Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 5

Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 5
Einar Björnsson fimmfiugur Fimmtudagskvöldið 22. maí sl. var komirm saman hópur manna á heimili Einars Björnssonar, skrifstofumanns, að Skúlagötu 70. Voru það aðallega fram- verðir íþrótta- og bindindismála. Tilefn- ið var fimmtíu ára afmæli húsbóndans, daginn áður, en blað þetta vill helzt hafa orð sín fá um íimmtuga menn. Hærra í aldursstigann þurfa þeir að komast. Vel og rausnarlega var gestum fagn- að. Nokkrir gestanna ávörpuðu í stutt- um ræðum afmælisbarnið, þar á meðal stórtemplar, Benedikt S. Bjarklind og forseti íþróttasambands Islands, Bene- dikt Waage, sem sæmdi Einar þjónustu- merki I S I. Fyrir mikið starf í þágu íþróttanna. Einar hefur fórnað miklum tíma og kröftum íþróttunum og bindindisstarf- inu, skrifað mikið um íþróttir og verið á því sviði áhugamaður. Það kom líka Frá Afengisvarna- ráöi Samkvæmt upplýsingum frá Afengis- verzlun ríkisins í árslok 1957, nemur áfengisneyzla hér 1, 6894 1. á mann af 100% áfengi, er þá miðað við fólks- fjölda í árslok 1956 eða 162,700. Árið 1956 var neyzlan 1,28 og hefur því hækkað allverulega síðan. Til samanburðar eru hliðstæðar tölur frá þessum árum: 1955 1,45 1. 1954 1,56 I. 1946—1950 meðaltal á ári 1,76 1. 1896—1900 meðaltal á ári 1,96 1. 1881—1885 meðaltal á ári 2,38 1. Lægst var þetta á árunum 1916— 1920, en þá var meðaltal 0,37 1. á mann. Stofnuð hafa verið félög áfengisvarna- nefnda í átta sýslum. Hið síðasta var stofnað að Hellu í Rangárvallasýslu 26. apríl sl. Á sýslufundi Rangvellinga, er hald- inn var um miðjan maí-mánuð, var ný- stofnuðu félagi áfengisvarnanefnda veitt- ar tvö þúsund krónur til starfa sinna, úr sýslusjóði. Það mun vera í fyrsta sinn, sem félagi áfengisvarnanefnda er veitt fjárupphæð úr sýslusjóði og ber það vott um glöggan skilning á því, hve nauðsynleg eru talin öll þau störf er miða að aukinni bindindisstarfsemi og auknu siðgæði. Síðan árið 1953 hafa tólf sýslur samþykkt reglugerðir um löggæzlu á samkomum. Árið 1953 Borgarfjarðar- og Mýra- sýsla. Árið 1956 Skagafjarðarsýsla. Ár- ið 1957 Eyjafjarðarsýsla, S. Þingeyjar- sýsla, N. Þingeyjarsýsla, Suður-Múla- sýsla, Ámessýsla, Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla, Austur-Húnavatns- glöggt í ljós í afmælisveizlunni. Góðir gestir heimsóttu hann og færðu honum gjafir, og heillaskeyti bárust honum mjög mörg. Engu minna, nema síður, hefur starf hans verið á sviði bindindismála. Hann er nú æðstitemplar í stúkunni Víkingi nr. 104, hefur verið það oft og stund- um árum saman, og þingtemplar var sýsla. Árið 1958 Norður-Múlasýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Rangárvalla- sýsla. Helmingur þessara reglugerða er staðfestur af Dómsmálaráðuneytinu. Engum dylst, sem til þekkir, að meiri þörf er nú á löggæzlu á samkomum úti um byggðir landsins en áður, og valda því greiðari samgöngur og svo hitt, að mörg ný félagsheimili og samkomuhús hafa verið byggð hin síðari árin, og möguleikar aukizt til samkomuhalda. Ársskýrslur frá áfengisvarnanefnd- um eru margar ókomnar enn, það er mjög áríðandi að þær berist sem fyrst, svo hægt sé að fara að vinna úr þeim. Þá er mjög áríðandi að tilkynna áfengisvarnaráði þær breytingar, sem kunna að hafa orðið í áfengisvarna- nefndunum eftir bæjarstjórna- og hreppsnefndakosningarnar í