Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 10

Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 10
10 E I NING „Mikilvægast hlutverk uppeldislistar er sköpun á heilbrigðum hugsunarvenjum, gerbreyting á hugarfari voru og hugsunarhætti. Hér er byltingarþörfin brýnust og mest. Illvilji þarf að breytast í góðvilja, heiftúð þarf að snúast í vítæka mannúð. En góðvilji og mannúð verða vísindum og hlutlægu mannviti lúta. Á því er nú nauðsyn mest, að þeim æsinga-, trúar- og hagsmunaanda, sem nú spillir samvinnu í stjórnmálum og félagslegum efnum, verði breytt í rólegan hlutlægni- og vísinda-anda. Það er geðgróin sann- færing mín, að án slíkrar hugarbyltingar fái engin stjórnar- eða mannfélagsbylting til langframa þjökuðum þjóðum björgun eða frelsi veitt“. Hér flytur þessi merki skólamaður, sem hafði stundum gaman af því að kenna sig við heiðindóm, hinn sama kröftuga boðskap, sem hrópandans rödd í eyðimörkinni flutti og sem Meist- arinn frá Nazaret flutti einnig sem inngangsorð guðsríkisboð- skapar síns. Þetta: Takið sinnaskiptum. Himnaríki er nálægt, en það þarf að verða hugarbylting. Þar er byltingarþörfin brýnust og mest, segir skólameistari. Hinn meistarinn segir: Takið sinna- skiptum. Hvort tveggja er hið sama. Það er söguleg staðreynd, að hugir manna spillast, nema við- höfð sé stöðug hugarfarsbetrun, hugarfarsræktun. Menn þurfa að endurnýjast daglega í hugsanagöfgi, menn þurfa að taka iðulega sinnaskiptum, og á því er ekki hinn minnsti vafi, að einnig við, templarar og bindindismenn þurfum að taka sinnaskiptum. Hjá okkur þarf einnig að verða „hugarbylting“, og þessi byltingar- þörf er brýnust og mest. Við skulum vona, að hjá okkur hafi eng- in „heiftúð“ fest rætur, en gleymum ekki hinu forna spakmæli, áð það pru „litlu refirnir, sem skemma víngarðinn“. Það er smá- munarsemin, óánægjukriturinn, hálfveglja og hjartakuldi, mis- skilningur og sundurlyndið, sem sýkir og veikir sóknarmátt okk- ar, og þess vegna þarf þetta að breytast, eins og skólameistari segir, í góðvilja og víðtæka mannúð. í sögu Svía og Norðmanna er skínandi og gullfagurt dæmi um það, hve furðulegar dásemdir geta gerzt, þegar illvilji breyt- ist í góðvilja og heiftúð snýst í víðtæka mannúð. Magnús Helga- son segir skemmtilega frá þessu í Kvöldræðum, í erindinu, Ætt- jarðarást. Það var árið 1905 sem við lá að Norðmenn og Svíar tæku að berjast. Það var kominn mikill hiti og jafnvel heiftúð í málið, en svo ægileg sem tilhugsunin um stríð og blóðsúthelling- ar var, gat þó annað verið enn verra. Þessu lýsir Haukur biskup í Kristjánssandi, segir Magnús Helgason, með þessum orðum: „Eg hef alltaf haldið, að styrjöld væri sú mesta ógæfa, sem þjóð gæti hent, en nú sé eg að til er önnur verri. Það er sú þjóð- lífsrotnun, eigingirni, auraelsku, efnishyggju, þróttleysis og ör- kvisaskapar, sem stundum fylgir þessúm blessaða friði. . . . Það bezta grær jafnan glaðast á blóðferli þjáninga og sjálfsafneit- unar“. Biskupinn sagði þessi orð löngu áður en stríðshættan barði að dyrum hjá þjóð hans. En hafði norska þjóðin efni á að leggja út í styrjöld. Um það segir Magnús Helgason þetta: „Efnahag- ur þjóðar er ekki fyrst og fremst bundinn við árgæsku og frjótt land, heldur lmgsunarháttinn". Hér kemur aftur kenning skálda og spámanna. „Það var ekki haturshugur, sem gagntók þá“ (Norðmenn), segir Magnús Helgason, „heldur kærleikshugur, guðmóður ætt- jarðarástarinnar. Þar er styrkurinn. Merkur Norðmaður sagði við mig um þá nótt, er menn áttu að morgni von úrslitafregnar um það, hvort samningar tækjust eða tekið yrði til að berjast: „Þá nótt var ekki mikið sofið í Noregi. Þá nótt var mikið beðið í Noregi“. Og eg trúði því, að hvort tveggja væri satt. — Það var tíðrætt um það á eftir, hverjum það væri að þakka, að þessari misklíð lauk svo giftusamlega. Nefndu margir til Óskar Svíakonung, Vilhjálm Þjóðverjakeisara og Játvarð Englakonung, munu þeir allir hafa lagt gott til málanna og margir fleiri, en fyrir mínum hugskotssjónum stendur fyrst og fremst hin biðj- andi, hugprúða norska þjóð og drottinn allra þjóða. Hugsið yður, heil þjóð landsendanna á milli, í höllum og kotum, andvaka á bæn til Guðs fyrir ástvinum og ættjörð, og búin til að fórna öllu, öllu. Slíkt er áhrifamikil sjón, get ekki hugsað mér fegurri. Hún sést