Eining - 01.01.1959, Side 8
8
EIN ING
í
t i | • 1 Rilstjórn blaósióunnar:
Islenzkir ungtemplarar Guðmundur Þórarinsson
Cx J. og Einar Hannesson.
Áramóft
Einu sinni enn erum við stödd á tíma-
mótum. Við áramót er það háttur
margra, að líta um öxl og hugleiða,
hvort gengið hefur verið til góðs, götuna
fram eftir veg.
En sú gata sem við ungtemplarar
höfum gengið, er ekki löng, sambandið
er ekki ársgamalt, stofnað sumardaginn
fyrsta 24. apríl, þó raunar nokkrar ung-
mennastúkur hafi áður hafið merkið og
vísað veginn.
Þó leiðin sé ekki löng, lýsa þó nokkrir
kyndlar þá braut, sem farin hefur verið.
Sumarstarfið var ágætt með skemmti-
ferðum á fagra staði, til kynningar á
landinu. Hið velheppnaða mót að Jaðri
var skemmtilegt, auk þess sem það var
kynning og kennsla á starfi ungtempl-
ara. Með sumarstarfseminni voru tengd
vináttu- og félagsbönd. Tómstunda-
starfið, sem ungtemplarar hafa haft
forystu um, hefur orðið mörgum til
gagns og gleði og það langt út fyrir raðir
þess félagsskapar, virðist það muni
verða heilladrjúgt gæfuspor, sem ekki
má vera tómlæti um.
I ár eða 10. janúar er góðtemplara-
reglan 75 ára á íslandi. Reglan hefur
unniS þjóS vorri ómetanlegt gagn í anda
siSgceSis og mannúSar, hún hefur bjarg-
að fjölda fólks undan ógcefu áfengisins,
hún hefur styrkt félags og brceörabönd
og starfaS mikið að margs konar líknar-
málum. Ungtemplarar óska Reglunni
allra heilla í framtíðinni.
Hið nýja ár á fyrst og fremst að vera
okkur hvatningt til meiri starfa.—Hvar-
vetna blasa verkefnin við og bíða áhuga
fólks, er vilja lýsa bjötum blysum um
byggðir landsins.
Ungtemplarar vilja hafa merki sitt
hreint og hátt, með því einu getur það
orðið þjóðinni til blessunar. — Enginn
ungur maður eða stúlka má loka augun-
Grímudansleikur
Islenzkir ungtemplarar efndu til grimudans-
leiks í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík sunnu-
daginn 28. desember s. 1. Samkoman tókst prýði-
lega. Þarna mátti sjá marga skemmtilega og
góða búninga. Verðlaun voru veitt fyrir beztu
búningana og hlutu 1. verðlaun Hrefna Péturs-
dóttir (úr Hrönn) og María Árelíusdóttir (úr
Hálogalandi). Hrefna var búin sem Indiána-
stúlka en María var sem bóndi. Hér á blaðsíð-
unni sjáið þið mynd af sigurvegurunum og
nokkrum öðrum félögum í gerfum, sem vöktu
sérstaka athygli á grímudansleiknum.
3. Hringleikur
1 Ég úti gekk um aftan
í yndisfögrum lund. :,:
:,: Þá mætti ég ungri meyju
á munaðsblíðri stund. :,:
2 :,: Hún hét mér trú og tryggðum
og tók mér blítt í hönd. :,:
:,: Við knýttum við knýttum
vor kærleikstryggða bönd. :,:
3 :,: Og böndin sem við bundum
þau leysir engin hönd. :,:
:,: Við leiðið þitt lága
þar leysast tryggðabönd. :,:
Stúlkurnar mynda innri hring, piltar
ytri. 1 lok fyrsta erindis staðnæmast
stúlkurnar frammi fyrir þeim pilti,
sem þær ætla að dansa við, hneygja sig
og brosa.
1 byrjun annars erindis leggja þær
báðar hendur á brjóst, en rétta hönd
þeim pilti, sem þær ætla að dansa við
á orðunum: „tók mér blítt i hönd“, Á
orðunum „við knýttum" taka þau sam-
an báðum höndum með mjúkum arm-
sveiflum til hliðar.
Á síðasta erindi er dansað, hvert
par út af fyrir sig og erindið allt
tvítekið.
umfyrirþeirra ógæfu, er þjóð vor verður
fyrir af nautn eiturlyfja.
Þjóð vor er fámenn, ísland má ekki
við að missa neinn góðan dreng eða
stúlku í viðjar óhollra nautna. I raun og
veru er það helg skylda allra góðra
íslendinga að styðja það mál og þó fyrst
og fremst forystumanna þjóðarinnar.
Ungtemplarar vilja reisa við hið lága
merki skemmtanalífsins. Þeir vilja
skemmta sér á frjálsan og prúðmann-
legan hátt og segja allri drykkjutízku
stríð á hendur. Þeir vilja tengjast félags
og vináttuböndum til heilla fyrir land
sitt og þjóð. Heitasta ósk vor er að það
takmark náist, við vonum að þetta ný-
byrjaða ár, verði ár mikils starfs og
margra sigra.
Þér, æska, hlýtt nú heilsar þetta ár,
horfðu björtum augum fram á veginn.
Láttu rætast um þig íslands þrár
þúauðgirlífþittfegurð, hug og megin.
Því svo bezt munu verk til dáða drýgð,
að dýrust hugsjón byggist ei á sandi.
Að æskan starfi, trú og vonum vígð,
varðar mestu um framtíð okkar landi.
G. Þ.
Kynningarboð
Margar eru aðferðirnar við útbreiðslustarfið.
Ein af þeim eru kynningarboðin. Þau eru fram-
kvæmd þannig: Valin eru nokkur ungmenni
(10—20), sem vitað er að ekki taka þátt í neinu
félagsstarfi, og þeim boðið til kynningarboðs
(kaffikvölds). Sérstaklega þjálfaðir félagar
ræða þar við hópinn um ýmis konar félgags-
starfsemi og hlusta jafnframt eftir áhugamálum
ungmennanna eða reyna að vekja áhuga þeirra
á einhverju hollu viðfangsefni. Síðar er þeim,
sem þess óska, komið I samband við forustu-
menn á þeim vettvangi, sem viðkomandi vill
starfa á. 1 þessum kynningarboðum tekst að
ná persónulegra sambandi við þá, sem þangað
Grhnudansinn.