Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 9

Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 9
 EI NING 9 1 legur rógur, sem allir hafa orðið að þola, sem berjast gegn ómenn- ingunni. Sannleikurinn er sá, að templarar og bindindismenn yfir- leitt, hafa ævinlega fórnað miklu, tíma, kröftum og peningum, til þess að reyna að bæta það tjón, sem aðrir gera að gróðavegi. Frammi fyrir Guði og mönnum höfum við hreinar hendur í þeim efnum. Ef bindindisstarfið á ekki að vera hálfverk og kák, verður að fórna því miklu. Starfið þarf að vera vel skipulagt og starfskraft- ar nægilegir. Nokkrir dugandi menn verða að fara um landið seint og snemma til þess að rækta félagsstarfið og skapa það al- menningsálit, sem nægir til útrýmingar áfengisbölinu. Eitt af því, sem við megum ekki halda áfram að þola, er það, að hið opinbera setji alltaf fótinn fyrir, að við getum komið okkur upp nægilegum húsakosti í höfuðstaðnum til þeirrar starf- semi, sem okkur er ætlað að rækja. Félagsheimili okkar er engu veigaminna í menningarstarfi þjóðarinnar, en ýmsar aðrar fram- kvæmdir, sem leyfðar eru. í öðrulagi verðum við að krefjast þess mjög eindregið, að framfylgt sé lögum um meðferð drykkjumanna: að upp verði komið í Reykjavík sjúkradeild, er veitt getur móttöku slíkum mönnum til rannsóknar og athugunar, og svo þeim tveimur drykkjumannahælum, sem sjálfsögð eru. Öðru handa þeim, sem ólæknandi eru og þarf að geyma, og hinu handa þeim, sem ein- hverja von hafa um bata. Þetta tvennt, sem hér hefur verið nefnt, að lögum sé fram- fylgt um aðbúð drykkjusjúkra manna, og nægilegt fé lagt til starfsins, er lágmarkskrafan, sem við verðum að gera til hins opinbera, en svo verðum við að skipuleggja allt starf okkar vel, svo að hver starfsmaður sé á „réttri hillu“ og starf hans nýtist sem best. Þannig skipulagðir og þjálfaðir, sæmilegum vopnum búnir, eigum við að sækja fram sem góðir stríðsmenn sannleika og réttlætis, og sannrar menningar, aldrei hikandi né hálfvolgir, en heitir og heilir og brennandi í andanum. Til þess að geta verið sigursælir í baráttunni til útrýmingar áfengisbölinu, megum við aldrei missa sjónar af hæsta markmið- inu: bræðralagi allra manna. Samstilltir og sannir bræður get- um við aðeins orðið í hlutverki, sem er nægilega mikilvægt til þess að samstilla alla krafta okkar, óskipta og fullnýtta. Eg var eitt sinn staddur þar, sem verið var að bjarga strand- mönnum. Björgunarverkið unnu menn úr öllum flokkum á Islandi. en nú kom flokkadrátturinn ekki í ljós. Nú vildi ekki einn þetta og annar hitt, ekki einn til vesturs og annar til austurs. Nei, allir samhuga og samtaka, sterkir og áhugasamir og ákafir við þetta eina, að bjarga strandmönnunum. Þannig er hið sanna björgunarstarf, mannbætandi, samein- andi og þroskandi á alla vegu. í slíku starfi verða menn sannir bræður, fórnfúsir og friðelskandi. Þeir menn, sem hafa miklu og göfugu mannúðarstarfi að sinna, get aldrei eytt tíma sínum í það að yngja upp ósamlyndisdrauginn. Þeir hafa ekki tíma til að ala á misklíð, sundrung og óánægju. Það eru aðeins dáðleysingj- arnir og letingarnir, sem geta sóað litlum kröfum sínum á „smáu tökin.