Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 14

Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 14
14 E I NING PJEÐA STtJDENTSINS Sjöunda júni 1957 birti Morgnnblað- ið ræðu eftir ungan og nýbakaðan stúdent, Ólaf B. Thors. Var ræða þessi flutt, er hinir nýju stúdent- ar voru að kveðja skóla sinn — Menntaskólann í Beykjavík. Títil deili veit ritstjóri Einingar á þessum unga námsmanni, en ekki er það venjulegt, að ungir menn flytji slíkar ræður. Eining leyfir sér að vekja athygli lesenda sinni á eftirfarandi kafla ræðunnar. Þar er vissulega íhugunarefni, og unga manninum sagðist vel. Ber okkur því að taka undir við orð hans. P. S. Við, sem í dag1 kveðjum þenna skóla, erum fulltrúar þeirrar kynslóðar, sem hefur vaxið úr grasi og dafnað á mikl- um umbótatímum. Við höfum lifað vel- gengnisár og orðið þátttakendur í þeim miklu breytingum. sem átt hafa sér stað á landi okkar. Enda höfum við fengið að heyra það, að aldrei hafi ungt fólk alizt upp við þau þægindi og þann mun- að, sem unga kynslóðin í dag. Slíkt er eflaust satt og rétt. Hvað varðar þæg- indi hins daglega lífs verðum við vart mæld sömu stiku og fyrri kynslóðir. En engu að síður er mér næst að halda, að aldrei hafi ungt menntafólk búið við erf- iðari andlegar aðstæður, en einmitt í dag. Þetta kann að virðast fjarstæða ein. Verður yður, áheyrendur, ekki hugs- að til þeirra ungu manna, sem fyrr á tímum fórnuðu öllu og þoldu kulda og vosbúð til þess að geta notið einhverrar menntunar? Sultu heilu hungri, heldur en að fara á mis við þann fróðleik, sem þeir áttu kost á. Og verður síðan hugsað til þeirra manna, sem nú stunda nám sitt í heitum húsakynnum — við næg- an kost. En það er ekki þetta, sem ég á við. Mér dettur ekki í hug að bera saman þessi skilyrði. En við verðum að hafa í huga, að nú eru tímarnir breyttir. Þess- ir ungu menn stunduðu nám sitt knúðir þrá, knúðir þeirri eldheitu menntaþrá, sem gerði þeim kleift að leggja slíkt erfiði á sig. Þeir lifðu og hrærðust í umhverfi mettuðu lærdómi og lestri. Fjölmennið glapti þá ekki og tæknin hafði þá ekki eins teygt sína löngu arma inn í einkalíf mannsins. Hvirfilvindur vélamenningar og andstæðna var þá ekki vakinn. Þeir unnu af því að þeir vildu vinna og gátu unnið. En nú er öldin önnur. Önnur viðhorf og önnur sjónarmið ráða nú flestu. £g efast um að menntaþráin sé alltaf sú sama, e. t. v. vegna þess, að menn þurfa nú minna á sig leggja til þess að njóta menntunar. Áhugasömum nemendum er nú yfirleitt auðvelt að njóta skólavistar. En vinnufriður og aðstæður til ein- beitingar hugans eru ólíkar nú og þá. Staðreyndin er sú, að nútímamaður verður að grafa sig út úr völundarhúsi eigin samtíðar til þess að fá að vera í friði með eigin hugsanir. Dagblöð, útvarp, sími og alls konar félagsskapur eru að ræna manninn dýrustu réttind- um hans, réttinum til þess að hugsa og álykta með sjálfum sér. Múgskoðanir og fjöldatrú setja meir og meir svip sinn á hið daglega líf. Við lifum á öld tækni og hraða. Hvarvetna miðast viðleitni þjóðanna í þá átt að létta hina beinu lífsbaráttu, auka tæknina, auka hraðann. Upp úr hjúpi þúsund ára þjóðlífs er að rísa nýtt og voldugt goð — goð tækni og vel- hyggju, vélin. Nýjar og glæstar uppfinn- ingar leysa af verði hug og hönd. Sífellt þokar mannlegur máttur um set fyrir vélkraftinum. Ódýrt og afkastamikið