Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 4

Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 4
4 EINING / Hvað á að gera við Svo heitir grein í janúar hefti Read- er’s Digest 1958. Vandamál þjóðanna eru mörg og illa tekst að koma á jöfnuði í einu og öðru, þrátt fyrir alla íhlutun sósíalismans. Sums staðar er of lítil atvinna, en of mikið af blessuðu kvenfólkinu. Frum- stæðir eyjaskeggjar í suðurhöfum voru áður fyrr ekki í miklum vandræðum með slíkt. Ef illa aflaðist hjá þeim í manna- veiðunum, þá átu þeir kvenfólk sitt. Við, þessar hálfsiðuðu þjóðir, tímum nú ekki að éta svo góðar dúfur. I Bandaríkjunum eru nú, samkvæmt áðurnefndri ritgerð, hálf önnur milljón kvenna fram yfir karlmenn. Þetta er ekki glæsilegtmeðalþjóðar á menningarstigi, sem ekki leyfir fjölkvæni, nema svolítið leynibrugg, eins og í áfengismálunum. Hinir reikningshæfu þar vestra gera ráð fyrir að árið 1975 verði umfram kvenfólkið í Bandaríkjunum orðið 3,600,000. Aumingjarnir! Það er von að þetta valdi nokkrum áhyggjum. En svo skrifa sumar konur í Ameríku um það, að nú verði þær að hjálpa mönnum sín- um til að lifa. Þeir hrynja nefnilega nið- ur á bezta aldri. Þeir eru alltaf á harða- spretti eftir dollarnum, því að ekki að- eins þurfa þeir dollara til sígarettukaupa og annars, heldur þurfa konurnar og krakkarnir töluvert, því að allar vilja þær eiga dýrustu kápuna, fallegasta bíl- inn, glæsilegustu íbúðina, fallegustu hús- gögnin, öll nýtízku áhöldin, sjónvarp og svo allt hitt, en allt kostar þetta dollara. Við þetta bætast svo allar skemmtanirn- ar. Við þessar vægðarlausu dollaraveið- ar eiginmannanna bætist svo sú byrði, að þeir eiga að sinna heimilisstörfum, skipta um á hvítvoðungnum, hræra í grautarpottinum, þvo matarílátin, þurrka ryk af glingri og húsgögnum, og margt og margt. Þeir eru svo sem ekki neinir herrar á heimilinu lengur. Þeir eru aðdráttarmenn, sendlar, heimilis- þjónar og barnfóstrar. Þeim finnst því ekki mikið um tign sína. Á þá sækir of- þreyta, of hár blóðþrýstingur og svo minnimáttarkennd. Þeir fara að kvíða því, samkvæmt sálfræðilegri glögg- skyggni sérfræðingsins, sem skrifar Digest-greinina, að þeir verði óhæfir eða lítthæfir til þess að gegna skyldunni við konu sína, sem ef til vill er lítið þreytt, vel alin og á bezta aldri og vill hafa ofurlítið „kelerí“. Og hamingjan góða! ef sú hræðilega hugsun nær tökum á vesalings karlmanninum, að hann verði ekki kvenmannsfær, þá er svo sem skiljanlegt að honum sé blátt áfram dauðinn vís. umizamkvenfólldð? En þegar nú öllu spaugi er slept, er þarna töluverð alvara á ferðinni. Eigin- menn kvennanna í Ameríku hrynja nið- ur á bezta aldri. Sem stendur eru 7,700,000 — sjö milljónir og sjö hundruð þúsund ekkjur í Bandaríkjun- um og margar þeirra á bezta aldri. Margt miðar nú að því að stytta líf karlmannsins en lengja líf konunnar. Til dæmis hefur á 20 árum dauðsföll- um kvenna af völdum barnsfæðinga fækkað úr 65 af hverjum 10,000 lifandi- fæddra bama niður í 4. Flestar konur hafa einnig tileinkað sér takmörkun barneigna og eru því ekki ofreyndar af slíku. Næstum allir sjúkdómar drepa fleiri karlmann en konur, svo að ekki sé nú minnst á styrjaldirnar. Dauðsföll af völdum krabbameins er um 6% fleiri meðal karlmanna en kvenna. Meira en tvisvar sinnum fleiri karlar en konur deyja úr hjarta- nýrna- og æðasjúkdóm- um. Þannig deyja á ári um 100,000 íleiri karlmenn úr þessum sjúkdómum en konur, og eru þetta flestir miðaldra menn. Dauðsföll karlmanna úr krans- æðasjúkdómum eru 75% fleiri en kvenna. Hvernig líst ykkur á, konur góðar! Ráðlegast