áfengissala
iyrsta ársfjóröung 1956
(1. jan. til 31. marz).
Selt í og frá Reykjav. kr.20.444.760,00
.......Siglufirði - 1.019.972,00
.......Seyðisf. - 319.024,00
Samtals kr.21.783.756,00
Árið 1955
nam salan á sama tíma:
í og frá Reykjavík kr. 16.049.421,00
- - - Siglufirði - 1.035.387,00
- - - Seyðisfirði -- 261.613,00
Samtals kr. 17.346.421,00
Áfengi til veitingahúsa selt frá aðal-
skrifstofu 1. jan. til 31. marz 1956
kr. 1.091.122,00.
Allveruleg hækkun varð á áfengi í
maí 1955.
Heimild: Áfengisverzlun ríkisins).
Áfengisvarnaráðunauturinn
Reykjavík, 12. apríl 1956.
Brynleifur Tobiasson.
Martin Andersson
bæjarstjóri í Svíþjóð og formaður sterk-
ustu samtaka bindindisfélaga ökumanna
•— Motorförarnas helnykterlietsförbund —
var 70 ára 28. febrúar síðastl. Síðan 1941
hefur liann verið formaður þessara merku
samtaka í Svíþjóð, og á þessum árum hefur
félögum samtakanna fjölgað úr 8.000 í
77.000.
Hr. Andersen er hæglátur maður og prúð-
ur mjög í allri framgöngu, en engu að síður
áhugasamur og farsæll foringi. Lengi mun
ég minnast hins fagra og yndislega sumar-
kvölds, er ég ók með honum til staðar eins
í nágrenni Stokkhólmsborgar og sat þar
fund, er liann stjórnaði. Það Var stjórnar-
fundur sambands bindindisfélaga ökumanna
á Norðurlöndum. Staðurinn var yndislegur
og fundurinn mjög notalegur. Kvöldið hafði
þær afleiðingar fyrir mig, að forustumenn
slíkra samtaka í Noregi buðu mér á ársþing
þeirra, og þar var sannarlega gott að koma.
Þannig kynntist ég fyrst bindindisfélögum
ökumanna, og var svo hvatamaður þess, að
gerð yrði tilraun með sams konar félags-
skap hér á landi.
Martin Andersson kom til íslands fyrir
nokkrum árum. Við, í Bindindisfélagi öku-
manna, sendum honum beztu kveðjur og
árnum honum allra heilla. P. S.
,,Það dugar að minnsta kosti ekki, að láta nokkurn
mann komast upp með“, Hún hætti í miðri setningu og
leit við. Pétur stóð í dyrunum, hár og spengilegur. Hann
bar höfuð hátt. Tinnusvart og hrokkið hárið liðaðist um
hvelft ennið og sólbrennt andlitið. Hann var í hvítri skyrtu,
fráhnepptri í hálsmálið og skein í breiða bringuna. Hann
heilsaði vinalega og horfði á Línu með tindrandi augum og
glettnisfullum gáska.
„Ég vissi, að ég sá rétt“, sagði hann. ,,Það gat engin
önnur verið en þú, er sæti svo hnarreist í hnakknum. Það
var fallega gert af þér að koma og heimsækja okkur, vesa-
lingana í fámenninu. Mér þykir mjög vænt um að sjá þig“.
,,Það gleður mig stórlega“, sagði frú Lína, ,,en segðu
öðrum en mér, Pétur, að þér þyki vænt um að láta tefja þig
við sláttinn“. — Hana langaði til að taka ærlega í Pétur og
segja honum til syndanna. En Hrafnhildur leit á hana biðj-
andi augum og þá stillti hún sig. Framh.