truðla nema þá, er rökkvar í lofti af einhverjum hörmungum. En það er víst, svo sannalega sem kærleikurinn er sterkasta aflið í heiminum, svo sannarlega sem Guð er yfir okkur, að eftir slíka nótt rennur upp árroði betra dags og bjartara en áður. Það verða tímamót hjá þeirri þjóð, umskipti til batnaðar“. Þannig mælir einn bezti uppalarinn og mannkostamaðurinn, Magnús Helgason. Það er ekki sama, hvort menn eru á bæn heila nótt fyrir ástvinum og ættjörð, eða menn dansa og drabba heila nótt til þjónkunar við hinar lægri hvatir mannlegs eðlis. Þegar menn biðja ,er hugarfarið í samræmi við ósk hjartans. Hugsun- arhátturinn og góðu öflin, sem sneru geigvænlegu vandamáli tveggja þjóða í góðvilja og bróðurhug, vinna alltaf og alls staðar sama kraftaverkið, þar sem þau komast að, og eftir slíkt krafta- verk rennur upp „árroði betra dags og bjartara en áður“, það verða „tímamót“ í hópi þeirra manna, sem að slíku standa. — Þessi tímamót þurfa að verða hjá okkur öllum, einnig templur- um og bindindismönnum, og til þess þarf hugarbyltingin að eiga sér stað. Við eigum að ala á góðvild, samúð og bróðurhug, sigra illt með góðu og verða þannig máttugir menn við björgunar- starfið mikla. Getur ekki neyð bræðra okkar og systra umhverfis okkur sameinað okkur í einum anda og kærleika. Hlustið á vitnin. Norska blaðið, FolJcet, birtir eftir fyrrverandi landsstjóra í Kansas í Bandaríkjunum, eftirfarandi frásögn: „Dag nokkurn kom örvilnuð kona með lítið barn á hand- legg sínum inn til mín á skrifstofuna og bað um náðun fyrir mann sinn, er dæmdur hafði verið í 10 ára fangelsisvist fyrir manndráp. Hún hafði með sér meðmæli bæði frá dómaranum og ýmsum öðrum þekktum mönnum. Er eg hafði athugað málsskjöl hennar, sagði eg, að gjarnan vildi eg mega náða mann hennar, en réttvísin fyrirmunaði mér að gera það. Hún kastaði sér þá grátandi fyrir fætur mér og sagði: „Hlustið þá á sögu mína, hvernig þetta atvikaðist. Fyrir sjö árum giftumst við og flutt- umst til lítills bæjar, og við vorum hamingjusöm. Maðurinn minn drakk ekki, hann var sparsamur og nýtinn og okkur tókst að eignast okkar eigið litla hús. En svo gerðist það, sem olli ógæfu okkar. Bíkið veitti leyfi til áfengissölu, og þessi nýja áfengissala var sett mitt á milli verkstæðis og búðar mannsins míns. Nú leyfðu ástæðurnar hon- um orðið að líta stöku sinnum upp frá vinnu sinni, og einhverjir vinir hans fengu hann með sér inn í knæpuna. Þetta endurtók sig og dag nokkurn lenti hann svo í áflogum. Hann var drukk- inn og sló hart frá sér og það varð manni að bana. Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi. Eg hafði ekkert fyrir mig að leggja. Eg missti húsið og varð að flytja í saggafulla og vonda íbúð. Þar veiktist elzta barnið mitt, Tómas, og dó, og nokkru síðar dó einnig Hans litli. Þetta veiklulega barn, sem eg er með, er allt sem eg á eftir, og eg veit ekki, hvað eg á að gera af okkur. Ríkið leyfði áfengissöluna og hún hefur kostað mig börnin mín, en faðir þeirra er á lífi og gæti vel séð fyrir mér og barninu. í Guðs bænum látið mig fá manninn minn aftur og eg skal eilíflega blessa yður“. „Eg náðaði manninn“, segir landsstjórinn. Getur ekki neyðarópið frá slíkum fórnarlömbum rangsleitn- innar og spillingarinnar sameinað okkur við björgunarstarfið og gert hjörtu okkar heil og heit? Ef ekki, þá hefur „hjartans ís, sem heltekur skyldunnar þor“, gripið okkur, og þá komum við undir dóm Klettafjallaskáldsins, sem yrkir um „lifandi dauða“, um menn, sem kulna ekki í frosti og klökna ekki í yl, þá þurfum við að komast í nána snertingu við fórnarhuginn mesta, sem fær hjörtu mannanna til að brenna. Það er til lækning við öllum mein- um og einnig kulda og harðúð hjartnanna, hálfvelgju og þreytu. Játning okkar er himinhá, markmið okkar er sólu fegra, leiðina til þess þekkjum við, og við getum náð því, ef við aðeins viljum, viljum það nægilega heilir og heitir, og við viljum það, ef við nennum að hugsa og líta í kringum okkur, sjáum sárin, sem þarf að bæta, bölið, sem þarf að afmá, og sjáum fyrirheitna land- ið, land bræðralags og friðar, þar sem réttlætið býr og algáðir menn njóta dýrðlegustu sigurlaunanna, þeirrar farsældar og ham- ingju, sem heilbrigt líf færir öllu mannkyni á jörðu. p. s. /

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.