Eining - 01.08.1967, Síða 4

Eining - 01.08.1967, Síða 4
4 EINING Framhald af 3. bls. auglýsingar yrðu ekki leyfðar, og skor- aði á ríkisstjórnina að gera raunhæfar ráðstafanir í því efni, þar sem Alþingi hafði á sínum tíma vísað slíku máli til hennar. Látin var í ljós þökk til út- varps og sjónvarps fyrir að leyfa ekki tóbaksauglýsingar í þessum öflugu fjöl- miðlunartækj um. STJÓRN ÍUT. I stjórn íslenzkra ungtemplara voru kosnir: Formaður Einar Hannesson, varaformaður Grétar Þorsteinsson, rit- ari Gunnar Þorláksson, gjaldkeri Hreggviður Jónsson,fræðslustjóri Aðal- heiður Jónsdóttir og meðstjórnendur Brynjar Valdimarsson og Sævar Hall- dórsson. — Formaður Alþjóðanefndar ÍUT, Hilda Torfadóttir, formaður fjár- málaráðs Kristinn Vilhjálmsson, for- maður útbreiðsluráðs Alfreð Harðar- son og formaður styrktarmeðlima Áre- líus Níelsson. * -K * Landsmót ÍLJT Fyrsta Landsmót íslenzkra ungtempl- ara var haldið á Siglufirði dagana 1. og 2. júlí sl. Þátttakendur voru um 300, víðs vegar að af landinu, og dvöldu þeir í tjöldum meðan mótið stóð yfir. Ung- templarafélagið Hvönn á Siglufirði sá um mótið, sem þótti takast vel í alla staði. Setning mótsins fór fram á íþrótta- vellinum eftir hádegi á laugardag. For- maður IUT, Einar Hannesson, setti mót- ið með stuttri ræðu og Lúðrasveit Siglu- fjarðar lék. Þá hófust íþróttir og leikir á íþróttavellinum og var m.a. keppt í knattspyrnu, langstökki, 100 metra hlaupi og víðavangshlaupi. Um kvöldið var svo haldin kvöldvaka að Hótel Höfn og á eftir lék hlj ómsveitin Stormar fyr- ir dansi til klukkan 2 eftir miðnætti. Veður var mjög gott þennan dag, sól- skin og hiti. Á sunnudag varð að fella niður fyrir- hugaða hópgöngu á Hólshyrnuna vegna þoku, en klukkan 1 héldu mótsgestir fylktu liði í kirkju og hlýddu á messu. Sóknarpresturinn á Siglufirði, séra Ragnar Fjalar Lárusson prédikaði. Seinna um daginn hófust íþróttir og leikir við tjaldsvæðið í Hólsdal og var þar keppt í handbolta og hástökki. Hall- dór Hermannsson frá Akureyri setti Námskeiðið Framhald af 2. bls. um það á eftir, hverjir hefðu notið mestrar gestrisni, og taldi hver fyrir sig, að hún hefði ekki getað hlýlegri eða meiri verið en þar, sem þeir höfðu komið. Landsstjórn Færeyja og bæjarstjórn Þórshafnar buðu mönnum til kvöidverð- ar síðasta daginn, en þá voru Islend- ingarnir farnir heim. Eyjarnar skoðaðar. Einn daginn var farið til Kirkjubæj- ar, hins forna biskupsseturs, og gamlar söguminjar skoðaðar. Þar bjó skáldið og sjálfstæðishetjan Jóhannes Paturs- son og kona hans, Guðný Eiríksdóttir frá Karlsskála, eins og kunnugt er. Nú skýrði sonarsonur þeirra, Jóhannes bóndi, okkur frá söguminjum staðarins í reykstofunni gömlu, en Káre Holt þakkaði fyrir okkar hönd með snjallri ræðu, þótt stutt væri. Daginn, sem við Islendingarnir héld- um heim, fóru aðrir námsskeiðsgestir í sjóferð um eyjarnar til þess að skoða þær, en munu ekki hafa verið alls kost- ar heppnir með veður, því að þoka