Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 13
EI NI NG
13
Hann mótaði enga slíka mynd í huga
sér, enga ljóta mynd, ekkert afskræmi.
Og svo varð það honum ekki ofverk að
gera listaverkið svo snilldarlega, að það
varpaði ekki skugga á fegurð sköpun-
arverksins — á fegurð lífsins. Þar fór
þetta saman hjá listamanninum, að
fæða aldrei í huga sér óverðuga mynd,
og svo hitt, að gera hana svo úr garði,
að þar væri ekki einn einasti dráttur,
sem afbakaSi drottins sköpun.
Hvernig mundi sumt af hinum svo
kölluðu listaverkum nútímamanna, sumt
af óþverra ritverkum nútímahöfunda,
sumt af skemmtunum nútímans, svo sem
hið argvítuga ,,rokk“, þola samanburð
við lífsverk Thorvaldsens. Verk manna
verða mjög eftir því, af hvaða anda og
hugsun þeir stjórnast, eftir því, hvernig
akur sálarinnar er ræktaður, hverju þeir
hafa vígt líf sitt, fegurð eða ljótleika.
Mikla gjöf hefur sá maður þegið og
vel hefur hann með hana farið, sem orð
skáldsins eiga við, að í lífsverki hans sé
ekki einn einasti dráttur, sem afbaki
drottins sköpun. — Hvílík fyrirmynd!
-------00O00--------
Fegurðarsamkeppni
Þrettánda júní 1957 skrifaði ,,Vel-
vakandi" í Morgunblaðinu nokkrar lín-
ur um fegurðarsamkeppni. Telur þar,
að nú séu allir þegar orðnir vanir þess-
um nýja sið, menn séu nú hættir að
„fussa og sveia og krossbölva jafnvel
yfir því að nokkrar hnátur láta leiða sig
upp á pall til þess að lofa þúsundum að
glápa á sig í hálftíma.“
Seinna í greininni er svo vikið að
þeim, sem ekki gátu litið þetta réttu
auga. Og matið, sem lagt er á þá menn,
er þetta venjulega: „þröngsýni, nöldur“
og auðvitað heimska.
Ef eg skyldi vera sá eini, sem enn
eins og upphaflega, tel fegurðarsam-
keppnina ekkert annað en aulalegt fyrir-
bæri, þá harma eg ekki það hlutskipti
mitt. Mér hefur jafnan þótt indælt að
troða stígu mína einsamall. Mér þykir
það jafnauðvirðilegt nú sem áður, að
ungt fólk skuli láta gróðabraskara hafa
sig til þess að halda á sér sýningu eins
og gripum, sem á að selja eða bjóða
upp. Eftir að eg varð fulltíða maður hef-
ur mér jafnan þótt gott að vera þar sem
gott kvenfólk hefur verið saman kom-
ið, og á öllum þeim söfnum, er eg hef
skoðað erlendis, hefur mér fátt þótt feg-
urra, en líkön af fögrum konulíkama, en
þrátt fyrir það skil eg ekki, að nokkur
ástæða sé til að halda sýningu á hálf-
nöktu kvenfólki eða karlmönnum, og er
þar þó enn minni ástæða. Enda skrif-
aði einhver um það í dálkana hjá Vel-
vakandi 8. sept. 1957 og kallaði þessa
fegurðarsamkeppni karla „heimsmet í
fíflsku.“ Það var hreystilega mælt og
hefur hann sennilega talað fyrir marga.
Myndir af fimm stúlkum, sem allar
áttu að vera einhverjar fegurðardísir,
birtust í Morgunblaðinu 16. júní 1957.
Ekki verður séð af þessum myndum, að
á vinnukonuöldinni hér hefði ekki önnur
hver vinnukona getað tekið þátt í slíkri
fegurðarsamkeppni.
Ekki mun Eining eyða miklu máli um
jafnhégómlegt atriði sem þessar fegurð-
arsamkeppnir, en spyrja mætti, hvort
til muni vera nokkur sú fegurð eða
dásemd, sem ágirndin hefur ekki reynt
að niðurlægja og rýra á einhvern hátt.
p. s.
Líklega þætti meyjunum í piltafötunum
þetta nú stirðlegur búningur. Þessi var
gerður í Canada um miðja 19. öld.
Eigum við að venja
okkur viS slíkt?
