Eining - 01.05.1956, Blaðsíða 5

Eining - 01.05.1956, Blaðsíða 5
EINING 5 og hamingju hefur verið og er hennar mark og mið. Leiðin er stundum torsótt, og það hefur hún mátt reyna, en kærleikurinn knúði, einasta þráin að verða með- bræðrum sínum að liði, til góðs. — ,,Alla þá, sem eymdir þjá, er yndi að hugga, og lýsa þeim, er ljósið þrá, en lifa í skugga“, hefur verið hennar leiðarljós. 1 hennar óskráðu sögu eru þúsund myndir, sem vitna um þetta, — bróðurhöndina, sem barg þeim út í sólskinið, er sat í skugg- anum. Sannleikurinn verður oft fyrir að- kasti og kærleikurinn líka. Það er heimsins þrautamein og gömul og ný saga. En hann lifir. Hið ósanna og ó- egta á það eitt fyrir sér að eyðast og hverfa, að eilífu. Það, sem kærleikurinn á, er á sigurbraut, þrátt fyrir allt. Biðj- um því að hugsjón Góðtemplara megi eignast fleiri liðsmenn, boðendur Guðs- ríkis, ekki með tungunni einni, heldur einnig í verki og sannleika. Þá mun birta í landi, hamingjan verða sannari, gleðin meiri, tárin færri. ,,Ef einhver er villtur af vegi og vörðurnar nægja honum eigi, þá lýs honum leiðina að finna. þar er verk til að vinna. Styð saklausa blessaða barnið, er býst til að leggja út á hjarnið, það táldrægir gárungar ginna. Þar er verk til að vinna. Sjá manninn í straumi sem stendur, þarf stuðnings, æ, réttu’ honum hendur, og gæt hans, unz tekur að grynna. Þar er verk til að vinna. I trú, von og kærleika sé líf þitt, vin- ur minn, — fyrir sjálfan þig og með- bróður þinn. Umdæmisstúkunni, sem nú sækir Akranes heim færi ég óskir safnaðar míns og mínar hinar beztu, og hvern ykkar, félaga hennar, signi ég blessun Drottins frá þessum stað. Þessi voru hin hlýju og góðu orð prestsins, og kveður þar við annan tón en hjá þeim rislágu mönnum, er valið hafa sér það hlutverk að ófrægja starf reglunnar og bindindismanna yfirleitt, en sem betur fer vekja slíkar raddir lítinn enduróm í sálum heilbrigðra manna. Klukkan 2—4 var svo almenn sam- koma í Bíóhöllinni. Einn traustasti templarinn heima fyrir, Óðinn Geirdal, opnaði samkomuna, en þar næst flutti umdæmistemplar, Þorsteinn J. Sigurðs- son, ávarp, en aðalræðuna flutti Björn Magnússon, prófessor, rökfast og mark- visst erindi. Til skemmtunar var svo ýmislegt, leikþáttur, upplestur og fleira. Gengið var svo á ný í fundarhús templara, sem er mjög vis;tlegt, og setzt þar að kaffiborði. Voru þar rausn- arlega frambornar veitingar. Stuttar borðræður voru fluttar og mikið sungið. Ríkti þar ánægja og góður andi. Fleira gætum við svo, hver einstakur í hópnum sagt frá þessu ferðalagi okkar, en það yrði of langt mál. A Akranesi er mjög blómlegt athafnalíf. Beztu þakkir færum við öllum heima- mönnum þar, er gerðu för okkar góða og sem ánægjulegasta. P. S. Hvexjir eru bjargvœfttir þjóða og mesmingar? Fáránlegar og ógeðfelldar eru þær fullyrðingar sumra manna, að án vissra stétta eða einstaklinga, væru þjóðir, tungur þeirra, þjóðerni og menning ekki til. Þetta er aðeins grunnfærninnar yfirlætis orðagjálfur. Allir, sem veita athygli leikum barna, hljóta að sjá og skilja, að yfirleitt er mannveran auðug af hugsjónum og skáldlegum hugleiðingum. Börnin eru oft mikil skáld. Margir menn eru skáld þótt þeir yrki ekki. Fleiri hefðu getað orðið góðir kennimenn en þeir, sem af- réðu að lesa guðfræði, og fleiri gætu skrifað skáldsögur og ljóð en þeir, sem lagt hafa slíkt fyrir sig. Nei, góðir hálsar! Sparið fullyrðingar ykkar. Mannkyninu og þjóðunum er á- vallt borgið, af því að maðurinn er skap- aður með ódauðlega þekkingarþrá og vaxtarþrá, knúinn áfram af Guðsleit og hugsjónaeldi. Það er aðeins út frá klíkusjónarmið- um að út ganga fullyrðingar þröngsýn- innar. — Rót trésins er engu síður mikilvæg en blómkróna þess. Keppinautax1 krossins Kross sá, er orðið hefur sigurtákn kristinna þjóða, óx upp úr öðrum jarð- vegi en ýms þau merki, er einstakir menn á ýmsum öldum hafa reist upp í þeim tilgangi, að þau skyldu fram- vegis vera leiðarvísir og merki þjóð- anna á sigurgöngu þeirra. Líf, fullt af mannást og hinni göfug- ustu þjónslund og fórnfýsi, var sá jarð- vegur, er kross Krists óx upp úr. Merki Mynd af heiðurskjali, er hið Evangeliska Lúterska kirkjufélag íslendinga í Vestur- heimi sendi biskupi Islands, hr. Ásmundi Guðmundssyni er félagið gerði hann að heiðursverndara sínum. Eining hefur óskað þess að mega birta mynd bessa. hinna hafa verið hermerki ofbeldis og kúgunar. Hefði Hitler sótt fram undir merki Krists, en ekki Þórs, undir krossi kristinna manna en ekki hakakrossin- um, er hann gerðist leiðtogi þjóðar sinnar í sókninni gegn kommúnisman- um, þá hefðu færri milljónir þjáðst og látið lífið í Rússlandi, færri milljónum verið fórnað í Þýzkalandi og mörgum öðrum löndum, og Þýzkaland nú ekki verið skipt ríki. Þá hefðu þjáningar alls mannkyns orðið minni og nú verið friðvænlegra í heimi manna. Um árabil var Stalín tignaður sem eins konar guð. Einnig á Islandi voru menn, sem trúðu á hann og tignuðu. Nú hafa lærisveinar hans og eftirmenn flett hann slíkum skrúða, hrundið hon- um dauðum af stalli tignarinnar, og stimplað hann sem einn mesta morð- ingja og glæpamann. Þannig hefur farið um öll merkin, sem reist hafa verið á grundvelli yfir- gangs, valdafíknar og jafnvel mann- haturs, og svo mun enn fara. Allt, sem af vondum rótum vex, ber vondan á- vöxt og ber í sér glötun og dauða. Upp af blóði kærleiksfórnarinnar hefur lífs- tré mannkynsins hið nýja vaxið og bor- ið ávöxt, sem hefur grætt mein manna og á eftir að græða öll hin bölþrungnu mein mannkynsins. Gætum þess, að við skipum okkur undir hið rétta merki. „Boðorðið er lampi og viðvörun ljós og agandi áminning er leið til lífsins". Orðskv.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.