var nokkur. Gátum við Islendingarnir ekki tekið þátt í þessari ferð. Hins vegar fór- um við fram og aftur milli flugvallar- ins í Vogey og Þórshafnar og nutum sums staðar á leiðinni hins ágætasta út- sýnis, og á heimleiðinni höfðum við prýðilega útsýn úr flugvélinni yfir Mykines, vestustu eyjuna, hamrabjörg hennar og fagurt graslendi. Nokkrir okkar Islendinganna gripu sér stund til þess að fara ofurlítið um eyjarnar. Ég og kona mín skruppum t. d. til Klakksvíkur, en þar þekktum við fólk. Fórum við fyrst á skipi til Austur- eyjar, síðan á bíl yfir eyjuna — og fór- um þá framhjá Götu, þar sem Þrándur bjó, og loks á bát um eyjasund til Klakksvíkur. Þótti okkur mjög fallegt í Klakksvík. Sá bær hefur vaxið ákaflega á stuttum tíma, og eru framkvæmdir þar miklar. Þar er verið að ljúka við ö----------------------------------ö þarna nýtt Akureyrarmet í hástökki drengja, stökk 1,78 metra. Klukkan hálf átta var varðeldur við tjaldstað, en að honum loknum sameiginleg kaffi- drykkja að Hótel Höfn. Þar voru af- hent verðlaun og mótinu slitið. Að síð- ustu lék hljómsveitin Gautar fyrir dansi. Formaður mótstjórnar var Jónas Ragnarsson. jarðgöng mikil gegnum fjallið til Árna- fjarðar. Það var sameiginlegt álit okkar Is- lendinganna, sem í þessari för vorum, að náttúrufegurð væri mikil í Færeyj- um. Þótti okkur undrun sæta, hve götur eru góðar í Þórshöfn, þótt víða séu þær ærið mjóar. Eins er vegakerfið í eyjun- um furðulega gott, þegar litið er á vega- lengdir og fámenni eyjarskeggja, en þeir eru innan við 40 þúsund að tölu. Þá vöktu skólar þeirra athygli okkar, svo myndarlegir voru þeir að sjá. Þjóð- minjasafn þeirra sáum við og náttúru- gripasafn, og er hvoru tveggja sérstak- lega vel og smekklega fyrir komið. Kirkjubók þeirra sá ég hina elztu, frá 1687 að mig minnir. Fólkið reyndist okkur ákaflega blátt áfram og alúðlegt, bæði það, sem við kynntumst á námskeiðinu, og eins ann- að, sem við hittum á förnum vegi, í búð- um, á ferðum, á götunni. Hefðum við flest eða öll viljað, að dvöl okkar í eyj- unum hefði getað orðið lengri, en þess var ekki kostur að þessu sinni- Ólafur Þ. Kristjánsson. Bindindismótið Góðar voru fréttir blaða og út- varps að þessu sinni af skemmtun- um manna um hina alræmdu verzl- unarmannahelgi. Víða voru mót og ýmsar skemmtanir, en flest eða allt þar vandræðalaust. Enginn ó- fögnuður og engin slys. Vissulega fögnuðu menn slíkum fréttum. Bindindismenn mega vel una því lofsorði, sem blöð báru á mót þeirra að Galtalæk. Sjálfsagt eiga þeir, sem því stjórnuðu, eftir að láta blaðinu í té frásagnir af mót- inu og mun það þá birtast í næsta tölublaði Einingar. Bindindismenn áttu upphafið að þessum áfengislausu skemmtunum um verzlunarmannahelgina, og gerðust þar, eins og reyndar oft- ar, góð fyrirmynd. Hinn góði ár- angur, sem nú hefur náðst, er að mestu leyti að þakka áfengis&cmm á skemmtununum. Þess skyldu menn minnast.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.