Eining - 01.05.1956, Qupperneq 6
6
EINING
E I N I N G
Mánaöarblaö um bindindis- og menningarmál.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson.
Blaðið er gefið út með nokkrum fjárstyrk frá Stórstúku íslands
og ríkinu.
Afgreiðsla bess er á skrifstofu blaðsins, Suðurbraut 4, Kópavogi.
Árgangurinn kostar 30 krónur. í lausasölu kostar blaðið 2 krónur.
Sími: 5956.
Hverfir vilfa nú ganga
á nndan
Þarfir einstaklinga og þjóða eru venjulega margar, en
á hverjum tíma er þó oft einhver þörf hverrar þjóðar brýnust.
Þegar Fjölnismenn og Jón Sigurðsson hófu sitt mikilvæga
brautryðjendaverk var mikið um lestur guðsorðabóka á Is-
landi. Þá var þörf þjóðarinnar önnur meiri en sú, að henni
væri prédikað siðgæði. Þjóðin mátti heita allslaus, ófrjáls og
kúguð í fjötrum.
Nú er öldin önnur, en vissulega eru þarfir hennar enn
margar, og ein þó sennilega brýnust. A hinum tímum efna-
legrar fátæktar og allsleysis, og töluvert fram á 20. öldina,
mátti heita, að það væri undantekning, ef menn sviku loforð
sín, en nú er það öfugt. Háöldruð, lífsreynd sæmdarkona
sagði við mig nýlega: ,,Þá var það undantekning, ef menn
efndu ekki loforð sín, en nú er það undantekning, ef þeir
efna orð sín“.
Þegar menn eru hættir að hirða neitt um það, hvort þeir
standa við orð sín eða ekki, þá eru þeir orðnir hirðulausir um
mannorð sitt og heiður, en manni sem er hirðulaus um mann-
orð sitt og sæmd, er ekki unnt að fulltreysta, hvorki við em-
bættisstörf, algenga vinnu eða í neinni stöðu né viðskiptum.
En þegar svo er komið, að það er undantekning, ef menn
efna loforð sín, þá er það vissulega sjúkdómseinkenni á
mjög alvarlegum og umfangsmiklum þjóðarsjúkdómi. Þetta
vitnar um lömun siðferðisþroskans, þjóðfélagið er sjúkt.
Hinn ágæti Nóbelsverðlaunavísindamaður, Alexis Carrel,
kemst svo að orði í hinni miklu bók sinni, Man, the Unknown,
að „maðurinn hafi hrapað niður í kæruleysi gagnvart næstum
öllu öðru en peningum“. Þetta er vissulega alvarlegur vitnis-
burður, en er hann ekki sannur? Ber ekki æði mikið á heimtu-
frekju, kröfum og peningagræðgi? Láta menn ekki æði oft
sæmd sína og heiður fyrir peninga? Því miður er þetta svo
algengt, að þótt einhvers staðar springi stífla svo að í ljós
komi glæpsamlegt fjármálahneyksli, er í svip vekur alþjóðar
athygli og umtal, þá dettur allt slíkt umtal furðu fljótt í dúna-
logn svo að ekki heyrist á það minnst. Sjaldan vantar þó vilj-
ann í andstöðuflokki þess manns eða manna, sem við hneyksl-
ið eru riðnir, til þess að notfæra sér þetta, halda því á lofti
og benda á það sem sýnishorn af spillingunni í andstöðu-
flokknum. En hvers vegna verður svo fljótt hljótt um hneykslis-
málin? Hvers vegna notfæra andstæðingar þeirra manna,
sem sekir eru, þetta ekki frekar en oftast á sér stað? Svarið
er auðfundið: Það er hin mikla samsekt, hin almenna spill-
ing. Svo margir eru sekir, og í herbúðum allra flokka, að
enginn er svo saklaus að hann áræði að kasta fyrsta stein-
inum. Ekki er það miskunnsemi og vorkunnsemi náungans,
er þessu veldur, heldur blátt áfram hin mikla samsekt, og
svo ríkir þessi háskalega „samsekt í þögn“. illgresið fær að
dafna í friði.
I kvæðinu, Jón Meistari, segir Einar Benediktsson:
,,Um samsekt í þögn yfir þjóðarvömm
var þungur lestur hans reiði.
Hvar frekja sig ræmdi og raupaði af skömm,
þar reiddi hann öx að meiði“.