“ Ef slíkir keypakrakkar geta ekki orðið okkur samferða og samtaka við björgunarverkið, verðum við að láta þá heltast úr lestinni, verða eftir, týnast við veginn, öðrum til viðvörunnar. Við getum ekki horft um öxl og staldrað við til þess að hlusta á nöldur þeirra og friðspillandi smámunarsemi, en þó viljum við einnig sýna þessum bróðurhug og umburðarlyndi, ef þess er nokkur kostur. Við þurfum allir að týna okkur algerlega í björgunarstarfið mikla. Þá gleymast allir smámunir, sem óánægju og truflun valda. Vegur okkar hlýtur alltaf að vera hinn mjói guðsríkisvegur, hann förum við ekki hoppandi og dansandi, heldur eins og hinir bratt- gengu menn, er klífa hæstu fjöll og gæta vandlega hvers fótmáls til þess að forðast raunalegu hröpin. í bræðralaginu verður einkunnargjöfin að vera: góðir menn. En er þetta, góðir menn, ekki aðeins innantóm orð? Og hvers vegna á eg að vera góður maður? Vegna þess að eg hlýt að eiga samleið með öðrum. Eg er ekki eini maðurinn í heiminum, og ekki get eg krafizt þess af öðrum, að þeir séu góðir menn, ef eg in ,acj,& Cj\ Svo segir Drottinn: . . . Látið yður umhugað um heill borgarinnar, sem eg herleiddi yður til, og biðjið Drottin fyrir henni, því að heill hennar er heill sjálfra yðar . . . Því að eg þekki þær fyrir- ætlanir, sem eg hef með yður — segir drottinn — fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. — Jeremía 29, 7,11. Babýloníumenn höfðu herjað á Israel og sigrað þá, herleitt svo mikinn hluta þjóðarinnar til Babý- lon. Svo kemur spámaðurinn og segir hinum her- leiddu og kúguðu mönnum, að þeir skuli láta sér umhugað um heill borgarinnar, þar sem þeir voru fangar og ófrjálsir menn. Var þetta ekki nokkuð ströng krafa? En hafi það nú verið siðferðilega rétt af hinum herleiddu mönnum, að láta sér umhugað um heill Babýlonborgar, hvað þá um okkur alla, frjálsa menn meðal frjálsrar þjóðar? — Enginn er góður þegn, enginn sannur föðurlands vinur, sem lætur sér ekki annt um heill þjóðarinnar, en hugs- ar aðeins í eigingirni um sinn eigin hag, þótt það stofni hag heildarinnar í voða. vil ekki leggja stund á að vera góður maður, en ef við ástundum ekki góðmennskuna, góðvildina, verður enginn friður þar sem margir menn eða fáir þurfa að eiga samleið og samstarf, og í mannheimi verður slíkt ekki umflúið. Góðleikinn er lífsspursmál okkar allra, annars getur hver og einn fundið upp á því að leika hlutverk Kains hvenær sem er, og þyki honum lurkur frum- mannsins ekki nægilega biturt vopn, getur hann kastað atóm- sprengju. Heimurinn á því ekkert annað bjargráð til en góðleik- ann. Guð verða menn að ásælast, ástunda, tilbiða og elska, unz þeir verða fullkomnir, eins og faðir þeirra allra, og fagurt og elskulegt bræðralag manna fæst á jörðu. í öllu starfi og á öllum þingum okkar eigum við að efla sátt og samlyndi af sönnum bróðurhug og einskærri góðvild. Þar mætt- um við taka okkur til fyrirmyndar málflutning postulans: „Ef nokkuð má sín upphvatning vegna Krists, ef kærleiks- ávarp, ef samfélag andans, ef ástúð og meðaumkun má sín nokk- uð, þá gerið gleði mína fullkomna, með því að vera samhuga, hafa sama kærleika og hafa með einni sál eitt í huga. Gerið ekkert af eigingirni né hégómagirnd, heldur metið með lítillæti hver annan meira en sjálfan sig, og hver og einn líti ekki einung- is til þess, sem hans er, heldur líti og sérhver til þess, sem ann- arra er.“ Af slíku hugarfari verða þeir menn að stjórnast, sem ætla að skapa bræðralag manna á jörðu. Ekki nægir það að skreyta sig með hátíðlegum játningum. Ekki er nóg að vera skriftlærður og lögfróður, hvort sem er Gyðingur eða templari. Allt fyrir það geta menn verið farisear og hræsnarar, þjösnast áfram í siðavand- lætingu, vitað skil á lögum og reglum, en verið samt kaldrifjaðir og illa hæfir til samfélags bræðralagsins. Einn af merkustu skólamönnum hér á landi, Sigurður Guð- mundsson, skólameistari á Akureyri, skrifaði fyrir nokkrum ár- um um þessa hugarfarsræktun. Orð hans eru spámannleg og kröft- ug. Hann segir:

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.