Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 2

Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 2
2 E I NING fórn að afrækja þannig að mestu árum saman mörg sín kærustu hugðarefni og þoka til hliðar sjálfri gyðju skáldskap- arins. En fátt sýnir betur hve bindindis- málið var honum hjartfólgið og hve mik- ils hann mat málstað Reglunnar. Brekkan starfaði mikið á öllum stig- um Reglunnar. Hann átti sæti í fram- kvæmdanefnd stórstúkunnar árin 1931 til 1952, þar af þrjú ár stórfræðslustjóri og sex ár stórtemplar. Naut hann mikils trausts og var líka sýndur mikill trúnað- ur. Hann ferðaðist mikið fyrir stórstúk- una og var regluboði með ágætum árangri. Ritstjóri Sóknar, blaðs Stór- stúkunnar var hann um skeið. Góð- templarareglunni er alltaf vant góðra manna. ,,Hver vill vera sendiboði vor?“ Þannig er spurt. Friðrik Á. Brekkan var sendiboði fúsleikans. ,,Hér er ég send þú mig“. Þannig hugsaði hann og í þess- um anda starfaði hann. Þegar á fyrsta stórstúkuþinginu, sem Brekkan sat, beitti hann sér fyrir auk- inni bindindisfræðslu, og alla tíð var hún mikið áhugamál hans. Hann hafði kynnzt námsflokkastarfseminni í Sví- þjóð, en hún átti upptök sín í sænsku Reglunni undir forustu Oscars Olssons, ríkisþingsmanns og fyrrv. hátemplars. Brekkan hófst nú handa og skrifaði bók- ina Alþýðleg sjálfsfræðsla, er kom út árið 1934. Varð Brekkan því hinn raun- verulegi brautryðjandi námsflokkastarf- seminnar hér á landi, þó að aðrir tækju málið upp síðar. Brekkan mætti nokkrum sinnum sem fulltrúi bindindishreyfingarinnar á Is- landi á norrænum bindindismótum bæði í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þá studdi hann með ráðum og dáð stofnun Sambands bindindisfélaga í skólum og átti sæti í stjórn sambandsins fyrstu ár- in. Ráðunautur ríkisstjórnarinnar í áfengismálum var hann skipaður frá 1935 og hélt því starfi fram yfir 1950. Á því leikur enginn vafi, að Friðrik Brekkan verður jafnan talinn einn af merkustu forvígismönnum bindindis- hreyfingarinnar á íslandi, meðan starfs hans naut þar við. Að því stuðlaði margt. Hann var prýðilegur fyrirlesari, mælskur vel, og kunni vel til verka á málþingum. Hann var auk þess maður mjög félagslyndur og átti ýmsa þá kosti í fórum sínum, sem hver félagsskapur metur mikils. En mikilvægast var þó það, að hann var drengur góður, fullur góðvildar, hlýr í viðmóti, íhugull og menntur vel. Trúmennska hans var brestalaus, hann vildi hvorki bregðast sjálfum sér né öðrum, ekki bregðast góðum málstað. Brekkan var glaður og reyfur, fróður vel og gæddur góðri frásagnargáfu. I návist hans leið öllum vel. Friðrik Á. Brekkan var kvæntur sænskri konu, Estrid Johanna Falberg, skjalaþýðanda, frá Gautaborg, mikil- hæfri konu og vel menntaðri. Synir þeirra tveir eru læknar og starfa nú báð- ir við sjúkrahús í Svíþjóð. Bindindishreyfingin á íslandi á Friðrik Brekkan miklar þakkir að gjalda að leið- arlokum og þjóðin á þar á bak að sjá mætum borgara. Hann hefur nú lokið dagsverki sínu, reikningarnir hafa verið gerðir upp. Hann stendur ekki í skuld við þjóð sína. Góður drengur er til moldar geng- inn. Lífsnautn hans var að leggja merk- um málum lið og gefa þjóð sinni andleg verðmæti. Slíkir menn lifa, þótt þeir deyi. Kristinn Stefánsson. Friðrik Á. Brekkan mun hafa verið einn þeirra manna, sem skilið eiga að fæðast í friðsamari og betri heim en þessa ribbaldaveröld okkar. Þó mundi hann ekki hafa kosið sér annan starfs- vettvang fremur. —- Hann var skáld, og þótt sál skáldsins sé jafnan búin spá- mannlegri hreysti, er hún þó um leið, ef hjartað er á réttum stað, gædd ríkri tilfinninganæmni, og hlýtur því að una sér oft bezt í sínum sérstaka hugarheimi. Eins og að framan er getið, átti Brekk- an gott heimili, og heimilið er háborg og skjól þess manns, sem þarf að takast á við vandamál og viðfangsefni mann- legs