Eining - 01.05.1956, Side 4

Eining - 01.05.1956, Side 4
4 EININ G Avarp til íslendinga Áfengisnautnin er í dag eitt mesta vandamál flestra þjóða heims. Af völd- um áfengis deyja árlega tugjDÚsundir manna, áfengið hefur gert margar milljónir manna að andlegum og lík- amlegum aumingjum, áfengið er undir- rót geysimikilla afbrota. Það eyðilegg- ur lífshamingju milljóna manna og grefur undan siðgæði og manndómi æskulýðsins. Árlegt tjón mannkynsins af völdum áfengis verður ekki metið til fjár. Áfengisbölið er eigi síður vandamál íslenzku þjóðarinnar en annarra þjóða. Til að afsaka andvaraleysi í áfengis- málunum er að vísu oft á það bent, að margar þjóðir drekki meira en íslend- ingar. Sú röksemd er harla léttvæg, því að fordæmi annarra eru þá aðeins til eftirbreytni, að þau hvetji til fram- fara og aukins þroska. Islendingar eru smáþjóð, en með því að rækta með sér menningu, siðgæði og manndóm get- ur hún orðið jafnoki stórþjóða og jafn- vel staðið þeim miklu framar í öllum efnum, sem gefa lífinu mest gildi. Sú menningarsókn mun þó reynast torveld, ef vér vörpum ekki áfenginu fyrir borð. Hvarvetna blasir við augum vorum það mikla tjón, sem áfengið veldur þjóð vorri. Alvarlegust er vaxandi á- fengisnautn æskulýðsins. Margur mann- vænlegur æskumaður eyðileggur glæst- ar framtíðarhorfur. Samkvæmislífið er spillt. Ölvun ökumanna veldur árlega mörgum slysum. Flest afbrot eru framin undir áhrifum áfengis. Margvíslegt sið- leysi fylgir í kjölfar drykkjuskaparins. Mörg heimili eru lögð í rústir. Þetta er ekki falleg mynd, en hún er því miður sönn. íslenzka þjóðin hefur ekki efni á að fórna manndómi og sið- ferði bama sinna á altari Bakkusar. Þjóðin verður að snúa sér af alvöru að því að uppræta áfengisbölið og ómenn- ingu drykkjuskaparins. Neð stofnun Landssambandsins gegn áfengisbölinu hafa öll helztu menning- arsamtök þjóðarinnar tekið höndum saman í því skyni að vinna gegn hinum skaðlegu áhrifur áfengisnautnarinnar og glæða skilning alþjóðar á því alvar- lega böli, sem áfengið veldur. Tuttugu og tvö félagasambönd hafa gerst aðiljar að Landssambandinu gegn áfengisbölinu, og er meiri hluti þjóðar- innar innan þessara samtaka. Lands- sambandið gegn áfengisbölinu er þann- ig langfjölmennustu félagasamtök, sem stofnað hefur verið til hér á landi. Höfuðmarkmið Landssambandsins er að vinna gegn neyzlu áfengra drykkja, en því aðeins getur sú viðleitni borið góðan árangur, að auðið reynist að skapa almenningsálit, er hagstætt sé bindindi og reglusemi. Landssambandið telur mikla nauð- syn að fá samkvæmisháttum og skemmt- analífi breytt á þann veg, að hvarvetna sé með menningarsniði. Landssambandið telur mikilvægt, að öll löggjöf um áfengismál miði að því að draga sem mest úr innflutningi, sölu og veitingum áfengra drykkja. Landssambandið telur nauðsynlegt að krefjast reglusemi af embættismönn- um þjóðarinnar og öðrum opinberum trúnaðarmönnum. Landssambandið er andvígt tilbún- ingi áfengra drykkja í landinu. Neð stofnun Landssambandsins gegn áfengisbölinu er stigið merkilegt spor í bindindismálum þjóðarinnar, og munu jafnvíðtæk samtök á þessu sviði ekki þekkjast með öðrum þjóðum. Vér hvetjum alla þjóðina til átaka um að útrýma áfengisbölinu. Vér minn- um foreldra á að gleyma aldrei ábyrgð sinni og hversu áhrifamikil þau fordæmi eru, sem þeir gefa. Verum minnug þeirrar skyldu vorrar, að