Eining - 01.08.1967, Síða 3
E I N I N G
3
SUMARMÁL
Ritstjórn blaósióunnar:
Guðmundur I’órarinsson
og Einar Hanncsson.
1200 FELAGSMENN IUT
Velheppnað þing á Siglufirði
Níunda ársþing íslenzkra ungtempl-
ara var haldið á Siglufirði dagana 30.
júní til 2. júlí s.l. Þingið sóttu um 30
fulltrúuar frá ungtemplarafélögum víðs
vegar af landinu, auk stjórnar og
nefndarformanna samtakanna. Forseti
þingsins var kjörinn Gunnar Lórenz-
son, Akureyri og ritarar Valur Óskars-
son, Hafnarfirði og Brynjar Valdimars-
son, Kópavogi.
Við þingsetningu fluttu ávörp og
kveðjur séra Ragnar Fjalar Lárusson
og Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri á
Akureyri, en erindi á þinginu flutti Ól-
afur Ragnarsson, fulltrúi. Þá ávarpaði
bæjarstjóri Siglufjarðar, Stefán Frið-
bjarnarson, þingfulltrúa í hófi, sem
deildin á Siglufirði efndi til.
1 skýrslu stjórnar Islenzkra ung-
templara, sem formaður samtakanna,
Einar Hannesson, flutti, kom fram að
mikil grózka hefur verið í starfseminni
á liðnu starfsári. Stofnaðar hafa verið
fjórar nýjar deildir: á Akureyri, í
Kópavogi, Keflavík og á Akranesi. Með
tilkomu þessara deilda, verða aðildar-
félög IUT 14 talsins með samtals um
1200 félagsmenn.
Einn merkasti þátturinn í starfi ung-
templara var 50 ára afmælismót Nor-
rænna ungtemplara, sem haldið var hér
á landi s.l. sumar, en íslenzkir ung-
templarar sáu um undirbúning og fram-
kvæmd. Mót þetta sóttu um 200 erlend-
ir ungtemplarar. Þá var skýrt frá und-
irbúningi að þátttöku ungtemplara í
næsta móti Norrænna ungtemplara, sem
verður í Svíþjóð næsta sumar, og er
gert ráð fyrir mjög góðri þátttöku frá
Islandi.
Þing IUT gerði nokkrar samþykktir
m. a. um hina nýju æskulýðslöggjöf, er
frumvarp kom fram um á Alþingi í vor.
Fagnaði þingið frumvarpinu, en ákveð-
ið var að þetta mál yrði tekið til með-
ferðar síðar á vegum samtakanna og þá
látið í ljós, hvað betur mætti fara í
frumvarpinu að dómi ungtemplara.
Lýst var ánægju með þá þróun, sem
orðið hefur á skemmtanahaldi um verzl-
unannannahelgina og fagnað aðgerðum
lögregluyfirvalda til að stemma stigu
við drykkjuskap ungs fólks um hvíta-
sunnuhelgina. Hins vegar harmaði þing-
ið að þeim aðilum, sem ábyrgð bera á því
að fólk innan 21 árs aldurs, hafi áfengi
undir höndum, skuli ekki refsað. Hvatti
þingið yfirstjórn dómsmála til að taka
þessi mál til gagngerðraryfirvegunar og
væntir þess að fyrir ábyrgðarleysi það,
sem felst í því að útvega unglingum
áfengi, verði stranglega refsað.
Þingið gerði samþykkt í tóbaksmál-
um,þar sem enn er vakin athygli alþjóð-
ar á niðurstöðum rannsókna fjölmargra
vísindamanna um skaðsemi tóbaksreyk-
inga. Hvatti þingið til þess að tóbaks-
Efsta myn* 1:
300 ungtemplarar
fara hópgöngu til
kirkju.
Miö mynd:
Þing ÍUT í Gagn-
fræðaskóla Siglu-
fjarðar.
Neðsta mynd:
Mótssvæðið í
Hólsdal.