Eining - 01.05.1956, Qupperneq 7
EINING
7
Þannig var okkur kennt á æskudögum mínum. Á nútíma-
máli mundi þetta verða:
,„Réttlætið upphefur þjóðina, en rangsleitnin, óréttvísin,
óheiðarleikinn, eigingirnin, og allt hitt, sem áður var kallað
synd, veldur niðurlægingu og þjóðarböli“.
Hver er kominn til að sanna, að við séum meiri englar,
en menn voru á dögum Krists. Ekki var hann vægari við
samsektina en Meistari Jón. Hann talaði um kalkaðar grafir,
hreinar og hvítar hið ytra, en fullar hið innra dauðra manna
beinum.
Er nútíma menning okkar örugg fyrir hinu skyggna auga
réttlætisins? Sér það ekki eitthvað óhreint innan við hinn
hvítfágaða ytri hjúp?
Við erum ekki framar svöng og klæðlaus þjóð í moldar-
hreysum. Við erum södd og vel klædd og göngum á rósa-
teppum. — Gefi Guð okkur þá að sama skapi auðlegð and-
ans, það siðgæði, þann heiðarleik og heilindi, er gert getur
okkur að farsælli þjóð og vitni sannleikans á meðal þjóðanna.
P. S.
Þá og nú
Framhald frá fyrra blaði.
J. E. Edgerton, forstjóri eins mikils iðnaðarfyrirtækis í
Bandaríkjunum, lýsti áhrifum áfengisbannsins á þessa Ieið:
,,Það er einmitt stétt hinna fátækari manna í landinu,
og menn allra stétta, er búa í bæjum og minni borgum og
einnig í dreifbýlinu, sem mest hafa hagnast á áfengisbann-
inu. Þúsundir heimila hafa verið byggð í minniháttar borg-
unum, bæjunum og umhverfi þeirra, sem annars hefðu ekki
risið upp, og milljónir kvenna og barna hafa fengið þörfum
sínum fullnægt í fæði og klæðnaði, sem annars hefði liðið
skort á þessu sviði, ef engin bannlög hefðu verið“.
Kunnur hagfræðingur og rithöfundur, Samúel Growther,
ritaði greinaflokk í The Ladies Home Journal og hélt þar
fram, að ,,á tíu ára tímabili hefði 15.000.000.000 - fimmtán
milljörðum dollara verið varið til iðnaðar og nytsamlegra
framkvæmda, sem ella hefðu farið til áfengiskaupa, og hafi
hér farið saman, sem afleiðing bannlaganna, aukin vinnu-
afköst, hærri laun, meiri kaupgeta, meiri framleiðsla og
meiri neyzla“.
Dr.Irving Fisher segir í bók sinni, Prohibition at its
Worst, að ,,sex milljarðar dollara hafi árlega bætzt við tekj-
ur þjóðarinnar, með því að láta nytsamlegar framkvæmdir
koma í staðinn fyrir átumeinið mikla — áfengisviðskiptin“.
Doktor Fisher getur þeirrar furðulegu staðreyndar, að á
þingi hagfræðinga hafi hann reynt að skipuleggja samtals-
fund um bannlögin, en hafi ekki getað fengið neinn til þess
að vera andmælandi bannsins. Frá þessu segir dr. Fisher í
bók sinni, The Noble Experiment, bls. 147—148. — Já,
þetta kallaði dr. Fisher bók sína um áfengisbannið, ,,the
Noble Experiment“. — Göfuga ráðstöfun.
Þannig töluðu margir hinir ágætu menn, er báru velferð
manna fyrir brjósti. Hinir báru aðeins hagsmuni sína fyrir
brjósti. Á þessu er geysilegur munur, hvort menn stjórnast af
mannúð og umhyggju fyrir almennri velferð manna eða þeir
stjórnast af ágirnd og gróðafíkn.
Á þessum blaðsíðum bókar dr. Fishers, er hér var nefnd,
kemst hann svo að orði:
„Eg bjó út nafnalista þeirra fjármálamanna og hagfræð-
inga, sem voru taldir andbanningar, og ég skrifaði þeim og
óskaði eftir umræðum. Allir svöruðu þeir, að það væri mesti
misskilningur að þeir væru andstæðir bannlögunum, og ættu
umræður þessar að takmarkast við gagnsemi áfengisbanns-
ins, vildu þeir ekki vera þar andmælendur. Er ég hafði full-
^Jrin heiícicýci aló&...
„Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karl-
mannlegir, verið styrkir. Allt sé hjá yður í kœr-
leika gert“.
Hún er stutt, þessi ræða postulans, en altæk að
efni til, auðveld að læra, létt að muna, en ekki
jafnauðveld til eftirbreytni.
Vakið. Það er vörnin gegn hálfvelgjunni, sljóv-
leikanum, letinni og andvaraleysinu. Alltaf vakandi
á verðinum, trúir, skylduræknir og grandvarir.
Stöðugir í trúnni. Það er vörnin gegn stefnu-
leysinu og öllu tvílyndi, sem veldur friðleysi og
veiklun í sálum manna.
Karlmannlegir. Það er vörnin gegn öllu hug-
arvíli, kvíða, kjarkleysi, áhyggjum og ótta. En
allt þetta eru skæðir óvinir heilsu manna og ham-
ingju. Guðsbarn á ekki að ganga um á þessari
jörðu með hugarvíl og vol.
Verið styrkir. Margsannað er, að hugarvíl og
bölhyggja getur dregið menn til dauða. Trúar-
traust og lífsgleði gerir menn styrka.
Allt gert í kœrleika. — Hvílíkur heimur, sem
breytti þannig. Bezt er sjálfsagt að spara öll létt-
væg orð um þessa altæku lífsreglu, en lifa í þeirri
trú og von, að þetta eigi mannkynið í vændum,
þegar það hættir að hafa „aðra guði“ en Guð
kærleikans.
(Þetta er hundraðasti kaflinn í blaðinu: Hin heilaga
g-lóð).
reynt, að enginn fékkst til andmæla, skrifaði ég öllum hag-
fræðingum og fjármálamönnum, sem skráðir eru í „Min-
erva“, einnig öllum hagfræðikennurum (teachers of statis-
tics). Enginn þeirra hefur heldur gefið sig fram til andmæla".
Slík var reynsla þessa lærða og ágæta menntamanns.
Einn þekktasti starfsmaður félagsmála í Bandaríkjunum,
Jane Addams, kallaði fyrstu bannárin ,,sæludaga“. Þá höfðu
skemmdarverkamenn, áfengissalar, leynibruggarar, glæpa-
lýður og auðmenn, er losna vildu við skatta, en ekki hafið
herferð sína gegn áfengisbanninu. Bannlögin hafa alls stað-
ar fallið fyrir ofbeldi einhverra þeirra manna, er þurftu að
hagnast á afnámi þeirra, en ekki sökum þess, að almenn-
ingur væri andstæður þeim eða þau gæfust illa á meðan þau
fengu að njóta sín.
Mjög þekktur starfsmaður félagsmála í Bandaríkjunum,
Miss Mary McDowell, sagði að fyrstu mánuðir bannáranna
hefðu verið eins og „dagur á eftir nóttu“.
Höfundur bókarinnar Then and Now (þá og nú), sem hér
er vitnað í, telur svo upp ýmsa starfsmenn félagsmála, for-
mann hjúkrunarkvennafélags, forstöðumenn Gyðingasamtaka,
háskólamenn og ýmsa aðra. Vitnisburður þessara allra um
áfengisbannið er á einn veg. Og þannig var það um þá menn
yfirleitt, sem mest unnu að velferð þjóðarinnar, en höfðu eng-
an hagnað á neinn veg af áfengissölu, en sáu augljóslega hvar-
vetna, hversu bannið gagnaði þjóðinni í heild og ekki sízt
mörgum, er áður höfðu verið hart leiknir af áfengisneyzlunni,
eins og t. d. vandamenn drykkjumanna.
Höfundur bókarinnar segist hafa verið staddur í New
York eitt sinn á árinu 1920. Þá var vandræða ástand í borg-
inni sökum snjókomu, en þá hafði verið þar sex mánaða á-
fengisbann. Hann heimsækir þá eins konar hjálparstofnun
The Municipal Lodging House. Áður en áfengisbannið gekk
í gildi, hafði heimili þetta 800 rúm, en hýsti þó oftast 1500
til 1600. Nú voru þar aðeins 36 og næstum eins margir starfs-