Eining - 01.05.1956, Blaðsíða 2
2
EINING
á frelsisstyttunni. Hana kunni hann ut-
anbókar.
Það var hans fyrsta framkvæmd, er
hann kom til Ameríku, að sækja um
borgararétt. Þar næst lagði hann allt
kapp á að læra ensku, og svo auðvitað
að komast að einhverju starfi. Ekki gekk
það sem greiðlegast fyrst í stað að kom-
ast út á braut listamannsins, en um-
skiptin urðu snögg, er þau loks komu.
Hann hitti Samuel L. Rothafel, hinn
fræga ,,Roxy“. Er Rothafel hafði heyrt
Gorin syngja og kynnst hábassarödd
hans, er náði yfir þrjár oktavur, frá láa
G til háa B, réð stjórnandinn hann um-
svifalaust að hinu fræga leikhúsi
— heimsins merkasta leikhúsi — Radio
City Music Hall. ,,Er ég hneigði mig“,
segir Gorin, ,,sá ég fyrir mér andlit
hjúkrunarkonunnar og virtist hún segja,
,,hvað sagði ég þér ekki? Guð hefur
greitt götu þína. Er ekki svo?“
Svo tók við hvað af öðru, tíu vikna
starf hjá NBC, þá þriggja ára ráðn-
ingstími hjá „Hollywood Hotel“, sem
útvarpssöngvari. Þar kynntist hann
stúlkunni sinni og giftist henni. Hann
vildi kynnast þjóðinni sem bezt og
leyfði því ekki, að svo hátt verð yrði
sett á list hans, að það útilokaði ýmsa
staði frá því að ná til hans. „Auðvitað
vil ég gjarnan fá sæmilega borgun, en
svo hátt má ekki spenna bogann, að
bæir, sem óska þess að fá mig, geti ekki
haft ráð á því“. Þannig voru fyrirmæli
hans. Á einu missiri hefur hann það
til að ferðast 40.000 mílur aftur og
fram um landið.
Hann er ekki sammála þeim söngv-
urum, sem kvarta yfir því, að Ameríku-
menn hafi ekki þroskaðan skilning á
tónlist. Hann sparar ekki að minna er-
lenda söngvara á, að í löndum hins
gamla heims standi ríkið oft undir tón-
listarstarfseminni, en í Ameríku rækti
fólkið sjálft tónmennt sína og standi
sjálft undir kostnaðinum. Hann bendir
á fyrirtæki eins og Community Con-
certs (eins konar þjóðkór), sem notar
kjörorðið „Carnegie Hall“ í hverri borg
og hefur náð til 900 borga, og á
800.000 styrktarfélaga.
Gorin hefur ekki talið sig of góðan
til þess að syngja fyrir kúasmala,
blökkumenn,, börn og allan lýð. Hann
miðlar gáfu sinni óspart og syngur oft
í sjúkrahúsum. Eitt sinn var hann að
syngja í sjúkrahúsi heimkominna her-
manna. Hann söng þar eftirlætislög
manna, án þess að verða var við mikla
hrifningu. Þá flaug honum í hug allt í
einu að syngja Faðirvorið. Er hann tók
síðasta tóninn ,,Amen“, hrópaði her-
maður einn í hjólastóli: ,,Já, hin drott-
inlega bæn — hún er það, sem við
þörfnumst“. Er söng Gorins var lokið,
gekk til hans læknir einn og þrýsti hönd
hans og sagði: „Þetta eru fyrstu orðin,
sem þessi hermaður hefur talað síðustu
tvö árin. Þú hefur látið gerast krafta-
verk“.
„Ef til vill hefur gerzt kraftaverk“,
svaraði Gorin, ,,en það er þó ekki mitt
verk“.
Eitt sinn var hann að syngja í há-
skólaborg í suðurríkjunum. Er hann
hafði sungið tíu aukalög, vék hann af
söngpallinum og kom aftur með káp-
una á handleggnum og tjáði áheyrenda-
fjöldanum, að á 20 mínútum þyrfti hann
að komast á járnbrautarstöðina. Allur
mannfjöldinn gekk á eftir honum á-
leiðis til stöðvarinnar, og falaði hjá
honum meira af éftirlætis söngvum.
Hann söng fyrir fólkið á göngunni, og
þegar lestin brunaði af stað, stóð hann
á palli og söng: „Ég er á leið til ein-
hvers staðar, áfram ég halda verð“.