mun vera, þegar öllu gamni er sleppt, og ef þið viljið hafa eitthvert gagn og gaman af karlmönnum í fram- tíðinni, að hjálpa þeim þá til að lifa. Rétt mun að geta þess, svo að eng- inn haldi að grein sú, sem hér var vitn- að til, sé einhver markleysa, er rituð af sérfræðingi, sem unnið hefur mjög eft- irsótt verðlaun fyrir ritverk um hormóna og er nú að rannsaka vald Elli kerling- ar og skrifa um það. Maðurinn heitir Selig Greenberg. -------ooOoo------ Afreksmaður bindindismóla heiðraður. Drottning Englands hetur heiðrað mann í Ástralíu, sem heitir W. H. Green, og er hin nýja nafnhót lians Offieer of the disling- uished order of the britisli empire. Heiður þenna hefur drottningin veitt honum fyrir afrek á sviði bindindismála. Meðal annars hefur þessi maður verið einna atkvæðamest- ur við að lcoma upp í landinu fjórum stór- um nýtízku hótelum, sem ekki liafa um hönd neinar áfengisveitingar. Eitt þeirra er 9 eða 10 hæða hótelið í Canberra, er kostaði það, sem samsvara myndi um 15 milljónum ísl. króna. — Eining hefur áður sagt frá afrek- um þessa inanns og samherja hans, og sanna framkvæmdir þeirra, að ekki er nauðsyn- legt að framfleyta nýtízku ferðamannahótel- um á áfengisveitingum. Slíkt er aðeins grilla, sem áfengisunnendur hafa húið til. Fm ungmenna- félögunum Ritstjóraskipti hafa orðið á Skinfaxa, tímariti Ungmennafélags Islands, og hef- ur tekið við ritstjórninni, Guðm. G. Hagalín, rithöfundur. Honum virðast engin takmörk sett í afköstum á ritvell- inum og má búast við að eitthvað Iýsi af Skinfaxa í höndum hans. I fyrsta hefti þessa árgangs er þáttur, f sem heitir Af vettvangi starfsins. Er þar gerð grein fyrir ýmissi starfsemi félag- anna. Um bindindismál segir þetta: „Ástandið í þeim málum virðist fara batnandi. í skýrslu UMS Kjalarnesþings segir: „Ástandið í bindindismálum er með ágætum á sambandssvæðinu. Öll félögin leggja mikla áherzlu á algert bindindi á samkomum sínum.“ Stjórn sambands Borgarfjarðar skýrir svo frá, að síðan héraðslögregla var stofnuð, hafi ástand á skemmtunum í héraðinu mjög breyzt til batnaðar. Síðasta þing sambandsins samþykkti áskorun um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um al- gert vínbann í landinu. „Ástand í bind- indismálum allgott,“ segir í skýrslu Vestfjarða. Stjórn sambands Skagafjarð- ar segir svo: „Á árinu var stofnað sam- band áfengisvarnafélaga í Skagafirði. Þess vegna voru nokkrir fundir haldnir ( í héraðinu um þau mál, og átti ung- mennasambandið allmikinn þátt í þessu, auk þess sem formaður sambandsins mætti á nokkrum fundum ásamt erind- reka landssambandsins, Axel Jónssyni." í skýrslu sambands Eyjafjarðar er sagt: „Ástandið í bindindismálum er sæmilegt og bindindismálin rædd alltaf öðru hvoru innan ungmennafélaganna.“ Stjórn sambands Suðurþingeyinga segir: „Mjög sæmilegar horfur.“ Loks segir , í skýrslu HS. Skarphéðins: „Á héraðs- þingi eru bindindismálin rædd og gerð- ar samþykktir í því efni. Ástandið í þess- um málum virðist betra eftir því sem fjær dregur þorpum og kaupstöðum.“ Gott er að heyra þessar fréttir frá ungmennafélögunum. Ef þau leggjast öll fast á sveif með öðrum samtökum bindindismanna í landinu, ættu þau sameiginlegu átök að geta orðið sigur- vænleg. En ömurlegt er til þess að vita, að óregla skuli vera þar mest, sem skil- ' yrði til menningar ættu að vera bezt, og óreglan þar mest áberandi, sem æðstu menntastofnanir landsins eru og forusta alls menningarstarfs. Gerum íslenzku þjóðina aftur fyrir- mynd annarra þjóða í algeru bindindi.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.