vetur. Formenn áfengisvarnaráðs eru kvatt- ir til að sjá um, að nefndirnar séu ávalt fullskipaðar og strax úr því bætt, ef ein- hverjir nefndarmenn forfallast eða flytja úr héraðinu. Allar slíkar breytingar skulu tilkynnt- ar Áfengisvarnaráði strax. Formenn og nefndarmenn áfengis- varnanefnda. Gleymið ekki að líta inn í skrifstofu Áfengisvarnaráðs í Veltusundi 3, þegar þið eruð á ferð í bænum. -------ooOoo-------- „Þefifia er lífsspurs- mál fyrir þjóð mína/; segir Mendés France, fyrrv. forsætisráð- herra Frakka . Ruben Wagnsson landshöfðingi í Kalmar í Svíþjóð, æðsti maður alþjóða- reglu góðtemplara, var fyrir skömmu staddur í París og hitti þá Pierre Mendés hann um árabil. Hann hefur unnið kapp- samlega að því að koma upp safni bind- indisrita og bóka, og heldur því starfi áfram, og mörg hafa þau störf verið sem Einar Björnsson hefur unnið á veg- um Góðtemplarareglunnar, þótt ekki verði hér við höfð frekari upptalning á þeim. Um bindindis- og áfengismál á hann mikinn og góðan bókakost. Einar er fæddur í Reykjavík, en var þó öll æskuár sín í Seyðisfirði. Þar gekk hann nýfermdur í Regluna, hjá séra Birni Þorlákssyni, og flest fermingar- systkina hans, og minnist hann séra Björns jafnan með aðdáun. Frá 1930 hefur Einar svo átt heimi í Reykjavík. Kvæntur er hann Ellen Ludvigs. Var faðir hennar kaupmaður í Reykjavík. Börn þeirra hjóna eru þrjú, dóttir 17 ára og tveir synir, sá yngri 8 ára. Eg flyt hér með Einari beztu þakkir fyrir gott samstarf í stúku okkar, og fyrir mikið starf hans í þágu bindindis- mála, óska honum og heimili hans allrar gæfu á komandi árum, Pétur Sigurðsson. France. Hátemplar segir að heimsókn þessi hafi minnt sig nokkuð á heimsókn til Títós í Júgóslavíu upp úr síðari heims- styrjöldinni. I fylgd með báðum þessum herrum hafi verið mikill hundur. Hinn frakkneski rak upp ofurlítið bofs, annað hvort af ánægju eða gremju yfir heim- sókninni. Mendés France gaf hundinum bendingu um að hipja sig á brott, en Tító leyfði sínum að hringa sig niður að fótum sér. Hundarnir voru þó hið eina sameiginlega við þessa háu herra. Tító, stór og þrekvaxinn, dálítið hörku- legur, en getur þó brosað vingjarnlega. Hann þekkir vald sitt og setur ekki ljós sitt undir mælikerið. Þar sameinast líkamsgerfileiki, viljakraftur og jafnvæg- isfesta hins dugmikla stjórnmálamanns. Mandés France er aftur á móti smá- vaxinn, lipur á fæti og ekki áberandi. Hann er aðlaðandi og vingjarnlegur, og meðhöndlar skoðanir gestsins af áhuga og skarpri dómgreind, eins og samboðið er frakkneskum sæmdarmanni. Þótt lát- laus í framkomu, veit hann hvað hann vill, að hverju beri að stefna, og er hald- inn vakandi lífskrafti. Hann er á bezta aldri. Hann leit ekki á sig sem neinn sérfræðing í áfengismálum, en um langt skeið hafði sér verið ljóst, sagði hann, að áfengisneyzla þjóðarinnar græfi und- an andlegu þreki, siðgæði og fjárhag hennar og stofnaði heilbrigði þjóðarinn- ar í voða. Hann hafði skoðað það sem skyldu sína, að benda þjóðinni á hætt- una. Hátemplar vék að erfiðleikunum, sem slík afstaða gæti skapað stjórnmála- manni í Frakklandi, en Mendés France ialdi áfengisvandamálið alvarlegra en það, hve lengi einhver stjórnmálamað- ur sæti í valdasessi, því að hér væri um lífsspursmál þjóðarinnar að ræða. (Lauslegt ágrip úr grein um þetta i FOLKET).

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.