Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 15

Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 15
E I NI NG 15 * Vorþing umdæmis- stúku Suðurlands var haldið laugardaginn 31. maí sl. í Reykjavík. Umdæmistemplar, Þorsteinn J. Sigurðsson, var í forsæti. Lagðar voru fram skýrslur embættismanna umdæmis- stúkunnar. Greinir þar allýtarlega frá útbreiðslustarfinu á liðnu ári, en fréttir af þessu hefur Eining flutt áður. Mjög er athyglisverð skýrslan um barnaheim- ilið að Skálatúni og verður síðar skýrt nánar frá þeirri stofnun. Þingið var fjölsótt og voru umræður einna mestar um þingsályktunartillög- una, sem Alþingi hefur til meðferðar, um afnám vínveitinga á kostnað hins opinbera. Var samþykkt á umdæmis- stúkuþinginu áskorun til framkvæmda nefndar Stórstúku Islands, að halda sem fastast á því máli og herða sóknina. Þorsteinn J. Sigurðsson baðst undan að vera í kjöri framvegis, og var í hans stað kosinn umdæmistemplar, Þórður Steindórsson. Aðrir í framkvæmdanefnd- inni eru þessir: Bjarni Halldórss., Sig. Guðmundsson, Karl Karlsson, Páll Kolbeins, Margrét Sigmundsdóttir, Þorsteinn J. Sigurðs- son, Jón Jóhannesson, Jón H. Jónsson, Kristjana Benediktsdóttir og Svanhildur Einarsdóttir. -------00O00------- Dry kk j uskapur Eftirfarandi er fyrri hluti forustu- greinar, sem birtist í öðru hefti Skinfaxa, tímarits Ungmennafélag's tslands, ’57. Ritstjóri var þá Stefán M. Gunnarsson. — Unga kynslóðin tekur djarflega til máls. P. S. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hversu drykkjuskapur unglinga hefur vaxið, nú á síðari tímum. Ekki er óal- gengt að sjá 15, 16 eða 17 ára og jafn- vel yngra fólk, slaga eftir götum Reykja- víkur eða úti um holt og móa, veinandi, æpandi og öskrandi. Þeir sem ekki eru á sama stigi eða ófullir, verða að forða sér undan þessari æsku landsins. Margur veltir því fyrir sér, af hverju þetta stafi, hvers vegna ungir menn hafi það helzt fyrir umræðuefni, er þeir hitt- ast á förnum vegi, hvað þeir hafi verið fullir um síðustu helgi, eða þá hvar þeir eigi að fara á fyllirí um næstu helgi. Skýringin á þessu fyrirbæri er fyrst og fremst iðjuleysi; á það einkum við um æsku Reykjavíkur og annara bæja landsins. Unga fólkið í bæjunum hefur svo undarlega lítið gagnlegt við tímann að gera. Eftir að vinnan er úti, kl. 5—7 á daginn, þá verður gatan athvarf flestra og hendingin ein ræður, oft og tíðum, hvert haldið er. Sé farið í kvikmynda- hús eða sezt inn á sæmilegt kaffihús, má nokkurn veginn gera ráð fyrir, að kvöldið verði rólegt og laust við allan skrílshátt. Sé farið á dansleik, verður annað uppi á teningnum. Allt frá byrj- un og til loka dansleiksins eru gestirnir slangrandi inn og út, margir með flösku undir belti, vasapela í sokknum eða jafn- vel hangandi í snæri niður á lærið. Og karlmennirnir stynja og bölva, ef til vill nýlega búnir að slá náungann í rot. Kvenfólkið grenjar og ælir, með úfið hárið. Eins getur verið öfugt, að góð- semin og ánægjan með lífið brjótist út af þeim ógnar krafti, að fólkið, sem fór prúðbúið að heiman um kvöldið, standi í faðmlögum, sleikjandi hvert annað, úti á miðjum aðalgötum bæjarins, þeg- ar lítið er liðið nætur. Þótt hér sé talað um dansleiki sem aðal drykkjusamkomur ungs fólks, er ekki þar með sagt, að ekki sé drukkið undir mörgum öðrum