Eining - 01.05.1956, Qupperneq 3

Eining - 01.05.1956, Qupperneq 3
EINING 3 Jónas Tómasson lónskáld hálfáltræðnr Jónas er Þingeyingur að ætt og upp- runa, fæddur í Fnjóskadal, og var fað- ir hans listfengur fræðimaður. Lengst ævinnar hefur Jónas átt heima á ísa- firði. Hann hefur sannarlega sett svip á þann bæ og unnið þar margháttað menningarstarf. Templar gerðist hann snemma, gekk í St. Dagsbrún, og hefur unnið langt og farsælt reglustarf á Isa- firði. — Atvinna hans hefur verið bók- sala, og hljómlistin hefur verið yndi hans og eftirlæti. Kirkjuorganisti hefur hann verið frá 1911 og lengi stjórnandi hins landskunna ,,Sunnukórs“. Organ- isti í Stórstúkunni hefur hann verið mörg ár við hinn bezta orðstír. Hann hefur lifað í heimi reglunnar, hljómlistarinnar og bókanna og unað þar vel. Hin gáfaða og listfenga kona hans, Anna Ingvarsdóttir, var honum samhent, og fagurt og yndislegt var heimili þeirra. Jónas sameinar hið listræna og hag- ræna, horfir á stjörnurnar, en gleymir því þó ekki, að hann gengur á jörðinni. Ég þakka Jónasi Tómassyni vináttu hans og bræðraþel í 43 ár, og bið hon- um blessunar Guðs á merkum tíma- mótum í ævi hans. Stórstúka íslands samfagnar heiðurs- félaga sínum. Pétur Sigurðsson, ristjóri þessa blaðs, lét svo mælt um Jónas sjötugan, og er það enn í gildi: ,,Jónas lætur menn ekki verða fyrir vonbrigðum. Hann býr yfir meiru en sýnist við fyrstu kynni. Hann efnir miklu meira en hann lofar. Hann er ekki seinn í snúningum, því að hvorki er hann stórvaxinn né holdugur. Hann er ekki fasmikill, en þeim mun drýgri og traustari“. Jónas hefur alltaf lagt meiri stund á að vera en að sýnast. B. T. Ólafur Ólafsson fyrrv. skólasljóri sjölugur Ólafur Ölafsson fyrrv. skólastjóri á Þingeyri varð sjötugur 13. apríl síðastl. Ólafur er einn þeirra manna, sem ég hef ávallt hlakkað til að hitta. Það er margt í fari hans, sem er gesti mjög hugþekkt. Ári áður en gæfuárið mitt rann upp, bar mig að garði þar sem Ólafur Ólafsson átti heima í Haukadal í Dýrafirði, og frá þeirri stundu er mað- urinn mér minnisstæður. Hann söng og lék við hvern sinn fingur. Hann var enn ungur, vorlíf í sálu hans og gæfu- ár hans var þegar upp runnið, en því geta menn sjaldan leynt. Ólafur var þá trúlofaður. Hann fékk góða konu, mann- kostum búna, og hefur hún búið hon- um og börnum þeirra slíkt heimili, er hlúir vel að sálum manna. Ólafur hefur hlotið skemmtilegar gáfur og einnig menntun, með honum hefði ég viljað sitja í leshring mánuð eftir mánuð, lesa Eddurnar og aðrar fornar bókmenntir* okkar, rabba um slíkt og einnig móðurmálið. Þetta hef- ur verið yndi Ólafs, tungan og kjarna- bókmenntir. Hann er ekki aðeins bók- lærður maður, heldur og menntaður vel í reynsluskóla daganna. Hann hef- ur stýrt knerri og stundað sjómennsku, fengist við búskap, við sveitarmál, ver- ið hreppstjóri, oddviti, í sýslunefnd, tekið þátt í félagsmálum, stjórnað söng- kór, og góður liðsmaður hefur hann verið um áratugi í sveit okkar Góð- templara. Hann er heill og hvergi hálf- ur. Hann tók rösklega þátt í bannlaga- baráttunni og hefur alltaf verið örugg- ur málsvari bindindis og annarra góðra málefna. Skólastjórnin og kennslumálin hafa verið hans aðalævistarf, og þar hefur hann verið góður leiðsögumaður. Ég hef gist heimili Ólafs og notið þar hvað eftir annað góðrar gestrisni, ég hef verið áheyrandi hans á mannfund- um og hann hefur verið nokkrum sinn- um góður áheyrandi minn. Öll hafa kynnin við þann mæta mann og hans ágætu fjölskyldu verið mér til uppbygg- ingar og mestu ánægju. Ég sendi hon- um og heimili hans beztu kveðjur mínar og þakkir, bið afsökunar á þessum fáu línum, sem hefðu þurft að vera meira og veglegra mál. Eining flytur Ólafi þakkir fyrir mikið og gott starf og óskar honum allra heilla á björtu ævikvöldi. Pétur Sigurðsson. Úr göntlum blöðum Árið 1947 kom frakkneski prófess- orinn, Alfred Jolivet, til Islands og flutti hér háskólafyrirlestra. Þá birti Morgun- blaðið, 3. október, samtal við prófess- orinn. Þar segir m. a.: ,,Enginn háskólamaður í víðri ver- öld ætti að láta sér detta í hug að kenna germanska málfræði, án þess að kunna sjálfur íslenzku. íslenzkan getur frætt mann meira um germönsku en nokkurt annað mál. Hún hefur líka þann mikla kost umfram t. d. gotneskuna, að hún er lifandi mál“. Blaðið spurði prófessorinn um her- námsárin í Frakklandi. „Ástandið í Frakklandi var ógurlegt“, sagði hann, „enginn gat verið óhultur um líf sitt nokkra stund. Sífelldar aftökur. Menn teknir og skotnir án dóms og laga, vita- skuld saklausir“. Þá spurði Morgunblaðið, hve marga Nazistar hefðu tekið af lífi í FrakkJandi. ,,Tvö hundruð þúsundir“, svaraði prófessorinn. ,,En svo var sandur af fólki flutt til Þýzkalands og hneppt í þrældóm. Sumir þeirra hurfu, ekkert spurðist um afdrif þeirra. Aðrir komu aftur, seint og síðar meir, og þá kann- ske berklaveikir eða lamaðir á líkama og sál, svo að þeir bíða þess aldrei bæt- Vel mættu menn hugleiða það, hversu þekking, lærdómur, kunnátta og verklegar framfarir, hafa enn orkað litlu gegn villidýrseðli mannskepnunn- ar. Engir slíkir stórglæpamenn sem ein- valdsherrar 20. aldarinnar hefðu getað stjórnað heilum þjóðum og þvegið lönd- in í blóði, ef framfarir mannkynsins á andlega sviðinu og í siðgæðismálum, og þroski hins guðlega eðlis hefði mátt sín meira. En þetta mikilvægasta, æðsta og göfugasta verður aldrei ræktað með guðlausri efnishyggju, andlausu fræða- stagli og fíflslegri manndýrkun. Mannkynið á alltaf um tvennt að velja, að lúta holdsgirndum og dýrseðl- inu og farast, eða vígjast andanum og lifa.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.