Hinn mikli andansmaður þjóðarinnar, Meistari Jón,
þrumaði þungan reiðilestur yfir samsektinni, og að hinum
rotna og fúna meiði reiddi hann öxi sinnar spámannlegu
hirtingar og vandlætingar. — Nú er þjóðarinnar mikla þörf,
að þetta illgresi sé upprætt, að hrópað sé gegn samsektinni,
þögnin fordæmd. Þetta erfiða og óvinsæla verk verður að
vera hlutskipti þeirra manna, er nú vilja vinna hið brýnasta
þjóðnytjaverk. Hin siðferðilega fátækt er þjóðinni hættu-
legri, en öll önnur fátækt var henni á dögum Fjölnismanna.
Hin siðferðilega fátækt, sem oftast hefur verið fylgifiskur vel-
sældar, hefur valdið hruni þjóðanna, en ekki harðindi og
lítið veraldargengi.
Nýlega var mér sögð saga um mann, er aflaði sér er-
lends gjaldeyris á ólöglegan hátt. Ekki gerðist þetta samt í
gær. Það komst upp um manninn og hann var yfirheyrður.
Eftir yfirheyrsluna sneri maðurinn sér til manns, er var sam-
sekur honum, hafði sennilega selt honum peningana. Sá
sagði strax: vertu rólegur, ég skal taka þetta mál að mér.
Um málið heyrðist svo ekkert framar. Samsektin náði nógu
langt til þess að stöðva allan frekari málarekstur. Slíkar sög-
ur er ekki auðvelt að sanna, en tíðarandinn gerir þær ákaf-
lega sennilegar, og hver er sá, sem ekki veit, að slikt þrífst
mæta vel í þjóðfélaginu. Þetta er hættulegasta þjóðfélags-
rotnunin, þegar samsektin er orðin svo almenn, að flestir
eða allir þegja yfir henni, þegar það er orðin undantekningin,
að menn standi við orð sín, eins og það áður var undantekn-
ing, ef menn efndu orð sín ekki. Þá er líka hætt við að heið-
arleikinn sé orðinn undantekningin. Fjármálaástand þjóð-
anna bera ótvírætt vitni þessari siðferðishnignun, en þar
sem spilling ríkir í fjármálum, þar er spillingarkviksyndið
oftast nokkuð altækt.
Svo vanþroska eru enn flest öll mannanna börn, að
þeim er ekki holt að gera gullkálfinn — peningana að á-
trúnaði sínum. Þeir eru enginn frelsandi guð. Þeir vekja
engan guðlegan innblástur, þeir göfga menn ekki, engu frem-
ur en lágkúruleg dýrkun stórglæpamannsins í gerfi einvalds-
herrans — myrkrahöfðingja í mynd sakleysisins. Aðeins trú
á eitthvað mjög göfgandi getur göfgað menn, aðeins holl-
ustan við hið góða, fagra og fullkomna — við Guð kærleik-
ans, getur lyft mönnum upp yfir síngirninnar sjónarmið
og vígt þá til þjónustu við allt mannkyn. En aðeins slík trú,
lífsskoðun og tilbeiðsla, getur verið nægilega sterkur grund-
völlur undir einstaklingssiðgæði og þjóðarsiðgæði.
Okkur verður starsýnt á glæsileik okkar útvortismenn-
ingar, en erum við vissir um, að við séum í raun og veru
nokkuð þroskaðri né gáfaðri menn, en menn voru á þeim
tímum er þeir ræddu í æðstu menntastofnunum þjóða þau
mikilvægu umhugsunarefni, hvort englarnir hefðu rauðar,
gular eða hvítar fjaðrir, eða, hvort sólin væri eldrauð á
kvöldin sökum þess, að hún væri þá beint upp af logum
helvítis? Vitum við hvaða mælikvarða ókomnar aldir leggja
á afrek okkar nútímamanna og siðferðisþroska?
Það er miklu auðveldara að sauma falleg föt, hengja á
sig gullstáss, mála og skreyta hús, reisa veglegar mennta-
stofnanir, kirkjur, leikhús, kvikmyndahús, íþróttavelli, skrifa
skáldsögur, leikrit, mála myndir og hvað það nú annars er,
sem varpar nú ljóma á ,,löst og glys“, svo að notuð séu orð
skáldsins, — allt þetta er miklu auðveldara en að efla og
rækta þann siðferðisþroska, er gerir þjóðir að sannkölluðu
stórveldi, siðferðisþroska, sem tryggir fullkomið réttlæti og
heiðarleik í landinu, allt frá hæstu embættunum niður til
þjónsins.
„Réttlætið upphefur lýðinn, en syndin er þjóðanna
skömm“.