Afholdsbladet danska byrjar ritstjóra-
grein á þessum setningum:
„Drap föður sinn og móður í ölvun-
aræði“. — „Ölvaður 18 ára ökumað-
ur.“ —
„Slíkar yfirskriftir sér hver lesandi
dagblaðanna næstum daglega. Hvert
skipti vekur þetta hryllingu, og sem
foreldrar spyrjum við okkur sjálf: Get
eg aðhafst nokkuð til þess að afstýra
því, að börn mín verði einhverju sinni
slíkur blaðamatur.“
Hér skal ekki fjölyrt um þessi orð
ritstjóra blaðsins, sem er ærðuverðugur
sóknarprestur í Danmörku. En því mið-
ur vitum við, sem ferðast höfum töluvert
erlendis og litið í dagblöð þar, að þess-
ar hörmulegu fréttir eru mjög tíðar, já,
næstum daglegar, ef ekki daglegar, en
svo er spumingin: Hvernig geta hjörtu
kristinna manna, ef í þeim er volgt blóð,
umborið þetta dag eftir dag, mánuð eft-
ir mánuð og ár eftir ár? — Þeir sem
ekkert gera, en una þessu, umbera þetta
og láta kyrrt liggja, bera mikla og þunga
„samsekt." Og nú leyfi eg mér enn einu
sinni, að minna á orð stórskáldsins okk-
ar, Einars Benediktssonar, er hann yrk-
ir um Jón biskup Vídalín, og lærið nú
stefið og hugleiðið það gaumgæfilega:
„Um samsekt í þögn yfir þjóðarvömm
var þungur lestur hans reiði.
Hvar frekja sig ræmdi og raupaði
af skömm,
þar reiddi hann öx að meiði.
Hver illgresi banvænu biður hlíf,
hann bælir og traðkar í eyði.
Sé drepinu hlúð, visnar heilbrigt líf,
og hefndin grær á þess leiði.“
Betur verður þetta mál ekki flutt.
„Samsektin“ er aðgerðarleysið, þetta,
að hlífa illgresinu, hlúa með þögn og
aðgerðarleysi að ,,drepinu“, og fá svo
yfir sig hefndina, sýkingu þjóðfélagsins,
glæpi, slys og hörmungar.
P. S.
12000 félagadeildir með 2
milljonir félaga sœkja fram.
Folket skýrir frá því, að bindindismála-
ráð ríkisins í Noregi hafa nýlega komið á
þriggja daga ráðstefnu um bindindisstarfið
í landinu. í henni tóku þátt fulltrúar frá
bindindisfélögum, ungmennafélögum, trú-
félögum og kirkju, kvenfélögum, kennara-
félögum, iðnaðarmannafélögum, líknarfélög-
um og alls konar samtökum manna.
Blaðið segir þetta fyrsta skiptið í sögu
landsins, er bindindisstarfsemin sé rædd á
svo víðtækum grundvelli, og að ráðstefna
þessi hafi heppnast framúrskarandi vel.
Áætlun liafi verið gerð um framtíðar starf-
semi. Formaður ráðsins, Sigurd Halvorsen,
Örnulf Ödegaard, prófessor, og Thorbjörn
Kjölstad, yfirlæknir, fluttu þarna fyrirlestra.
Bent var á, að hér með stæðu eiginlega tvær
milljónir manna í 12,000 félögum og sam-
böndum á bak við fyrirhugaða bindindis-
starfsemi á mjög breiðri sóknarlínu.
Slíkar fréttir verða að teljast góðar nýj-
ungar og merkar. Pjóðunum verður æ bet-
ur ljóst, hvílíkt átumein áfengisneyzlan er í
lífi allra menningarþjóða. Gegn lienni verða
því sterk og vel sameinuð öfl að sækja.
-----ooOoo------
Risavaxin farþegaskip
Bandaríkin ætla að fá smíðuð á Niður-
löndum fjögur mikil farþegaskip. Hvert
þeirra á að geta flutt tíu þúsundir farþega.
Þau verða 120,000 lestir. Ganghraðinn 36
mílur á klukkustund, vélaaflið 350,000 hest-
öfl. Þrjú þúsund nýtízku farþegaklefar verða
í hverju skipi, fjórir miklir borðsalir, sex
dans- og veitingasalir, tveir næturklúbbar
og kvikmyndasalir. Baðklefar eru í öllum
farþegaklcfunum og hvergi skortir á nein
þægindi. Talið er að skipin muni kosta það,
er svarar til 70—80 milljörðum ísl. króna.
í kostnaðinum taka þátt skipafélög í Frakk-
landi, Spáni og Portugal. Árið 1962 eiga
skipin að hefja siglingar milli heimsálfanna
og er gert ráð fyrir að fargjaldið milli
Ameríku og Evrópu verði aðra leiðina 150
dollarar. Farþegum ætti ekki að þurfa að
ieiðast ferðalagið á slíkum farartækjum.