Eining - 01.08.1967, Page 5

Eining - 01.08.1967, Page 5
EINING 5 Frú Anna Bjarnadóttir Fœdd 6. apríl 1899 — Dóin 15. júlí 1967 Þegar ég sá frú Önnu Bjarnadóttur síðast, virtist mér liún ekki hafa tapað sér neitt að ráði. Hún var alltaf hin sama glæsilega kona. Mér brá því mjög, er ég las í blöðunum um andlát hennar. Það kom mjög óvænt. Mín auðlegð hefur verið sú um dag- ana, að kynnast mörgu góðu fólki og eiga oft góðhug þess. Það var mikill fengur að kynnast prestshjónunum í Odda, séra Erlendi Þórðarsyni og frú Önnu Bjarnadóttur. Sumarið 1934 ferð- aðist ég allmikið um Árnes- og Rangár- vallasýslur. Var þá að vinna, m. a., að stofnun stúkna að Selfossi, undir Eyja- fjöllum og að strönd á Rangárvöllum. Þá gisti ég stundum að Odda. Þar var vel búið og gott að koma. Ekki skorti gestrisni né alúð. Til viðbótar því bauð séra Erlendur mér að stíga í stólinn við messur hjá sér á einum þremur stöðum. Minningarnar eru því góðar frá þessum árum. Þegar við stofnuðum stúkuna Gró- andi að Strönd á Rangárvöllum 23. sept- ember 1934, þá voru þau séra Erlendur og frú Anna okkar ómetanlegu liðs- menn þar, meðal annarra ágætra. Síðan hafa þau haldið tryggð við reglu góð- templara og verið góðir liðsmenn, bæði þar eystra og eins í Reykjavík eftir að þau fluttust þangað. Um skeið var frú Anna æðstitemplar stúkunnar á Rang- árvöllum, kosin sem sjálfsögð, og voru þó vissulega fleiri góðir forustukraftar þar. Frú Anna kunni vel að stjórna stóru heimili og stjórn hennar á stúk- unni var líka góð. Hún sameinaði það flest, sem bezt má konu prýða: virðu- leik og látleysi, glæsileik í sjón og fram- komu, sem augljóslega vitnaði um góð- vild og hjartahlýju. Hún var sérlega vel til þess kjörin að vera prestskona. Hin hljóðláta prédikun prestskonunnar getur oft verið töluvert á borð hið tal- aða orð prestsins, en þar þurfti þó ekki svo lítið til þegar um séra Erlend var að ræða, því að hann var klerkur góður og snjall ræðumaður á meðan hann sinnti því embætti. Hefur það verið aug- ljóst strax, er hann sótti um Odda sem nýbakaður guðfræðingur og sigraði alla keppinauta sína f j óra, sem voru þó ekki neinir liðleysingjar. Sennilega hafa þá einhver konuefnin hugsað eitthvað svip- Anna Bjarnadóttir. að því, er felst í vísu Þuru í Garði, sem hún kvað í spaugi: Eiga vildi ég Erlend prest, yfirsæng og kodda, væna kú og vakran hest, og vera frú í Odda. Frú Önnu Bjarnadóttur var sigurinn vís og séra Erlendur Þórðarson varláns- maður. ,,Góð kona er gjöf frá Drottni,“ segir Heilög ritning. Giftingardagur þeirra hjóna var 6. júlí 1918. Dætur þeirra eru Anna, gift Daníel Ágústínus- syni, fulltrúa á Akranesi, og Jakobína, gift Árna Jónssyni, bifreiðarstjóra á Hellu. Lengra áfram verður hér ekki talið og ætt frú Önnu heldur ekki rakin. Fædd var hún og uppalin í Reykjavík, foreldrar Bjarni Gíslason, formaður í Reykjavík og kona hans Guðrún Magnúsdóttir. Kvennaskólanámi lauk frú Anna í Reykjavík og stundaði svo þar verzlunarstörf unz hún giftist séra Erlendi Þórðarsyni. Við erum mörg, lesendur þessa blaðs, sem vottum séra Erlendi og öðrum ást- vinum frú Önnu Bjarnadóttur innileg- ustu samúð okkar og blessum minningu hennar, þökkum hin ágætu kynni og ánægjulegt samstarf. Þökk mína tjá naumast fátækleg orð. Pétur Sigurðsson. •k -jc A Gott starf Ég að kvarta ekki þarf yfir mæðu og lúa, því Guð svo auðvelt gaf mér starf: í góðri jörð, að gróðri ögn að hlúa. Vitur konuhjörtu Fyrr og síðar hafa góðar og göfugar konur snúizt vel við margvíslegu böli einstaklinga og þjóða, og oft hafa þær vegið upp „björg á veikan arm," því þær hafa ekki vitað „hik né efa.“ Snemma í apríl sl. sendi kona í Borg- arnesi Morgunblaðinu bréf á þessa leið: „Kæri Velvakandi! Mig langar til að taka undir það, sem kona drykkjumanns skrifaði þér fyrir nokkru. Áfengið er mannanna mesta böl — og furðulegt er, að fólk skuli enn sem fyrr ekki átta sig á því. Margir hafa unnið gott starf í baráttunni gegn áfengisbölinu. Við þurfum að gera á- fengið útlægt úr landinu og vísa á bug öllum lævísum tilraunum til að gera Bakkus enn valdameiri í landinu, en hann þegar er. Þar á ég við bjórmenn- ina, sem aldrei þreytast á að prédika fyrir landsmönnum hve mikils þeir fari á mis að hafa ekki bjórinn. Sannleikurinn er sá, að við komumst bezt af án bjórs og áfengis og við tryggj um hag okkar bezt með því að vísa báðum þessum „lyfjum" á bug. Hve mikið af óförum, slysum og sorg má ekki rekja beint eða óbeint til á- fengis og notkunar þess ? Dæmin sanna, að ófreskjurnar fylgja áfenginu alltaf. Erfiðleikar okkar í lífsbaráttunni eru nógir fyrir, þótt við búum ekki til erfið- leika aukalega. Kona í Borgarnesi.“ Hafi konan beztu þakkir fyrir þenna sanna og djarfa vitnisburð. Við þurfum að gera „áfengið útlægt úr landinu," eins og konan svo viturlega segir. Gjafir til blaðsins 1 maíblaðinu 1967 voru nokkrir taldir, sem fært hafa blaðinu gjafir. Þar var ein af þessum leiðu prentvillum, sem alltaf þarf að vera að afsaka. Þar var skráð Run- ólfur, Látrum, en átti að vera og var í handritinu: Þórður Jónsson, Látrum, 500 krónur. Síðan er gjöf frá frú Hjaltlínu Guðjónsdóttur, 300 kr., ríflegar greiðslur frá öðrum, sumir biðja um að geta þess ekki í blaðinu, eins og J. J., sem færði blaðinu nýlega átta þúsund krónur. — Hjartanlegar þakkir á þetta fórnfúsa fólk skilið, en ætti nú að fara varlega í þessu, því ekkert er öruggt um framtíð blaðsins. Starfsgeta ritstjórans ef til vill á þrotum.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.