Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 8

Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 8
8 EIN ING jf E I N I N G MánaSarblað um bindindis- og menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson. Blaðið er gefið út með fjárstyrk frá ríkinu og stórstúku íslands. Öll bréf til blaðsins og ritstjórans skulu send í Pósthólf 982, Reykjavík, en ekki til afgreiðslunnar, Suðurbraut G, Kópavogi. Sími blaðsins er 1 59 56. Árgangur blaðsins kostar 30 kr., en í lausasölu 3 kr. livert eintak. Geftum við kveóið draugintt niður? Nú á ekki við, hvorki fyrir mig eða aðra, að rabba að- eins eitthvað léttvægt um „daginn og veginn.“ Öll þjóðin verður að horfast í augu við sitt stærsta vandamál. Þegar svo er komið, að fulltrúar ríkisstjórnarinnar og fulltrúar at- vinnuveganna, verða að sitja, ekki aðeins á rökstólum, held- ur miklu fremur á réttnefndum kvalabekkjum dag eftir dag og nótt eftir nótt, og stofna jafnvel heilsu sinni og lífi í hættu með slíku, til þess að reyna að finna einhver ráð til þess að forða atvinnuvegunum frá algerri stöðnun, þá er vissulega ein- hver háskaleg meinþróun að verki í þjóðfélaginu. Þegar svo stjórnmálamenn verða að halda áfram viku eftir viku að glíma við fjármáladrauginn, sem þjóðin hefur vakið upp með bjánalegri eyðslu og léttúð, en tekur hana nú miskunnarlausu kverktaki og ógnar sjálfstæði hennar, þá er kominn tími til að við gerum okkur ljóst, hvað okkur, hverj- um einum ber að gera. Við megum ekki gleyma því, að jafn- vel hvert ,,ósökkvanlegt“ skip, eins og t. d. Titanik, getur brunað áfram á helslöðum meðan allir innanborðs una sér áhyggjulaust við gleði og glaum, dans og glasaglam. Hin illkynjaða meinsemd þjóðarinnar er eigingirni ein- staklinganna og háskalegt valdastreitutafl flokkanna. Þetta læknar ekkert nema róttæk siðbót sem öll þjóðin tekur þátt í. Allt annað verður blekking og skammgóður vermir. Við er- um að mörgu leyti á glapstigum. Þjóðaruppeldið er stórgall- að, lítill agi, kjánalegt eftirlæti, brjálæðisleg sóun og léttúð, heimtufrekja og alsherjar ábyrgðarleysi, og skortur á þjóð- hollustu. Hér getur búið hamingjusöm þjóð, ef hún vill lifa og hegða sér skynsamlega, en taumleysi í lifnaðarháttum hefur velt stærri þjóðum en ísl. þjóðinni. Við verðum að sýna meiri ábyrgðartilfinningu, hver og einn, og láta okkur skiljast, að undir hag heildarinnar er kominn fyrst og fremst hagur okk- ar einstaklinganna. Við stöndum nú andspænis vandamáli vandamálanna, ef við leysum það ekki skynsamlega, allir sem einn, þá hlýtur vandamálunum að fjölga og þau verða stöðugt illkynjaðri. Spámaðurinn sagði fyrr á öldum um mennina, sem vanræktu hið nauðsynlegasta, ræktun siðgæðiþroskans, að þeir fengu kaup sitt í „götótta pyngju.“ Finnst ekki flestum aurarnir týnast fljótt úr buddunni? Hvað veldur? — Verð- bólgan. — Hver hefur skapað hana? Blindni eigingirninnar. Af þeirri braut verðum við að snúa, hvort sem okkur þykir ljúft eða leitt, ella mun sár hirtingarvöndur ríða að baki okk- ar. Afleiðingalögmálið hefur alla tíð verið miskunnarlaust, og svo er enn. Hvernig geftum við náð seftftu marki? etinginn segir: „Óargadýr er á veginum, ljón á götunum." , í|(6i, Á vegi hins hikandi og hálfvolga manns eru ævinlega einhver ljón, en „þeim sem eina lífið er bjarta brúð- armyndin, þeir brjótast upp á fjallið og upp á hæsta