tryggja sem bezt öryggi og lífshamingju barna vorra. Sameinumst því um að bægja frá þeim þeirri hættu, sem áfenginu fylgir. I stjórn Landssambandsins gegn á- fengisbölinu: Magnús Jónsson, Björn Magnússon, form. varaform. Frtmann Jónasson, Stefán Runólfsson, ritari. Axel Jónsson, Viktoría Bjarnadóttir, Magnús Gu&mundsson. I fulltrúaráði Landssambandsins gegn áfengisbölinu: Karl Karlsson, fulltrúi Alþýðusam- bands Islands. Sigrffiur Björnsdóttir, fulltrúi Áfengisvarnanefndar kvenna. Kristinn Stefánsson, fulltrúi Áfengis- varnaráðs. Óskar Pétursson, fulltrúi Bandalags íslenzkra skáta. Helgi Tryggvason, fulltrúi Bindindisfélags ísl. kennara. Árelíus Níelsson, fulltrúi Bind- indisfélags presta. Sigurgeir Albertsson, fulltrúi Bindindisfélags ökumanna. Odd Tellefsen, fulltrúi Hjálpræðishersins á íslandi. Jóna Erlendsdóttir, fulltrúi Hvítabandsins. Benedikt G. Waage, fulltrúi Iþróttasambands Islands. Gunn- fríður Rögnvaldsdóttir, fulltrúi Kristi- legs fél. ungra kvenna. Jóhanna Egils- dóttir, fulltrúi Kvenfélagasambands Is- lands. Helgi Þorláksson, fulltrúi Lands- sambands framhaldsskólakennara. Ingv- ar Árnason, fulltrúi Landssambands K. F. U. M. Arnheiður Jónsdóttir, full- trúi Náttúrulækningafélags íslands. Jón Þorvarðsson, fulltrúi Prestafélags ís- lands. Ásgeir Sigurgeirsson, fulltrúi Sambands bindindisfélaga í skólum. Þórður Kristjánsson, fulltrúi Sambands ísl. barnakennara. Páll Sigurðsson, full- trúi Sambands ísl. kristniboðsfélaga. S. Heiðar, fulltrúi Sjöunda dags advent- ista á íslandi. Brynleifur Tobíasson, full- trúi Stórstúku Islands. Stefán Ó. Jóns- son, fulltrúi Ungmennafélags Islands. Umdæmisstúka Suðurlands heim- sækir Akranes Stór hópur Góðtemplara úr Reykja- vík og Hafnarfirði fór í heimsókn til Akraness sunnud. 22. apríl síðastl. For- ustuna hafði framkvæmdanefnd um- dæmisstúku Suðurlandsumdæmisins. — Lagt var af stað frá Reykjavík kl. 9 árd., á hinu nýja og mjög svo vistlega skipi Akraborg. Veður var ákjósanlegt. Strax er til Akraness kom, lá leiðin í fundar- hús templara og var gestum þar vel fagnað með góðum veitingum. Akur- nesingar eru ósparir á gestrisni. Laust fyrir kl. 11 gekk svo allur hópurinn til kirkju. Sóknarpresturinn, séra Jón Guðjónsson, messaði. Lagði út af kær- leiksboðorði Krists og vék svo í niður- lagi fallegrar ræðu sinnar að reglu Góð- templara og mælti á þessa leið: „Þetta er mitt boðorð“, sagði Frels- arinn, ,,að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður“. Og hér er þá það, sem göfgustu hugsjónir mannanna byggjast á. I þennan jarðveg er þess að leita, sem fegurst hefur vaxið í mann- lífinu og orðið hefur til mestrar bless- unar. Og þess viljum við minnast nú, er við helgum alheimshreyfingu Góð- templara fyrirbæn okkar á þessari morg- unstund, um leið og við bjóðum fulltrúa hennar hér samankomna hjartanlega velkomna. Það vex, sem af Guði er fætt og nærist af Guðs anda. Það á við um reglu Góðtemplara. Af litlu fræi er hún orðin að stóru tré, sem breiðir lim sitt yfir Iönd og þjóðir. Þúsundir manna hafa heitið henni hollustu og unnað henni og unnið með trúfesti allt sitt líf. I fána sinn hefur hún letrað: trú. von og kærleikur. Enginn veit, hve mikla blessun hún hefur gefið mönnunum. Dæmin eru mörg og sum nærtæk. Að gera lífið betra, bjartara, ríkara af gleði

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.