Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 7
V
EINING
7
Æskulýðsheimilis templara á Akur-
eyri veturinn 1957—1958.
Starfsemi Æskulýðsheimilisins hófst
að þessu sinni í Varðborg þann 14.
október. Þá voru leikstofurnar opnaðar
og lesstofan litlu síðar. Bókasafnið og
lesstofan voru á efstu hæð hússins og
meira aðgreindar frá leikstofunum en
áður var. Gafst þetta vel.
Leikstofurnar voru búnar sömu tækj-
um og áður. Þar er knattborð, borðtenn-
is, bob, töfl, kúluspil o. fl. Heimilið var.
opið á briðjudögum og föstudögum kl.
5—7 fyrir börn úr 5. og 6. bekkjum
barnaskólanna og kl. 8—10 fyrir ungl-
inga. Aðgangur ókeypis.
Aðsókn var mjög góð fram til ára-
móta, en þegar líður á vetur, laðar
snjór og lengri dagar til meiri útivistar
og fækkar þá gestum á æskulýðsheimil-
inu nokkuð.
Gestir voru frá 14 til 63 á kvöldi, en
oftast milli 30 og 40. Alls sóttu 1900
gestir æskulýðsheimilið. Aðsókn ungl-
inganna var mun meiri en síðastliðið ár,
og sýnir það, að þeir, sem venja kom-
ur sínar í Varðborg á barnaskólaaldri
, halda þvi gjarnan áfram.
Námskeið voru sem hér segir:
I október og nóvember námskeið í
meðferð olíulita. Kennari var Einar
Helgason. Þátttakendur voru 14. I des.
var námskeið í föndri. Kennari var Jens
Sumarliðason. Þátttakendur 11. I sama
mánuði námskeið í hnútum og splæsing-
um. Kennari var Finnur Daníelsson,
skipstjóri. Þátttakendur voru 24. I jan.
> og febrúar var námskeið í plast- og tága-
vinnu. Kennari var Sigríður Skaftadótt-
ir. Þátttakendur voru 14. I marz og apríl
var námskeið í meðferð olíulita. Kenn-
ari var Einar Helgason. Þátttakendur
11. Þátttakendur í námskeiðunum voru
alls 75. Fleiri námskeið voru auglýst
Lesflokkur úr stúk-
unni Brynju á Akur-
eyri. T.h. Steingrím-
ur Ingvarsson, Árni
Kárason. T. v. Jón
Rögnvaldsson, Skúli
Sigurðsson og Baldur
Bragason. Á mynd-
inni vantar Sverri
Runólfsson.
en féllu niður vegna ónógrar þátttöku.
Eftir flugmódel-námskeiðið á s.l. vetri
var stofnaður félagsskapur, er nefnir sig
Modelklubb Akureyrar. I honum eru
nær eingöngu drengir, sem hafa verið
á námskeiðum í Varðborg. Félagsskap-
ur þessi fékk ókeypis aðgang að einu
herbergi í Varðborg tvö til þrjú kvöld í
viku í vetur og vann þar eftir geðþótta.
Starfseminni í Varðborg lauk 1. apríl,
að undanteknu málaranámskeiðinu, sem
áður er getið, og stóð til 15. apríl.
Framkvæmdastjóri heimilisins var
Tryggvi Þorsteinsson, yfirkennari. Sam-
vinna við umsjónarfólk hússins var hin
ágætasta og umgengi gestanna góð. Um-
sjónarmaður hússins var Indriði Ulfs-
son, kennari.
Bókasafnið.
Bókasafnið var opnað þann 22. okt.
og starfrækt til 1. apríl. Safnið var opið
tvo daga í viku. Nú hafði bókasafnið
verið flutt upp á þriðju hæð og hafði
þar til afnota tvö herbergi í norðurenda.
Annað þeirra var notað fyrir lesstofu.
Alls voru skráð 850 börn, sem fengu
lánaðar bækur á þessum tíma, en auk
þess lágu frammi ýmis blöð, einkum
barnablöð og íþróttablöð. Flest komu 56
börn á einum degi á lesstofuna. Bezt
var aðsókn að safninu í nóvember og
yfirleitt var betri aðsókn að bókasafn-
inu fyrir áramót, sem mun meðal annars
stafa af því, að safnið eignaðist talsvert
af nýjum barnabókum í haust. Fjögur
útgáfufélög sendu safninu bækur: Bóka-
útgáfa Æskunnar, Bókaútgáfa P. O. B.,
Bókaútgáfan Fróði og Bókaútgáfan
Leiftur. Auk þess voru safninu send
ýmis tímarit svo sem Nýjar kvöldvökur,
Heima er bezt, Vorið o. fl. Af barna-
bókum, sem mest voru lesnar, má eink-
um nefna bækur Ármanns Kr. Einars-
sonar og ýmsar nýjar bækur, sem ekki
er hægt að telja upp. Hjá stúlkunum eru
þær alltaf vinsælar Dóru-bækurnar og
Oddu-bækurnar.
I bókasafninu eru um 1600—1700
bindi. Bókavörður var eins og áður
Bjarni Halldórsson, skrifstofustjóri.
Lesflokkur.
I vetur starfaði lesflokkur úr st.
Brynju nr. 99 í heimilinu. Voru það 6
námsmenn úr M. A. Fengu þeir bækur
hjá æskulýðsheimilinu og höfðu fundi
sína í lestofunni. Formaður lesflokksins
var Steingrímur Ingvarsson. Vonandi er
þetta vísir að meiri svipaðri starfsemi.
í stjórn Æskulýðsheimilisins voru
eftirfarandi menn: Eiríkur Sigurðsson,
Hannes J. Magnússon, Stefán Ág. Krits-
jánsson, Jón Kristinsson og Guðmundur
Mikaelsson.
Óglœsileg uppskera.
í sænsku blaði, sein heitir Folkets vál, er
sagt, að nú séu fimm milljónir áfengissjúkl-
inga (ofdrykkjumanna) í Bandaríkjunum.
Þetta, og hjartasjúkdómar og krahbamein,
sé mesta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar.
Árlega sé vinnutap sökum áfengisneyzlu
metið á 400 milljónir dollara, 700 þúsund-
um dollara sé árlega varið til vísindalegra
rannsókna á áfengisbölinu, og er það einn
fimmti þess, sem landbúnaðarráðuneytið ver
til rannsókna á gin- og klaufnasjúkdómi.
Námskeið í tágvinnu. Kennari Sigríður Skaftadóttir.