tind- inn,“ segir skáldið. „Ástfanginn maður er tífaldur maður,“ seg- ir frægur rithöfundur. Það er hugarástand manna, er gerir þá ýmist vesala eða volduga. Það voru heitir hugsjónamenn, sem sigruðu heiminn, sköpuðu ný menningartímabil og lyftu þjóðum til vegs og frama. Er markmið okkar bindindismanna svo glæsilegt ,að eldur áhugans bálist í brjóstum okkar og við keppum að því eins og menn, sem eiga lífið að leysa? Hve mikið viljum við leggja á okkur og hve miklu viljum við fórna til þess að ná þessu mark- f miði? Er markmið okkar akurinn, sem geymir perluna dýru, sem aleigunni er fórnandi fyrir? Er okkur það meira virði en allt annað: flokkur, hagsmunir, skoðanir, vinfengi, þægindi eða ein- hver sérstök forréttindi? Ef ekki, þá er markið sett of lágt. Markmið okkar er þetta tvennt: útrýming áfengisbölsins — áfengisneyzlu og áfengissölu, og: bræðralag allra manna. Vissu- lega er markmiðið glæsilegt og nægilega hátt sett. Getum við náð því? og hvernig? Hvort tveggja þetta, útrýming áfengisbölsins og bræðralag allra manna, virðist mannlegum mætti ofurefli, en á vegi fullhugans, sem eina lífið er bjarta brúðarmyndin, verða „engir Alpar.“ Gegn áfengisbölinu verðum við að sækja fram sóknharðir og samstilltir. Við verðum að sækja málið fast, djarflega og þó drengilega á hendur sjálfum áfengissalanum, sem hér á landi er ríkið. í þjóðfélögum siðaðra manna er það almennt viðurkennt, að þeim manni, er veldur öðrum tjóni, beri að bæta honum það eftir föngum. Oft eru menn dæmdir til að greiða mjög háar skaðabætur. Hve há yrði skaðabótin, ef íslenzka ríkið ætti að borga allt það tjón, sem áfengisneyzlan veldur hér á landi? Ríkið selur áfengi fyrir nokkuð á annað hundrað milljónir króna. Þetta veldur óútreiknanlegu böli: Gerir fjölda manna að ósjálfbjarga , aumingjum, úrkynjar menn, eyðileggur heimili, sviftir börn fyr- irvinnu og konur þeirri aðstoð eiginmannsins, sem þeim ber, kem- ur fjölda manns á vonarvöl, veldur slysum, glæpum, siðleysi og alls konar andstyggð í sambúð manna, og það veldur tilfinnanlega beinu manntjóni. Ríkið viðurkennir þetta og viðurkennir nauðsyn þess, að vinna gegn þessu böli, og það leggur fram nokkurt fé til björgunarstarfs- ins. En er þetta varnar- og björgunarstarf svo léttvægt, að nóg sé að kosta til þess nokkrum skildingum? Nei. Þótt veittar væru nú 5—10 milljónir króna til bindindisstarfsemi í landinu, til þess að bæta það tjón, er áfengissala fyrir á annað hundrað milljónir ( króna veldur, þá væru það smámunir. Við erum of lítilþægir í kröfum okkar við þann, sem tjóninu veldur. Lágmarkskrafan verð- ur að vera sú, að ríkið launi nokkra vel hæfa menn, sem geti gert það að lífsstarfi sínu að vinna að útrýmingu áfengisbölsins, líkt og unnið er að útrýmingu sjúkdóma og pesta. Sumir menn telja það óheppilegt, að bindindismenn þiggi nokkurn ríkisstyrk til starfa sinna. Þetta er auðvitað alrangt. Skaðvaldurinn er sannarlega ekki of góður til að bæta fyrir tjón- ið að einhverju leyti. Við eigum að láta okkur í léttu rúmi liggja hnútukast hinna illkvittnu og óréttlátu manna, sem sí og æ reyna að útbreiða óhróður um okkur, að við þiggjum fé frá hinu opin- ( bera til þess að eyða í gagnsleysi. Þetta er ekkert annað en svívirði- Hófdrykkjumennirnir, svo nefndu, eru smitberar áfengissýkinnar

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.