kringumstæðum. Aldrei mun ómenningin koma betur í ljós en á ýmsum útisamkomum, sem haldnar eru víða um land, á sumrum. Þar gæti virzt sem mikill hluti samkomu- gesta álíti það skyldu sína að verða sér og öðrum sem mest til skammar og van- virðu. Það er stundum talað um, að æskan sjái þetta fyrir sér á æðri stöðum. Aldrei sé haldin veizla né hátíð fari fram, hjá okkar æðstu stjórn, án þess að vín sé veitt, ómælt. Alþingismenn fyrirverða sig ekki, þótt þeir séu drukknir á al- manna færi og hinir ungu menntamenn eru síður en svo til fyrirmyndar í skemmtanalífinu. Þingvellir hafa um alda raðir verið helgur staður í augum flestra Islendinga. Þeir hafa táknað frelsi þjóðarinnar og lýðræði í landinu. Nú er svo komið, að ekki má vera gott veður án þess að til Þingvalla hópist hundruð manna og kvenna og það oft og tíðum unglingar á fermingaraldri, sem eru drukknir, vag- andi á hinni „heilögu jörð“. ----oOo---- Leiðrétting. Þar sem minnst er á afmæli Jens E. Níelssonar í síðasta tbl. er afmælisdag- ur hans talinn vera 8. marz, en á að vera 7. apríl, og afmælissamsætið í Templ- arahúsinu var 13. apríl, en ekki 13. marz. Þá var þess getið í sambandi við myndina í aprílblaðinu, að Jens sæti þar með lítinn sonarson, en það er dóttir. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á þessum klaufaskap. Nýjasti skólinn Um árabil var mánaðarlega ofurlítill pistill í blaðinu undir þessu nafni. Svo féll hann niður, meðfram vegna framhaldssögunnar, sem entist á þriðja ár. Gjarnan vildi eg geta tekið upp þenna lið af nýju, en veit ekki, hvort það lánast, hef að sumu leyti ekki sem bezta aðstöðu til að ger- ast kennari annara í ýmsu, sem eg vildi helzt að kennt yrði í þessum nýjasta skóla. Skyldi einhver vel fær kaupandi blaðsins vilja leggja hér lið stöku sinnum, einn eða fleiri, mundi það vel þegið. Flest okkar þurf- um alltaf að læra, en það kostar: oftast nokkurn vilja og setningu að læra. Mörg ár eru síðan, að málsnjallir menn bentu alþjóð manna á, hve óþarft væri og einnig rangt, að bæta orðinu ,,síðan“ við setningar eins og, fyrir fimm árum, fyrir mánuði, fyrir löngu. Flestir segja og skrifa, jafnvel prélátar og prófessorar, fyrir fimm árum síðan, fyrir mánuði síðan, fyrir löngu srðan. Þetta orð er auðvitað óþarft og rangt. Frá því eg fyrst áttaði mig á þessu, hef eg aldrei notað það, og minnti á þetta nokkrum sinnum hér í blaðinu. Fyrir fáum dögum, en nú er 26. maí, minnti málfræðingur útvarpsins á þetta en einu sinni. Sýnir þetta, eins og margt annað, hve erfitt er að kenna fullorðnu fólki og fá það ofan af vana, hversu óviðeig- andi sem hann er. — Munum nú að sleppa orðinu „síðan“, þegar við töl- um um liðinn tíma þannig, að þetta dansk-íslenzka orð vill vegna gamallar venju hanga aftan í. Þá ættu að minnsta kosti lærðir menn að spara alveg í ýmsum orða- samböndum orðið ,,þýðingu.“ Ávallt segja menn og skrifa, að þetta og hitt hafi mikla ,,þýðingu,“ sé ,,þýðingarmikið.“ Því, ekki nota ágætu orð- in mikilvægt og gildi, t. d. að eitt og annað sé mikilvcegt, en hafi ekki mikla þýðingu. Og ýms fleiri réttmæt orð má nota í staðin fyrir þessa ,,þýðingu.“ Látum okkur nægja í bráð, að hafa þessi tvö orð í huga, ,,þýðingu“ og ,,síðan“ og nota þau ekki þar sem þau eiga ekki heima.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.