lífs, og svo gáfaður, vel menntur og vel gerður maður sem Brekkan var og samúðarríkur, gat auðvitað ekki set- ið af sér aílla næðinga mannlífsins í skjóli góðs heimilis og sínum skáldskapi vígða hugarheimi. Hann hlaut að taka þátt í glímu mannlífsins. Hann var hvorki hugsunarlaus né óvirkur á sviði stjórnmálanna, en þar er sjaldan stilli- logn. Um margra ára skeið kenndi hann unglingum, einmitt á gelgjuskeiði þeirra, þegar þeir eru venjulega í eins konar uppreisnarhug gegn hollum aga og oft nokkuð óstýrilátir. Getur þá oft reynt á þrek kennarans. Brekkan var framarlega í sveit rithöf- unda, og sennilega varðveita þeir ekki ævinlega ,,einingu andans í bandi frið- arins,“ og í sveit okkar bindindismanna getur bræðralagið stundum verið meing- að ýmsum átökum mismunandi skoð- ana og afstöðu til vandamálanna. Allt er þetta mannlegt, en alls staðar var Friðrik Brekkan áreiðanlega sáttasemj- arinn og friðarvinurinn, og „sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs synir kallaðir verða.“ Það atvikaðist þannig, að þau árin, sem eg ferðaðist mest um landið í þágu bindindis og félagsmála, var Brekkan stórtemplar. Þessar fáu línur eru því aðallega skrifaðar til þess að bera því vitni, að samvinnuþíðari, hugljúfari og elskulegri samverkamann en Brekkan var trauðla unnt að kjósa sér. Þannig mun hann hafa reynzt hvarvetna í öllu félagslífi og sambúð við menn. Hann var þó ekki sá, er hraktist fyrir öllum vindum. Hann var stefnufastur, ákveð- inn og traustur, en samstarfshæfileikinn var óbrigðull. Hann var drengur góður og göfugmenni. Minningu slíkra manna er gott að geyma. Þú áttir skilið hlýrri og betri heim, því hjarta þitt var fegri veröld bundið, og undi mjög í hugarheimi þeim, 4 sem hafði það í guðsleit sinni fundið. I Bragatúni byggð þíns anda stóð, — en bræðra þinna mein þú vildir græða, - þar naut sín bezt þíns hjarta heita glóð, í heimi sögu, ljóða og dýrra fræða. Iþrótt þín var orðsins fagra mennt og athöfn sú, að gera mannlíf fegra, það speki allra alda hefur kennt, að ekkert starf á jörð sé dásamlegra, Því gekkst þú út úr hjartans helgu borg, þótt hlýjast væri þar og gott að dvelja, f og þreyttir afl við öfl, sem valda sorg, og einna sárast bræður vora kvelja. Þitt starf var gott — og gott að minnast þess, sem gerðir þú um ævi þinnar daga. Og minning þín mun hljóta heiðurssess, er höldum skipar bekki þjóðar saga, því sá, sem hógvær vinnur göfugt verk, á vísa upphefð meðal bræðra sinna. — Svo hvíl þitt hjarta og hönd, sem æ var sterk til heilla, hvar sem þurfti gott að vinna. Pétur Sigurðsson. --------ooOoo-------- Matarforskrift tíu prófessora. Tíu þýzkir prófessorar í læknisfræði lögðu r nýlega frain á heilbrigðismálaþingi í Ham- borg eftirfarandi reglur uin mataræði: 1. Neyzluvatnið verður að vera lireint og búið réttum efnum. 2. Grænmeti á að vera fyrsti réttur hverrar máltíðar. Gufusuða komi í stað vatnssuðu. Kartöflur á að sjóða óskrældar. 3. Nota skal sem mest heilhveiti og ófægð- ar kornvörutegundir í stað þeirra teg- unda, sem verksmiðjuiðnaðurinn er bú- inn að svifta fjörefnum og öðrum verð- mætuin næringarefnuin. y 4. Draga skal úr kjötneyzlunni, sem þré- faldast hefur á 100 árum. Kjötmáltíð einu sinni eða tvisvar í viku er nægilegt. 5. Minnka skal sykurneyzluna. Sykurinn er bæði fjörefna- og járnefnasnauður. 6. Saltneyzlan er nú tuttugu sinnum meiri en hún ætti að vera í réttilega tilreidd- um mat og þarf því að minnka mjög. Saltið er skaðlegt bæði hjarta, nýrum og liúðinni, einnig efnaskiptingu líkamans. 7 Engin „kemisk“ efni má nota í matinn til þess að setja á hann sérstakan lit, ^ bragð eða sem vörn gegn skemmdum. Sum slík efni eru óholl, og ósannað er skaðleysi ýmissa annarra. í venjulegu dagfæði eru 1—2 gröm af „kemiskum" efnuiii. Hembygden.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.