Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 12
12
EINING
t
Tveir læknar skrifa um sígarettureykingar
Esra Pélursson:
I ameríska læknablaðinu J. A. M. A.
birtist 8. marz sl. ýtarleg skýrsla þar
sem miðað var við reykingavenjur
187,783 manna á aldrinum 50 til 60
ára. Fylgzt hafði verið með þeim í 44
mánuði.
Fyrsti árangur þessara rannsókna var
birtur í blaðinu eftir að þær höfðu stað-
ið yfir 20 mánuði.
Hvergi annars staðar hafa farið fram
jafnnákvæmar, ýtarlegar og víðtækar
athuganir á þessu sviði.
Árangurinn eftir þessar 20 mánaða
athuganir leiddi í ljós:
I. Dánartala þeirra manna, er reyktu
sígarettur, var langtum hærri, en hinna,
sem aldrei höfðu reykt sígarettur.
II. Dauðsföll af völdum krabbameins
voru einn fjórði umfram dauðsfallanna.
Það er að segja, fram yfir það sem voru
meðal ekki reykingamanna. En af hjarta-
kransæðasjúkdómum, er setja mátti í
samband við sígaraettureykingar, voru
dauðsföllin fyllilega helmingur.
Nú hefur þessum rannsóknum verið
haldið áfram tvö ár til viðbótar, til þess
að fá frekari vitneskju um ýms atriði, er
menn hafa áhuga á í þessu sambandi,
t. d. áhrif þess að hætta reykingum. Sú
vitneskja, sem fengizt hefur við þessar
framhaldsrannsóknir, staðfestir enn bet-
ur niðurstöður fyrri rannsóknanna.
Dánarskírteini voru fengin varðandi
alla þá menn, sem dáið höfðu úr hópn-
um, á aldrinum 50 til 69 ára, á 44 mán-
aða tímabilinu.
Af þeim mönnum, sem reyktu ein-
göngu sígarettur, höfðu 4406 dáið.
Þetta er 1783 dauðsföll umfram það,
er búast má við meðal manna, sem
aldrei hafa reykt á þessum aldri. Unnt
er að reikna þetta út svo hárnákvæmt
að hvergi skeiki, þegar um svo mikinn
fjölda manna er að ræða.
Dánartölurnar voru þeim mun hærri,
sem reykingarnar voru meiri, og sígar-
ettureykingarnar virtust hafa mun meiri
áhrif á dauðsföllin en pípu- eða vindla-
reykingar.
Það kom í ljós, að dánartala manna,
sem höfðu hætt að reykja einu ári áður
en rannsóknirnar hófust, var lægri en
þeirra, sem reyktu að staðaldri.
Dánartala þeirra, er reykt höfðu að-
eins einstöku sinnum, var ekki neitt
verulega hærri en þeirra, sem aldrei
höfðu reykt.
Heildar niðurstaðan reyndist vera sú,
að dánartala þeirra manna, er reyktu að
staðaldri, var 68% hærri en hinna, sem
Úlfar Þórðarson:
„Læknar ættu að forðast alla tóbaks-
notkun, ekki einungis vegna hins vanda-
sama starfs, er þeir hafa með höndum,
og hinna hárvissu handtaka, er þeir
verða að geta beitt, heldur ættu þeir
einnig að ganga á undan öllum almenn-
ingi með fordæmi sínu, til þess að sannn
með breytni sinni, að þeir trúi sjálfir á
sínar eigin kenningar.
Hið sama ætti að gilda um alla opin-
bera embættismenn og starfsmenn, sér-
staklega kennara. Engum barnaskóla-
kennara ætti að vera leyfilegt að reykja.
Og síðast en ekki sízt ætti hver einasti
íþróttamaður, sem trúir á íþrótt sína og
gildi hennar sem líkamsmennt, að telja
það sjálfsagt að neyta ekki neins þess,
er rifið getur niður það, sem hann er að
enda við að byggja upp.
Það hafa verið færðar svo margar
Vilja ungmenni hafa þenna á hœlum sér.
aldrei höfðu reykt, og komst jafnvel upp
í 123% meðal þeirra, er reyktu tvo
sígarettupakka á dag.
Dánartala þeirra, sem vindla reyktu
að staðaldri, var aðeins 22% hærri, og
þeirra er reyktu pípu aðeins 12% hærri
en hinna, sem aldrei höfðu reykt.
E. P.
vísindalegar sannanir fyrir skaðsemi
tóbaks fyrir heilsu og fjör manna, að
ég skal ekki þreyta með upptalningu á
þeim, en aðeins geta þess, að hjarta- og
æðasjúkdómar af völdum tóbaksneyzlu
fara sívaxandi. Magasár, eitthvert helzta
og útbreiddasta afrek sígarettureyking-
anna, fer einnig ört vaxandi, sérstaklega
hér á landi.
Islenzk æska er að verðabundináklafa
tóbaksneyzlunnar, og okið verður stöð-
ugt þyngra og þyngra, bæði fyrir heilsu
einstaklingsins og afkomu heildarinnar.
Iþróttamenn okkar ná aldrei neinum ,
verulegum árangri nema þeir sigrist
fyrst á allri tóbaksnotkun, en það er nú
algeng sjón að sjá keppendur varla
komna úr búningum sínum, er þeir eru
komnir með sígarettu á milli varanna.
Hvernig á hinum yngstu íþróttamönn-
um að skiljast, hve hættulegur óvinur
íþróttamanna tóbakið er, ef hinir eldri
sýna ekki á því meiri skilning en þetta?
I þau 15 ár, sem ég hef verið virkur
íþróttamaður, hef ég aldrei séð einn ein-
asta reykjandi íþróttamann ná neinum
umtalsverðum árangri, og þetta getur
ekki verið nein tilviljun.
Iþróttamenn! Burt með alvöruleysið,
verið frjálsir menn og hjálpið til þess að
brjóta hlekki tóbaksins af þjóðinni“.
„Eyfiandi eldur“, 19't2.
-..- 000--------
t
Albökum við „droftft-
ins sköpun?"
Einar Benediktsson orti mikið ljóð,
sem heitir Arfi Þorvalds, en sá maður
varð frægur um öll lönd undir nafninu
Thorvaldsen. Meðal annarra spekiorða í
ljóðinu eru þessi: (
,,En ,aldrei stóð mynd hans í anda
svo lágt,
né ofverkið handa svo langt yfir mátt,
að lífsverk hans eigi einn einasta drátt,
sem afbakar drottins sköpun.“
Sá maður getur ekki gengið kæruleys-
islega um í helgidómi lífsins, sem skilur
eftir sig slíkt lífsverk, að þar finnist ekki
einn einasti dráttur, sem er vansæm- f
andi, ekki einn einasti dráttur, sem ,,af-
bakar drottins sköpun.“
Listamaðurinn Thorvaldsen leyfði sér
aldrei, samkvæmt dómi skáldsins, að
sjá í anda mynd til framköllunar, er
varpaði rýrð á sköpunarverk Guðs.