Eining - 01.05.1956, Qupperneq 9
EINING
9
Myndir þessar eru frá stað einum á
Suðurströnd Englands, er okkur, gest-
um og fulltrúum á hástúkuþinginu, var
sýndur. Þar heitir Lulworth, og er þar
mjög sérkennilegt landslag, er verður
gesti minnisstætt. Við ókum þangað all-
mikið fjölmenni í mörgum langferða-
bílum og lituðumst svo um á staðnum
góða stund.
Ég greip tækifærið og brá mér upp
á hæsta hnjúkinn til vinstri við hina
fallega hringlöguðu hafnarkví, sem
myndin sýnir. Þegar upp kom, var á
aðra hönd hengiflug líkast sem við
Látrabjarg eða Hornbjarg, þó hvergi
nærri eins hátt, en ströndin var all-
hrykaleg. Gróður í þessu dalverpi var
fremur rýr og minnti margt þarna á ís-
lenzkt landslag. Um alla hlíðina fyrir
neðan hæsta hnjúkinn var mikil bíla-
breiða, sýndi það, að fleiri gestir en við
sóttu á þenna einkennilega stað, en fáir
lögðu Ieið sína upp þangað, er ég fékk
mesta og bezta útsýn. Þó prikaði þang-
að upp alla leið ein ung og fremur lág-
vaxin snót, og tók mig tali, þótt ung
væri. Ekki leyndi það sér, að víðar en
í djúpum dölum íslands og borg og
byggð vaxa upp sjálegar snótir og fagr-
ar konur. Unga stúlkan var mjög snot-
ur, og skylt er okkur karlmönnum að
sjá það og meta, engu síður en fagurt
landslag, en hvort tveggja það fer vel
saman.
Niðri í fjörunni við víkurbotninn
gátu gestir fengið leigða báta til
skemmtiróðurs, var það ofurlítil freist-
ing, sem ég varð þó að standast, aðal-
lega tímans vegna. Þarna voru og nokk-
uð sérkennileg veitingahús og keyptum
við þar ávexti, og myndir frá staðnum
og héldum svo leiðar okkar, fróðari en
áður um einn fallegan stað til viðbótar
öllum hinum.
P. S.
Niðursföður rann-
sókna um áhrif og
effirköst áfengis-
neyzlu
í norska blaðinu „Folket“ 14. febr. er
tekin upp grein úr sænska blaðinu Stock-
liolms Tidningen, þar sem liinn kunni vís-
indamaður Leonard Goldberg, dósent í
Stokkhóimi, lætur blaðinu í té nýfengnar
niðurstöður rannsókna sinni um hættu af
áfengisneyzlu.
Undir eins og ég hafði lesið greinina,
fékk ég einn vorn bezta lækni, Níels
prófessor Dungal, til þess að snara
henni á íslenzku, og íer hún hér á eftir,
í þýðingu hans:
,,Hætan er ekki um garð gengin, þótt
áfengið sé horfið úr blóðinu“
I sambandi við umræðurnar um á-
fengi og umferðarlöggjöf hefur árangur-
inn af rannsóknum Leonards Goldberg
dósents um áhrif ,,timburmanna“ á um-
ferðarhættuna vakið mikla athygli,
einnig meðal erlendra sérfræðinga. I
fyrsta skipti hefur Goldberg dósent og
samverkamenn hans fundið sýnilegt ein-
kenni frá taugakerfinu um áhrif ,,timb-
urmanna“. Það fundu þeir með því að
mæla augnahreyfingarnar, meðan ölvun
stendur yfir og eftir að hún er afstaðin.
Dósentinn hefur gefið Stockholms Tidn-
ingen greinargóða lýsingu á þessari
nýju uppgötvun sinni, sem sjálfsagt á
eftir að hafa áhrif á og móta ölvunar-
löggjöfina.
Segjum svo, að maður drekki áfengi
um tveggja klukkustunda skeið með
máltíð. I fimm klukkustundir frá því
hann byrjaði að neyta áfengis, verður
hann á fyrsta stigi, með óreglulegum
augnahreyfingum, sem hægt er að
lesa af með jöfnum millibilum. Síðan
tekur við millibilsástand í 1—2 klst.
þar sem hreyfingarnar verða ekki eins
óreglulegar í augunum. En svo fer hann
yfir á annað stig — og þetta er hin
nýja uppgötvun—með nýjum mjög á-
berandi óreglulegum augnahreyfingum.
Þetta stig hefst 6—8 klst. eftir að á-
fengisneyzlan hófst og getur staðið allt
að 14 klst. eða lengur. Það sem mest
er um vert, segir dósentinn, er, að tekizt
hefur að finna sýnileg tákn um áfram-
haldandi skaðleg áhrif áfengisins, nefni-
lega greinilega truflun á starfsemi
taugakerfisins nokkrum klukkustundum
eftir að allt áfengi er horfið úr líkam-
anum.
Hversu mikil þessi truflun verður, fer
eftir öðrum einkennum, er viðkomandi
persóna hefur um eftirköstin, aðallega
svima og vanlíðan. Oft er þessi truflun
meiri, þegar ölvun er að verða lokið,
heldur en í byrjun hennar.
8—24 klst. bið.
Mögulegt er að þessi uppgötvun
verði til þess, að í stað þess að miða við
áfengismagn blóðsins, verði gerð krafa
um, að menn hafi ekki bragðað áfengi
tiltekinn tíma eins og um flugmenn, 8
—24 klst., allt eftir því, hve mikils á-
fengis hefur verið neytt, til þess að þeir
geti talizt öruggir við akstur í umferð.
Þessar augnahreyfingar hafa sitt að
segja í sambandi við sjóndepru, eftirtekt
og viðbragðshraða bílstjórans, m. ö. o.
við andlega hæfni hans til þess að aka
bíl.
Goldberg dósent getur þess ennfrem-
ur, að ,,strammari“ við „timburmönn-
um“ dragi úr vanlíðan manns, svima
o. s. frv. Á augnahreyfingamar hefur
hann þau áhrif, að hann kemst til baka
á 1. stig. Það sem gerir „strammar-
ann“ svo ógurlega hættulegan fyrir um-
ferðina, er að þeim, sem hefur fengið
sér hann, finnst hann vera laus við all-
an vanda eftir hressinguna. En almenn-
ingur verður að gera sér Ijóst, að hætt-
an er ekki um garð gengin, þótt áfengið
sé horfið úr líkamanum“.
Þessi merkilega frétt er ein sönnun-
in enn fyrir því, að áfengisneyzla og
vélvæðing vorra tíma eiga ekki samleið.
Brynleifur Tobiasson
Ólík hlutskipti
Sumir menn hljóta í lifanda lífi aðkast og
illt umtal, en hljóta framliðnir aðdáun og
þakklæti kynslóðarinnar. Hinir beztu menn
hafa oft verið ofsóttir og stundum líflátnir,
en orðið svo Ijómandi fyrirmyndir komandi
kynslóða, dáðir og dýrkaðir.
Aftur á móti hefur einstöku mönnum tek-
izt að láta heilar þjóðir skríða fyrir sér í
duftinu, lúta sér og tilbiðja sig, en hafa svo
orðið andstyggð allra, orðtak og grýla, eftir
burtför sína úr þessum heimi.