Hann gleymir aldrei hjúkrunarkon-
unni. „Ef mér hættir til að miklast af
getu minni“, segir hann, „sé ég ávallt
fyrir mér andlit systurinnar í sjúkra-
húsinu í Vín og heyri hana segja: „Gáf-
an er ekki aðeins þín einka eign, heldur
falin þér til þess að varðveita hana og
fegra og miðla öðrum“. Til þess að
minna sjálfan mig á, ber ég fram ofur-
litla bæn á undan hverjum hljómleik:
„Drottinn, þér tilheyrir þessi stund.
Hjálpa mér, að ég verði ekki nafni þínu
til vansæmdar“.
Einn af skemmtileg'ustu atburðum á
sigurgöngu þessa samúðarfulla og fram-
úrskarandi vinsæla söngvara, var sá, er
nefnd í Mormónaríkinu sneri sér til
hans, er hún hafði heyrt söng hans,
Faðirvorið, og bað hann að taka að sér
aðalhlutverkið í söngleik til minningar
um landnám Mormónanna í Utah. —
Nefnd þessi þóttist viss um, að Gorin
mundi geta gefið hinu andlega efni
söngleiksins líf og innblástur. Sjálfum
fannst honum þetta furðulegt, að hann,
Ukrainíumaðurinn skyldi vera valinn til
þessa forustuhlutverks í leiknum. En
hann sagðist skilja landnemana, því
að sjálfur hefði hann verið landnemi.
Hann hafði aldrei eignast neinn heima-
bæ fyrr en þarna í Ogden í Utah, en
hann var þar virtur og dáður, og dró
að söngleiknum þúsundir manna ár eft-
ir ár.
Lífsreynslu sinni lýsir hann í þess-
um orðum: „Ameríka var í draumi
mínum gullkrúsin undir öðrum enda
regnbogana. Þetta var þó ekki þannig.
Ameríka er regnboginn sjálfur. Hafi
maðurinn til að bera andlegt þrek og
viljakraft til þess að fylgja stefnu regn-
bogans, fer svo, hvort sem hann finnur
gull eða ekki gull, að hann finnur ham-
ingjuna, tækifærið til þess að njóta
sín til fulls og þann lífsfögnuð, sem er
hlutskipti hinna frjálsu“.
Þannig er þessi hugþekka saga í
stuttu máli. Hin þakklátu hjörtu, sem
mestar kröfur gera til sjálfra sín, gleðj-
ast mest yfir því, að geta glatt aðra og
auðgað anda þeirra, eru vissulega
70 ára
afmælisfagxtaður
STÚKNANNA VERÐANDI NR. 9
OG
EININGARINNAR NR. 14.
20. NÓVEMBER 1955.
Máttug skín í myrkri alda
mannsins trú á betri heim.
Hærra en stríðsins heiftúð kalda
hana ber á vegum þeim.
Það er hún, sem hatri og kvíða
hefur breytt í von á ný.
Hún er allra ævitíða
æðsta ljósið, björt og hlý.
Þegar vér á þessum degi
þökkum liðin sjötíu ár,
ber þar hæst á vonavegi
viljann til að græða sár,
viljann til að vernda og leiða
viðkvæmt hjarta æskumanns,
von, að mega grýtta greiða
götu bróðurkærleikans.
Undarlega er örðug leiðin
inn í mannsins vonalönd,
þó að ótal æviskeiðin
áfram stefni hönd í hönd.
Slys og dauða, sorg og sárin
sífellt vínið ber á leið.
Enn þá heitu harmatárin
hjálpar leita í sárri neyð.
Okkar hlutverk er að vekja
íslendinga af svefni í dag,
bölið mesta burtu hrekja,
benda á sannan þjóðarhag,
heita á alla að hætta að gæla
heimsku og spilling þjóðar við,
svo að heilbrigð megi mæla
menning, trú og stefnumið.
Maríus Ólafsson.
Slæm prentvilla
kom fyrir í síðasta blaði. Ártalið á
fyrstu bls. er 1955 en á auðvitað að vera
1956. Þeir kaupendur blaðsins, er halda
því saman, ættu að leiðrétta þetta strax.
skæru ljósin, er varpa töfraljóma á
mannlega tilveru. Þau eru gjöf Guðs
til þess heims, er þjáir sig sjálfan um
of á öfundsýki, óánægju, vanþakklæti
og tortryggni. Heilsulyndir og salt þess
heims, eru göfugu og fórnfúsu sálirnar.