Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 11

Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 11
EIN ING 11 Frá andlegri hnignun er oft skammt til ófrelsis og forráðamissis Ritgerð með þessu nafni birti Morg- unblaðið 19. febrúar sl. Höfundur henn- ar er skólastjóri, Knútur Þorsteinsson. Hagsmunahyggan er oftast sóknharð- ari en hyggja þess anda, sem keppir að siðgæðisþroska og sannri menningu. Hagsmunahyggjan er óspör á endur- tekningar er hún hrópar út um heiminn gylliboð margs þess, sem fánýtt er og skaðlegt, en vænlegt til gróða. I sam- keppninni erum við oft sparir á endur- tekningar. Grein skólastjórans fjallar um það, sem nú er áhyggjuefni margra, og leyfir Eining sér því að endurprenta hér kafla úr henni. Þar segir: ,,A síðari árum hefur sú öfugþróun hörmulega færzt í vöxt meðal þjóðarinn- ar, að ást hennar og skilningur á bók- menntum sínum, virðist mjög hafa fjar- að út eða vikið í skuggann fyrir öðrum hugðarefnum. Þrátt fyrir margbætta menningarað- stöðu, vaxandi skólamenntun og aukn- ar leiðir til þekkingar og þroska, verður ekki fram hjá þeirri staðreynd gengið. að sú kynslóð, sem síðustu ár hefur vax- ið upp ber ekki í brjósti þann bók- menntasmekk, sem fyrri kynslóðir hafa átt, og skortir þau hughrif fyrir fegurð og kynngi ritaðs máls, er svo lengi hef- ur verið aðalsmerki íslenzkrar alþýðu. Þessar staðreyndir blasa ekki einungis við augum okkar, sem fengizt höfum og fáumst við kennslu barna og ungl- inga, heldur mætum við þeim hvarvetna í bókavali og viðhorfum hinnar vaxandi æsku. — Ef við rennum augum yfir náttborðin í svefnherbergjum hinna ungu sveina og meyja og lítum á þær bækur, er þar liggja, verða ekki fyrir okkur Islendingasögur, Heimskringla, skáldverk . . .“ Skólastjórinn nefnir þarna nokkra þjóðkunna höfunda, og heldur svo áfram): ,,En þar gefur að líta æsitímarit, full af sakamálasögum, kvikmyndasögur og hinir botnlausustu reyfarar af ástarævin- týrum samkvæmishúsa milljónaborg- anna og næturlífi. Og ef við leggjum eyrun við söng nútímaæskunnar og athugum þá ljóðategund, er hún mest iðkar að nema og syngja, verður hið sama upp á teningnum. I söng og ljóða- námi nútímans, verða ekki hátt á blaði kvæði þeirra íslenzku góðskálda, er til skamms tíma unnu hug þjóðar sinnar allan, með ódauðlegum ljóðum, gim- steinum orðs og anda — skálda eins og Jónasar, Þorsteins Erlingssonar og Davíðs frá Fagraskógi. Nei, það eru andlaus og innantóm dansljóð, — dægurlög svokölluð, — sem nú fylla eyru manns, frá vörum hinnar syngjandi æsku, — óhugsaður og efnislaus leirburður, þar sem rökréttri hugsun og máli, er í flestum tilfellum misþyrmt, svo sem mest má verða. — Og í ofan á lag, er margt af þessarri svokölluðu ljóðagerð óskemmtilegt ,,kynóravæl“, eins og skáldið Davíð Stefánsson hefur einhvers staðar orðað það. Þessir söngvar, bæði þýddir og frum- samdir, virðast ætla að verða sá lífsóð- ur, er nútíminn velur sér, til yndis og sálarfóðurs. — Hér er áreiðanlega á ferðinni sú öfugþróun, sem vert er að gefa fullan gaum að, öfugþróun, sem vinna þarf gegn, með ráðnum hug. Það er eðlilegt að ung og glöð æska, þrái léttleik og gáska og bindi ekki hug sinn að öllu við alvöru lífsins, hvorki í lestri, söng né starfi. En það er jafnóeðlilegt að hún eigi eng- in hugðarmál önnur en fánýtt alvöru- leysi. Og þegar svo er komið bókmennta- smekk hinnar ungu íslenzku kynslóðar, þrátt fyrir það þó tugum milljóna sé ár hvert varið henni til menntunar, að hún finnur engan yl í því, sem bezt hefur og fegurst sagt verið á íslenzka tungu, í bundnu máli eða óbundnu, en sækir hughrif sín í Iélugustu reyfaragerð og andvana ortan dægurljóða óskapnað, þá er meira en lítið gengið þeim þroska, er lengst og mest hefur uppi borið allt okkar menningarlíf og skapað okkur sess meðal bezt menntuðu þjóða heims.