vinnuafl leysir manninn af hólmi. Þæg- indin aukast og kröfur til mannlegs at- gerfis minnka. Hinu glæsta goði er sífellt fórnað fleiri og fleiri sálum, fleiri og fleiri máttarstólpum, sem eitt sinn hvíldu undir þjóðfélagi einstaklings og menn- ingar. Sífellt er mokað á þá góðu gróttu- kvörn, sem mylur manninum þægindi og munað. Og allt hefur þetta gerzt á fáum ár- um. Það leiðir því af sjálfu sér að svo snöggar breytingar verða ekki teknar án þess að þeirra gæti í öðrum þáttum þjóðlífsins. Eftir því sem þægindin auk- ast og kröfur til mannsins minnka, glat- ar hann smám saman þeim hæfileikum, sem í öndverðu skipuðu honum skör hærra skynlausri skepnu. Hin andlega menning dregst aftur úr meðan goðinu sæla er hampað. Og það er raunar ofur eðlilegt. And- leg barátta og einbeiting hugans krefst alla jafnan mikillar áreynslu og mikillar staðfestu. Og þegar hin daglega þróun miðar í þá átt, að steypa alla menn í sama mót, mót hóglífis og þæginda, hættir maðurinn hreinlega að beita þeim gáfum, sem guð gaf honum í upphafi. Hin andlega deyfð og sú andleti, sem nú gerir vart við sig í æ ríkara mæli, er sjúkdómur, bráðsmitandi farsótt, sem fer hratt yfir. Þessi sjúkdómur vill einn- ig herja á okkur, sem nú stundum nám. Það er svo miklu auðveldara að gefa sig á vald lystisemdum og munaði okkar vaxandi höfuðborgar, en að horfast í augu við staðreyndir og semja sig að þeim kröfum, sem menntaskólanám óneitanlega gerir til hvers nemanda. Og með þessi sjónarmið í huga leyfi ég mér að fullyrða, að aldrei hafi nám og ástundun gert meiri kröfur til stað- festu og manndóms, en einmitt nú. Við Islendingar eigum gamla menn- ingu, sem við erum að verðleikum stolt- ir af. í framtíðinni bíður okkar mikið og mikilvægt verkefni. Við eigum að varð- veita þessa menningu, auka hana og efla. Og það er starf okkar, sem hér er- um í dag. En það fáum við því aðeins gert, að við gætum þess að glata ekki sjálfum okkur, hugsun okkar og frelsi í fjötra múgsefjulnar, verða sálarlaus ferlíki í fallegu landi, landi, sem átt hefur dug- lega, þrekmikla menningarþjóð. Slíkt starf verður vissulega verð- ugt verkefni allra krafta okkar. Styrkj- um því og hlúum að íslenzku menning- arlífi minnug orða Jónasar Hallgríms- sonar: ,,Hvað er langlífi lífsnautnin frjóa aleflings andans og athöfn þörf.“ En gerum okkur ljóst, að fleiri hætt- ur steðja að. í hönd fara erfið ár. Ekki aðeins fyrir okkur íslendinga, heldur gjörvallt mannkyn. Ár, sem skera munu úr um það, hvort öll menning líður undir lok, hvort hnöttur okkar verður vígvöll- ur valdagráðugra stórvelda, sem búa yfir krafti tortímingar og dauða. Á hverjum degi fáum við fréttir af vígbúnaði og hervæðingu stórveldanna. Hótun berst á hótun ofan, og alls stað- ar virðist ríkja hið gamla lögmál: Sá sterkasti mun sigra. Og í skugga þess hildarleiks stöndum við þegnar smáþjóða, undrumst og spyrjum. Hvernig fær staðizt, að maður tuttug- ustu aldarinnar, hinn þrsokaði homo sapiens, skuli reiða yfir höfuð sér hinn banvæna hamar, vitandi það, að ljósti hann, hittir hann sjálfan sig. Og svarið er aðeins eitt. Olfúð og hatur, sem höfða til frumstæðustu eðlis- hvata mannsins, eru enn þau öfl, sem mestu ráða í heimi vorum, þótt fagurt sé talað“. Lítt mundi þessi búningur frá 16. öld ganga nútímahermönnum.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.