“ ------------------00O00-------- Þeir eru auðþekktir I hinum miklu hafvillum þjóða, getur það verið hverri mannssál bjargráð að eygja vitaljós í náttmyrkrinu. ,,Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegi mínum,“ kvað hebreska sálma- skáldið, og íslenzka sálmaskáldið kvað: ,,Guðs orð er ljós, er lýsir í lífsins dimmu hér.“ Ef hver unglingur léti leiðast af þessu ljósi, mundu færri villast af gæfubraut- inni, en von er að ungir og óreyndir villist, því að þeir eru leiddir afvega. Postuli drottins lýsir sumum þessara af- vegaleiðenda svo að ekki verður um villst: ,,En falsspámenn komu einnig upp meðal lýðsins, eins og falskennendur munu líka verða á meðal yðar, er smeygja munu inn háskalegum villu- kenningum og jafnvel afneita herra sín- um, sem keypti þá, og leiða yfir sig sjálfa bráða glötun. Og margir munu fylgja ólifnaði þeirra, og sakir þeirra, mun vegi sannleikans verSa hallmœlt.“ 2. Pét. 2, 1, 2. Þessir afvegaleiðendur eru samkvæmt þessu ritningarorði eins auðþekktir og hvítir sauðir einkenndir með svörtum lagði. ,,Þeir atneita herra sínum sem keypti þá.“ Aðeins einn hefur verið boð- aður meðal manna, sem endurlausnari mannkyns. Hinir hættulegu menn, sem afvegaleiða og leiða bæði sig og aðra út í glötun, eru þessir, sem afneita herra sínum. „Margir munu fylgja“ óviti þeirra, segir heilagt orð. Við ættum ekki að þurfa að villast á mönnum. Þeir sem leiða þjóðir og ein- staklinga burt frá vegi lífsins, burt frá trúnni á Guð kærleikans og réttlætisins, og afneita honum, sem endurleysti menn, eru einmitt hættulegustu menn- irnir, og þeir eru því miður margir og víða að verki. Vinnubrögð þeirra eru samkvæm afvegaleiddum hugsunarhætti þeirra og trúblindu. Þeir eiga að vísu sína trú, en þeir afneita „friðarhöfðingj- anum“ sanna. Afneitunaraldan hefur læst sig um líf þjóðanna og nagar víða að rótum lífsmeiðs þeirra. „Furðið yður himnar, á þessu og skelfist og verið agndofa, segir Drottinn. Því að tvennt illt hefur þjóð mín aðhafst: Þeir hafa yfirgefið mig, uppsprettu hins lifandi vatns, til þess að grafa sér brunna, brunna með sprungum, sem ekki halda vatni.“ — Þannig talaði spámaðurinn Jeremía til þjóðar sinnar forðum. Þetta er hin gamla og nýa fávizka mannanna, endurtekin sagan frá garðin- um forna, að yfirgefa lífstréð og halda sig geta höndlað alla vizku, alla farsæld og öll gæði lífsins með því að njóta ávaxta skilningstrésins, ,,afneita“ vegi lífsins, afneita herra sínum og byggja allt á getu hins eigingjarna og sjálfs- elskuríka manns. Framtíðarvelferð mannkyns veltur eklíi fyrst og fremst á kunnáttu manna, heldur góðvild og göfgi, og þær dyggðir ræktar manns- sálin helzt í samlífi við Guð kærleikans og sannleikans. Aðeins á hans vegum eru mennirnir á vegi lífsins. --------ooOoo--------- Lítill snáði fékk að fara í heimsókn til ungra hjóna, sem voru nýbúin að eignast son. Snáðinn horfði stundarkorn á hið litla, rauða og hrukkótta andlit nýfædda barnsins og sagði svo mjög alvarlegur: „Já, það er þess vegna sem liún hcfur falið liann svo iengi undir kápu sinni.“

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.